Henti sér út í djúpu laugina sjálflærð Guðný Hrönn skrifar 1. ágúst 2017 09:45 Antonía Lárusdóttir starfar sem ljósmyndari og leikstjóri. vísir/laufey „Núna síðasta árið er ég búin að vera í fullu starfi sem „freelance“ ljósmyndari og leikstjóri. Ég var að vinna á bar en hætti því til að fara að sinna þessu í fullu starfi, því lífið er of stutt fyrir leiðinlegar vinnur,“ segir ljósmyndarinn og leikstjórinn Antonía Lárusdóttir sem undanfarið hefur vakið lukku fyrir leikstjórn sína á tónlistarmyndböndum en hún hefur þó aldrei menntað sig á sviði leikstjórnar. „Það kom í raun frekar óvænt inn í líf mitt, ég var ekki beint að sækjast eftir því til að byrja með,“ svarar Antonía aðspurð hvernig það kom til að hún fór að leikstýra. „En ég er búin að vera ljósmyndari í mörg ár. Þegar ég var 14 ára tók ég hverja einustu helgi í að gera myndaþætti með vinkonum mínum. Ég hef tileinkað ljósmyndun allan frítíma minn síðustu sjö ár, ég myndi segja að það væri helvíti góður skóli,“ segir Antonía sem er 21 árs. Antonía er sjálflærð á sviði leikstjórnar og sömu sögu er að segja um ljósmyndunina. „Að mínu mati þarf maður ekkert endilega að fara í skóla til að læra, maður getur kennt sjálfum sér allt, sérstaklega núna. Ég er alveg sjálflærð og ef það koma upp vandamál þá eru til endalausar leiðir til að finna út úr þeim, þó svo maður endi bara á því að gúggla.“ Spurð út í hvort hún stefni á nám svarar Antonía neitandi.„Nei, ég stefni ekki á nám. Ég er eiginlega bara 99 prósent föst á því. Ég held að ég upplifi skóla svolítið öðruvísi en flestir. Ég hætti í menntaskóla og lauk því ekki stúdentsprófi. Nám er bara ekki fyrir mig. Ég upplifði skólakerfið alltaf eins og það væri að berja úr mér allt sem gerir mig að listamanni.“ Antonía kveðst reglulega fá spurningar um hvernig hún hafi náð góðum árangri í bransanum. „Mér finnst mikilvægt að fólk viti að maður þarf í alvörunni bara að hoppa í djúpu laugina og læra „as you go“. Það kennir þér ekkert meira heldur en reynslan sem þú öðlast þegar þú stígur út úr þægindarammanum. Það er líka mikilvægt að umkringja sig kláru fólki. Ég hef verið rosalega heppin með fólkið í kringum mig og þess vegna hefur þetta gengið framar vonum.“ Frumraunin fékk tilnefninguÞegar Antoníu var boðið fyrsta leikstjóraverkefnið var hún ekki viss hvað það starf fæli í sér. „Ég var beðin um að leikstýra myndbandi við lagið Hæpið með Reykjavíkurdætrum og var í raun ekki alveg viss hvað það fæli í sér. Ég fór heim og á Google og skrifaði: what does a director do?“ segir Antonía og hlær. „Þetta var algjör skóli fyrir mig. Það var mjög hæfileikaríkt föruneyti sem var með mér í þessu, bæði fólk sem var búið að vera mikið í bransanum og svo fólk að stíga sín fyrstu skref eins og ég. Ég gerði mikið af mistökum og lærði mikið en útkoman var mjög góð og við fengum meira að segja tilnefningu sem besta myndband ársins á Hlustendaverðlaununum árið 2016.“ Líkar vel við óvissunaAðspurð hvernig henni líki að vera sjálfstætt starfandi og vita sjaldan hvaða verkefni eru á döfinni segir Antonía sér líka það vel. „Ég hef reyndar verið mjög heppin með verkefni og lenti meira að segja í því að yfirbóka mig óvart í júlí og ágúst. Það er mikilvægt að leyfa sér að gera það sem manni finnst eins og að sér sé ætlað að gera. Fyrir mig hentar ekki að vera í einhverjum spottum samfélagsins. Ég get lofað því að ég hefði ekki verið jafn heppin með verkefni hefði ég haldið vinnunni á barnum. Stöðugar tekjur gerðu mig lata en óvissan heldur mér á tánum,“ útskýrir Antonía. „Ég hef líka verið dugleg að leyfa fólki að fylgjast með mér á samfélagsmiðlum, það er öflugasta leiðin til að minna á sig í dag. Ef einhvern vantar aðila í verkefnið þá man fólk frekar eftir manni ef maður er virkur á samfélagsmiðlum,“ segir Antonía sem leggur mikla áherslu á að vera virk á Instagram en hún er þar undir nafninu @antonialar. Spurð út í hvernig sé að vera ung stelpa í leikstjórabransanum tekur Antonía smá tíma til umhugsunar.„Ég tek svolítið eftir því að karlmenn ráða frekar karlmenn. Ég finn að það er minna um traust þegar kemur að því að konur eigi að leikstýra karlmönnum. Það er smá svona „bara ég og strákarnir“-fílingur, sérstaklega í rappheiminum.“ „Ég held að þetta sé allt að breytast og þetta er að færast á jafnari vettvang,“ segir Antonía sem er þessa stundina í viðræðum við rapparann Xander, betur þekktan sem Black Pox. „En ég er reyndar að fara að flytja til New York, þannig að það er ekki víst að ég nái að taka að mér fleiri verkefni hér heima, nema að þau heilli mikið.“ Spurð út í hvað bíði hennar í New York segir Antonía: „Ég ætla bara að sjá til. Ég er með nokkur verkefni í kortunum þegar ég kem út. En ég er ekki mikið fyrir að plana of langt fram í tímann,“ segir hún og hlær. „Ég er meira fyrir það að leyfa lífinu bara að gerast og treysta sjálfri mér fyrir því að grípa tækifærin.“ Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira
„Núna síðasta árið er ég búin að vera í fullu starfi sem „freelance“ ljósmyndari og leikstjóri. Ég var að vinna á bar en hætti því til að fara að sinna þessu í fullu starfi, því lífið er of stutt fyrir leiðinlegar vinnur,“ segir ljósmyndarinn og leikstjórinn Antonía Lárusdóttir sem undanfarið hefur vakið lukku fyrir leikstjórn sína á tónlistarmyndböndum en hún hefur þó aldrei menntað sig á sviði leikstjórnar. „Það kom í raun frekar óvænt inn í líf mitt, ég var ekki beint að sækjast eftir því til að byrja með,“ svarar Antonía aðspurð hvernig það kom til að hún fór að leikstýra. „En ég er búin að vera ljósmyndari í mörg ár. Þegar ég var 14 ára tók ég hverja einustu helgi í að gera myndaþætti með vinkonum mínum. Ég hef tileinkað ljósmyndun allan frítíma minn síðustu sjö ár, ég myndi segja að það væri helvíti góður skóli,“ segir Antonía sem er 21 árs. Antonía er sjálflærð á sviði leikstjórnar og sömu sögu er að segja um ljósmyndunina. „Að mínu mati þarf maður ekkert endilega að fara í skóla til að læra, maður getur kennt sjálfum sér allt, sérstaklega núna. Ég er alveg sjálflærð og ef það koma upp vandamál þá eru til endalausar leiðir til að finna út úr þeim, þó svo maður endi bara á því að gúggla.“ Spurð út í hvort hún stefni á nám svarar Antonía neitandi.„Nei, ég stefni ekki á nám. Ég er eiginlega bara 99 prósent föst á því. Ég held að ég upplifi skóla svolítið öðruvísi en flestir. Ég hætti í menntaskóla og lauk því ekki stúdentsprófi. Nám er bara ekki fyrir mig. Ég upplifði skólakerfið alltaf eins og það væri að berja úr mér allt sem gerir mig að listamanni.“ Antonía kveðst reglulega fá spurningar um hvernig hún hafi náð góðum árangri í bransanum. „Mér finnst mikilvægt að fólk viti að maður þarf í alvörunni bara að hoppa í djúpu laugina og læra „as you go“. Það kennir þér ekkert meira heldur en reynslan sem þú öðlast þegar þú stígur út úr þægindarammanum. Það er líka mikilvægt að umkringja sig kláru fólki. Ég hef verið rosalega heppin með fólkið í kringum mig og þess vegna hefur þetta gengið framar vonum.“ Frumraunin fékk tilnefninguÞegar Antoníu var boðið fyrsta leikstjóraverkefnið var hún ekki viss hvað það starf fæli í sér. „Ég var beðin um að leikstýra myndbandi við lagið Hæpið með Reykjavíkurdætrum og var í raun ekki alveg viss hvað það fæli í sér. Ég fór heim og á Google og skrifaði: what does a director do?“ segir Antonía og hlær. „Þetta var algjör skóli fyrir mig. Það var mjög hæfileikaríkt föruneyti sem var með mér í þessu, bæði fólk sem var búið að vera mikið í bransanum og svo fólk að stíga sín fyrstu skref eins og ég. Ég gerði mikið af mistökum og lærði mikið en útkoman var mjög góð og við fengum meira að segja tilnefningu sem besta myndband ársins á Hlustendaverðlaununum árið 2016.“ Líkar vel við óvissunaAðspurð hvernig henni líki að vera sjálfstætt starfandi og vita sjaldan hvaða verkefni eru á döfinni segir Antonía sér líka það vel. „Ég hef reyndar verið mjög heppin með verkefni og lenti meira að segja í því að yfirbóka mig óvart í júlí og ágúst. Það er mikilvægt að leyfa sér að gera það sem manni finnst eins og að sér sé ætlað að gera. Fyrir mig hentar ekki að vera í einhverjum spottum samfélagsins. Ég get lofað því að ég hefði ekki verið jafn heppin með verkefni hefði ég haldið vinnunni á barnum. Stöðugar tekjur gerðu mig lata en óvissan heldur mér á tánum,“ útskýrir Antonía. „Ég hef líka verið dugleg að leyfa fólki að fylgjast með mér á samfélagsmiðlum, það er öflugasta leiðin til að minna á sig í dag. Ef einhvern vantar aðila í verkefnið þá man fólk frekar eftir manni ef maður er virkur á samfélagsmiðlum,“ segir Antonía sem leggur mikla áherslu á að vera virk á Instagram en hún er þar undir nafninu @antonialar. Spurð út í hvernig sé að vera ung stelpa í leikstjórabransanum tekur Antonía smá tíma til umhugsunar.„Ég tek svolítið eftir því að karlmenn ráða frekar karlmenn. Ég finn að það er minna um traust þegar kemur að því að konur eigi að leikstýra karlmönnum. Það er smá svona „bara ég og strákarnir“-fílingur, sérstaklega í rappheiminum.“ „Ég held að þetta sé allt að breytast og þetta er að færast á jafnari vettvang,“ segir Antonía sem er þessa stundina í viðræðum við rapparann Xander, betur þekktan sem Black Pox. „En ég er reyndar að fara að flytja til New York, þannig að það er ekki víst að ég nái að taka að mér fleiri verkefni hér heima, nema að þau heilli mikið.“ Spurð út í hvað bíði hennar í New York segir Antonía: „Ég ætla bara að sjá til. Ég er með nokkur verkefni í kortunum þegar ég kem út. En ég er ekki mikið fyrir að plana of langt fram í tímann,“ segir hún og hlær. „Ég er meira fyrir það að leyfa lífinu bara að gerast og treysta sjálfri mér fyrir því að grípa tækifærin.“
Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira