Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Nicolas Maduro, forseti Venesúela, fagnaði sigri í kosningum til stjórnlagaþings um helgina. Alþjóðasamfélagið gagnrýnir úrslitin harðlega. vísir/afp Nicolas Maduro, forseti Venesúela, lýsti í gær yfir sigri í kosningum til nýs stjórnlagaþings sem alþjóðasamfélagið og fjölmargir Venesúelabúar hafa sagt að sé meiriháttar aðför að mannréttindum og lýðræði í landinu. Stjórnarandstæðingar í Venesúela hvöttu í gær íbúa landsins til þess að fjölmenna út á götur og mótmæla niðurstöðum kosninganna sem haldnar voru á sunnudag. Sigur Maduros í kosningunum gerir það að verkum að ríkisstjórn hans mun, að öðru óbreyttu, geta skipað nýtt 545 manna stjórnlagaþing sem mun koma í stað núverandi þings sem stjórnarandstæðingar stýra. Nýja stjórnlagaþingið mun fá umboð til að skrifa stjórnarskrá landsins upp á nýtt. Maduro sagði í ávarpi til venesúelsku þjóðarinnar í gær að stjórnlagaþingið myndi stuðla að auknum friði í landinu í kjölfar mikilla átaka og óeirða á undanförnum mánuðum og árum. Andstæðingar stjórnar Maduros sniðgengu hins vegar kosningarnar og hvöttu landsmenn til að gera slíkt hið sama. Þeir sögðu að það eina sem Maduro hefði í huga væri að nota stjórnlagaþingið sem átyllu til þess að auka völd sín. Bandaríska utanríkisráðuneytið fordæmdi kosningarnar og sagði í sérstakri yfirlýsingu að þeim væri aðeins ætlað að „leysa af hólmi þing réttkjörinna fulltrúa og grafa undan rétti Venesúelabúa til þess að ráða yfir sér sjálfum“. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, tók enn sterkar til orða og sagði kosningarnar enn eitt skref Maduros í einræðisátt.Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsinsvísir/epaFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti jafnframt yfir áhyggjum sínum af niðurstöðum kosninganna. „Atburðir síðustu daga hafa aukið áhyggjur Evrópusambandsins af því að lýðræði í Venesúela fari hnignandi,“ sagði Mina Andreeva, talskona framkvæmdastjórnarinnar, í samtali við fjölmiðla í gærmorgun. Hún bætti við að framkvæmdastjórnin gæti ómögulega viðurkennt úrslit kosninganna. Stjórnlagaþingið væri auk þess ekki til þess fallið að leysa þann mikla samfélagslega og pólitíska vanda sem við væri að etja í landinu. „Það er mikill sorgardagur fyrir lýðræði í Venesúela, Suður-Ameríku og í heiminum öllum þegar alþjóðasamningar, stjórnarskrá landsins og það sem skiptir mestu máli, vilji fólksins, er allt saman virt að vettugi,“ sagði Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins. Hörð og mikil mótmæli geisuðu vítt og breitt um Venesúela alla helgina. Létu tíu manns lífið í átökum á kosningadag, þar á meðal tvö ungmenni og einn hermaður. Kosningastjórnin tók fram að yfir átta milljónir manna, eða um 41,53 prósent þeirra sem hefðu kosningarétt, hefðu greitt atkvæði á sunnudaginn. Maduro fullyrti að það væri „mesta kosningaþátttaka í sögu byltingarinnar“ og átti þá við þau átján ár sem liðin eru síðan forveri hans, Hugo Chavez, komst fyrst til valda árið 1999. Stjórnarandstæðingar hafa hins vegar dregið fullyrðingu kosningastjórnarinnar í efa. Þannig sagði leiðtogi þeirra, Henrique Capriles, að kosningaþátttakan hefði verið minni en fimmtán prósent. Fjölmiðlar hafa auk þess bent á að afar tómlegt hafi verið um að litast á flestum kjörstöðum mest allan daginn. Samkvæmt skoðanakönnunum kenna um 86 prósent Venesúelabúa ríkisstjórn Maduros um ástandið sem ríkt hefur í landinu undanfarin ár. Skortur er á meira en áttatíu prósentum af öllum helstu nauðsynjavörum, þar á meðal matvælum og lyfjum, og hefur skorturinn líkast til sjaldan verið eins mikill og alvarlegur. Er efnahagur landsins sagður í molum. Maduro hefur hins vegar statt og stöðugt haldið því fram að voldug fyrirtæki séu, með hjálp Bandaríkjastjórnar, í efnahagslegu stríði við landið. Auk þess megi rekja ástandið að hluta til lágs olíuverðs, en olía er helsta útflutningsvara Venesúela. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, lýsti í gær yfir sigri í kosningum til nýs stjórnlagaþings sem alþjóðasamfélagið og fjölmargir Venesúelabúar hafa sagt að sé meiriháttar aðför að mannréttindum og lýðræði í landinu. Stjórnarandstæðingar í Venesúela hvöttu í gær íbúa landsins til þess að fjölmenna út á götur og mótmæla niðurstöðum kosninganna sem haldnar voru á sunnudag. Sigur Maduros í kosningunum gerir það að verkum að ríkisstjórn hans mun, að öðru óbreyttu, geta skipað nýtt 545 manna stjórnlagaþing sem mun koma í stað núverandi þings sem stjórnarandstæðingar stýra. Nýja stjórnlagaþingið mun fá umboð til að skrifa stjórnarskrá landsins upp á nýtt. Maduro sagði í ávarpi til venesúelsku þjóðarinnar í gær að stjórnlagaþingið myndi stuðla að auknum friði í landinu í kjölfar mikilla átaka og óeirða á undanförnum mánuðum og árum. Andstæðingar stjórnar Maduros sniðgengu hins vegar kosningarnar og hvöttu landsmenn til að gera slíkt hið sama. Þeir sögðu að það eina sem Maduro hefði í huga væri að nota stjórnlagaþingið sem átyllu til þess að auka völd sín. Bandaríska utanríkisráðuneytið fordæmdi kosningarnar og sagði í sérstakri yfirlýsingu að þeim væri aðeins ætlað að „leysa af hólmi þing réttkjörinna fulltrúa og grafa undan rétti Venesúelabúa til þess að ráða yfir sér sjálfum“. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, tók enn sterkar til orða og sagði kosningarnar enn eitt skref Maduros í einræðisátt.Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsinsvísir/epaFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti jafnframt yfir áhyggjum sínum af niðurstöðum kosninganna. „Atburðir síðustu daga hafa aukið áhyggjur Evrópusambandsins af því að lýðræði í Venesúela fari hnignandi,“ sagði Mina Andreeva, talskona framkvæmdastjórnarinnar, í samtali við fjölmiðla í gærmorgun. Hún bætti við að framkvæmdastjórnin gæti ómögulega viðurkennt úrslit kosninganna. Stjórnlagaþingið væri auk þess ekki til þess fallið að leysa þann mikla samfélagslega og pólitíska vanda sem við væri að etja í landinu. „Það er mikill sorgardagur fyrir lýðræði í Venesúela, Suður-Ameríku og í heiminum öllum þegar alþjóðasamningar, stjórnarskrá landsins og það sem skiptir mestu máli, vilji fólksins, er allt saman virt að vettugi,“ sagði Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins. Hörð og mikil mótmæli geisuðu vítt og breitt um Venesúela alla helgina. Létu tíu manns lífið í átökum á kosningadag, þar á meðal tvö ungmenni og einn hermaður. Kosningastjórnin tók fram að yfir átta milljónir manna, eða um 41,53 prósent þeirra sem hefðu kosningarétt, hefðu greitt atkvæði á sunnudaginn. Maduro fullyrti að það væri „mesta kosningaþátttaka í sögu byltingarinnar“ og átti þá við þau átján ár sem liðin eru síðan forveri hans, Hugo Chavez, komst fyrst til valda árið 1999. Stjórnarandstæðingar hafa hins vegar dregið fullyrðingu kosningastjórnarinnar í efa. Þannig sagði leiðtogi þeirra, Henrique Capriles, að kosningaþátttakan hefði verið minni en fimmtán prósent. Fjölmiðlar hafa auk þess bent á að afar tómlegt hafi verið um að litast á flestum kjörstöðum mest allan daginn. Samkvæmt skoðanakönnunum kenna um 86 prósent Venesúelabúa ríkisstjórn Maduros um ástandið sem ríkt hefur í landinu undanfarin ár. Skortur er á meira en áttatíu prósentum af öllum helstu nauðsynjavörum, þar á meðal matvælum og lyfjum, og hefur skorturinn líkast til sjaldan verið eins mikill og alvarlegur. Er efnahagur landsins sagður í molum. Maduro hefur hins vegar statt og stöðugt haldið því fram að voldug fyrirtæki séu, með hjálp Bandaríkjastjórnar, í efnahagslegu stríði við landið. Auk þess megi rekja ástandið að hluta til lágs olíuverðs, en olía er helsta útflutningsvara Venesúela.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15