Erlent

Tveir látnir og átta særðir eftir hnífa­á­rás í Finn­landi

Atli Ísleifsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa
Árásirnar eiga að hafa átt sér stað á Puutori-torgi og Markaðstoginu.
Árásirnar eiga að hafa átt sér stað á Puutori-torgi og Markaðstoginu. Vísir/afp
Tveir eru látnir og átta hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að hafa verið stungnir með hníf í miðborg finnsku borgarinnar Turku fyrr í dag. Lögregla segist hafa skotið mann sem grunaður er um aðild að árásunum. Lögregla útilokar ekki að fleiri hafi átt aðild að árásinni.

  • Árásirnar áttu sér stað Puutori-torgi og Markaðstorginu í Turku.
  • Lögregla segist vera með einn mann í haldi sem hafi verið skotinn í fótinn.
  • Fólk hefur verið beðið um að halda sig frá miðbæ borgarinnar.
  • Lögregla greinir frá því að tveir þeirra sem fluttir voru á sjúkrahús sé látnir.
  • YLE hefur eftir nafnlausum sjónarvotti að þrír menn hafi hlaupið um torgið, hrópað „Allahu Akhbar“ og stungið fólk með hnífum. Þetta hefur ekki fengist staðfest frá lögreglu.
Fylgjast má með framvindunni í dag í vaktinni að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira
×