
Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar
Staðbundin áhrif
Helstu deilurnar um uppbyggingu fiskeldis hafa staðið um það hvort fiskeldi hér við land gæti grandað villtum laxastofnum. Það var af þeirri ástæðu sem ákveðið var fyrir meira en áratug að loka langmestum hluta strandlengjunnar fyrir sjókvíaeldi. Fiskeldisfyrirtækin sjálf hafa gripið til sinna ráða til þess að tryggja að laxastofnarnir verði ekki fyrir tjóni af völdum starfsemi sinnar, svo sem með virku eftirliti og besta fáanlega búnaði, sem nú er búið að kveða á um með reglugerð. Og áfram mætti telja. Það er hafið yfir allan vafa að bættur búnaður hefur skilað árangri. Reynslan sem er jafnan ólygnust sýnir það og það hefur líka verið mat vísindastofnana okkar, svo sem Hafrannsóknastofnunar.
Tilhæfulausar dómsdagsspár
Nú hefur það síðan gerst að Hafrannsóknastofnun hefur lagt fram áhættumat sem varpar ákaflega athyglisverðu ljósi á þessa miklu deilu. Í áliti stofnunarinnar segir: „Þrátt fyrir verulega aukið umfang laxeldis spáir líkanið innblöndun (langt undir þröskuldsmörkum) í öllum helstu laxveiðiám landsins (nema Breiðdalsá). Helsta ástæðan fyrir þessari niðurstöðu er sú að eldissvæðin eru í mikilli fjarlægð frá helstu laxveiðiám og laxeldi er bannað á mjög stórum hluta strandlengjunnar. Í Noregi og Skotlandi eru eldissvæðin hins vegar oft í mikilli nálægð við helstu laxveiðiár og því verða blöndunaráhrifin mun meiri í þessum löndum.“ Áhrifin eru sem sagt staðbundin að mati stofnunarinnar, en ekki almenn, eins og margir hafa þó talið.
Hér er það sem sagt svart á hvítu. Dómsdagsspárnar hafa reynst tilhæfulausar. En þó þetta liggi nú fyrir á grundvelli mats láta þeir sem klifað hafa á þeim, eins og ekkert sé. Enn eru rangfærslurnar reiddar fram eins og ekkert sé, þvert ofan í mat Hafrannsóknastofnunarinnar.
Fiskeldið eflir byggðirnar
Þegar kemur að byggðaáhrifum fiskeldisins er hið sama uppi á teningnum. Tölurnar tala sínu máli; staðreyndirnar liggja fyrir. Uppbygging fiskeldis hefur eflt byggðir þar sem það er hafið hér á landi. Um það verður ekki deilt og auðvelt að reiða fram talnaleg gögn þar að lútandi. Það er ekki nóg með að fiskeldið skapi bein störf, heldur sýnir reynslan að margfeldisáhrifin af starfseminni eru mjög mikil og margvísleg. Í kjölfar fiskeldisuppbyggingar verða til störf í ferðaþjónustu, nýsköpun, margbreytilegri þjónustu og sprotastarfsemi. Ungt fólk flytur í byggðirnar, skólarnir sem áður voru að dragast upp eru fullsetnir. Tekjur sveitarfélaganna hafa aukist sem hefur gefið færi á nýrri og aukinni þjónustu og lægri gjaldheimtu. Fyrir vikið hafa byggðirnar eflst þar sem fiskeldið er til staðar.
Hverslu langt er eiginlega hægt að ganga fram í dellumakaríinu?
Þetta er ekki sér íslensk reynsla. Skoðum reynsluna frá Noregi eða Skotlandi. Lítum til Færeyja. Alls staðar er sömu sögu að segja. Þveröfugt við það sem afneitunarsinnarnir íslensku halda fram.
Og svo langt var gengið á dögunum í fullyrðingunum að því var haldið fram að fiskeldisuppbyggingin skaðaði byggðirnar bókstaflega! Þegar þessi speki barst út um landsins byggðir var hlegið hátt svo undir tók í fjöllunum.
– Hversu langt er eiginlega hægt að ganga fram í dellumakaríinu?
Höfundur er formaður Landssambands fiskeldisstöðva.
Skoðun

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar