Erlent

Maduro segir refsiaðgerðirnar sýna fram á „örvæntingu og hatur“ Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Refsiaðgerðirnar gegn Maduro taka til eigna sem forsetinn kann að hafa í Bandaríkjunum.
Refsiaðgerðirnar gegn Maduro taka til eigna sem forsetinn kann að hafa í Bandaríkjunum. Vísir/AFP
Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur nú tjáð sig um refsiaðgerðirnar sem Bandaríkjastjórn hefur beint gegn landinu og segir hann þær sýna fram á „örvæntingu og hatur“ Donald Trump Bandaríkjaforseta.

„Ég mun ekki fylgja skipunum nýlenduríkja. Ég fer ekki að vilja ríkisstjórna annarra ríkja. Ég er sjálfstæður forseti,“ segir Maduro.

Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að hún ætli að beita Maduro refsiaðgerðum fyrir að grafa undan lýðræðinu í heimalandi sínu. Hafa bandarísk stjórnvöld fordæmt kosningarnar og lýst Maduro sem „einræðisherra“ sem hunsi vilja venesúelsku þjóðarinnar.

Ákvörðunin kemur eftir atkvæðagreiðslu til stjórnlagaþings sem haldin var í Suður-Ameríkuríkinu um helgina. Stjórnarandstaðan í Venesúela, sem er með meirihluta í þjóðþinginu, sniðgekk kosningarnar.

Refsiaðgerðirnar gegn Maduro taka til eigna sem forsetinn kann að hafa í Bandaríkjunum.

Aðgerðir Bandaríkjastjórnar eru sérstakar þar sem þær beinast gegn sitjandi forseta.


Tengdar fréttir

Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela

Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×