Segir Fox hafa logið í umfjöllun um Seth Rich Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2017 15:13 Í frétt Fox var Wheeler gefið að hafa sagt að hann hefði fundið sannanir fyrir samskiptum Rich og Wikileaks. Vísir/EPA Einkaspæjari sem vann fyrir fjölskyldu Seth Rich segir Fox News hafa búið til ummæli í umfjöllun um morð Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins. Rod Wheeler rannsakaði morð Rich fyrir fjölskyldu hans og segir Fox hafa búið til ummæli um að Rich hafi átt í samskiptum við Wikileaks skömmu áður en hann hafi verið myrtur. Þar að auki hafi ummæli um að einhver, mögulega flokkurinn eða Hillary Clinton, hafi reynt að stöðva rannsóknina, verið haft eftir honum. Hann segist ekki hafa sagt það. Lögreglan telur að Rich hafi verið myrtur í ráni en morðinginn hefur ekki fundist.Vinsælar samsæriskenningar Þá segir Wheeler, samkvæmt frétt NPR, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi þrýst á Fox News að birta fréttina. Wheeler höfðaði í dag mál gegn Fox New. Morð Seth Rich var mikið til umfjöllunar á Fox, en fjölskylda hans hefur mótmælt fréttaflutningnum harðlega. Sean Hannity fór þar fremstur í flokki en umrædd frétt var dregin til baka viku eftir að hún var birt. Eftir það sagði Hannity að hann myndi ekki segja frekari fréttir af málinu vegna beiðni fjölskyldu Rich. Samsæriskenningar hafa verið á kreiki um að hann hafi verið myrtur af útsendurum Demókrataflokksins eða Clinton. Það á að hafa verið gert vegna þess að Rich hafi látið Wikileaks frá tölvupósta úr kerfi flokksins, sem voru birtir af Wikileaks tveimur vikum eftir að Rich var myrtur. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og netöryggisfyrirtæki segja þó að yfirvöld í Rússlandi hafi stolið póstunum og komið þeim í hendur Wikileaks.Fékk skilaboð um þrýsting frá forsetanum Í frétt Fox var Wheeler gefið að hafa sagt að hann hefði fundið sannanir fyrir samskiptum Rich og Wikileaks. Þar að auki var haft eftir heimildarmanni innan Alríkislögreglu Bandaríkjanna að tölvupóstar sem staðfestu það hefðu verið fundnir á fartölvu Rich. Í kjölfar þess sagði FBI við CNN að þeir hefðu aldrei verið með umrædda tölvu í sínum fórum. Wheeler tók einnig fyrir að þetta væri rétt og sagði fréttamann Fox hafa sagt sér frá því að Rich hefði verið í samskiptum við Wikileaks. Hann hefði ekki sagt það við fréttamanninn.Business Insider hefur komið höndum yfir kæru Wheeler gagnvart Fox News. Þar heldur Wheeler því fram að hann hafi fengið skilaboð frá fréttamanninum um að forsetinn hefði lesið greinina, sem þá var ekki búið að birta, og hann vildi fá hana birta. Wheeler segir trúverðugleika sinn hafa orðið fyrir verulegum skaða og þar af leiðandi eigi hann erfiðara með að vinna sem einkaspæjari. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Einkaspæjari sem vann fyrir fjölskyldu Seth Rich segir Fox News hafa búið til ummæli í umfjöllun um morð Rich, sem starfaði fyrir landsnefnd Demókrataflokksins. Rod Wheeler rannsakaði morð Rich fyrir fjölskyldu hans og segir Fox hafa búið til ummæli um að Rich hafi átt í samskiptum við Wikileaks skömmu áður en hann hafi verið myrtur. Þar að auki hafi ummæli um að einhver, mögulega flokkurinn eða Hillary Clinton, hafi reynt að stöðva rannsóknina, verið haft eftir honum. Hann segist ekki hafa sagt það. Lögreglan telur að Rich hafi verið myrtur í ráni en morðinginn hefur ekki fundist.Vinsælar samsæriskenningar Þá segir Wheeler, samkvæmt frétt NPR, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi þrýst á Fox News að birta fréttina. Wheeler höfðaði í dag mál gegn Fox New. Morð Seth Rich var mikið til umfjöllunar á Fox, en fjölskylda hans hefur mótmælt fréttaflutningnum harðlega. Sean Hannity fór þar fremstur í flokki en umrædd frétt var dregin til baka viku eftir að hún var birt. Eftir það sagði Hannity að hann myndi ekki segja frekari fréttir af málinu vegna beiðni fjölskyldu Rich. Samsæriskenningar hafa verið á kreiki um að hann hafi verið myrtur af útsendurum Demókrataflokksins eða Clinton. Það á að hafa verið gert vegna þess að Rich hafi látið Wikileaks frá tölvupósta úr kerfi flokksins, sem voru birtir af Wikileaks tveimur vikum eftir að Rich var myrtur. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og netöryggisfyrirtæki segja þó að yfirvöld í Rússlandi hafi stolið póstunum og komið þeim í hendur Wikileaks.Fékk skilaboð um þrýsting frá forsetanum Í frétt Fox var Wheeler gefið að hafa sagt að hann hefði fundið sannanir fyrir samskiptum Rich og Wikileaks. Þar að auki var haft eftir heimildarmanni innan Alríkislögreglu Bandaríkjanna að tölvupóstar sem staðfestu það hefðu verið fundnir á fartölvu Rich. Í kjölfar þess sagði FBI við CNN að þeir hefðu aldrei verið með umrædda tölvu í sínum fórum. Wheeler tók einnig fyrir að þetta væri rétt og sagði fréttamann Fox hafa sagt sér frá því að Rich hefði verið í samskiptum við Wikileaks. Hann hefði ekki sagt það við fréttamanninn.Business Insider hefur komið höndum yfir kæru Wheeler gagnvart Fox News. Þar heldur Wheeler því fram að hann hafi fengið skilaboð frá fréttamanninum um að forsetinn hefði lesið greinina, sem þá var ekki búið að birta, og hann vildi fá hana birta. Wheeler segir trúverðugleika sinn hafa orðið fyrir verulegum skaða og þar af leiðandi eigi hann erfiðara með að vinna sem einkaspæjari.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira