Kennaramál á landsbyggðinni: „Við erum bara svolítið að missa unga fólkið frá okkur í ferðaþjónustu“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 12:00 Á vissum stöðum á landsbyggðinni er meira um leiðbeinendur en annars staðar. Staðan hefur verið fremur slæm á Hornafirði og Reykjanesi. Vísir/samsett mynd Talsvert hefur verið fjallað um kennaraskort í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Ástandið á landsbyggðinni er ansi misjafnt. Nokkuð er um að leiðbeinendur séu ráðnir í störf kennara. Kallast þeir leiðbeinendur sem ekki eru með leyfisbréf til kennslu í grunnskólum frá menntamálaráðherra. Undanþágunefnd grunnskólana sér um að fara yfir umsóknir skóla um að ráða leiðbeinendur í kennarastörf. Samkvæmt tölum frá undanþágunefnd, sem Vísir hefur undir höndum, má sjá að á síðasta skólaári 2016 til 2017, hafi heildarfjöldi umsókna á landinu verið 313 og nú er staðan sú að fyrir skólaárið 2017 til 2018 eru komnar inn 197 umsóknir og árið er rétt rúmlega hálfnað.Þórgunnur Torfadóttir, skólastjóri grunnskóla Hornafjarðar, segist vera með 10 leiðbeinendur í vinnu hjá sér.Grunnskóli HornafjarðarFæra sig í ferðaþjónustuna Á Reykjanesi sem og á Höfn í Hornafirði hefur staðan ekki verið góð þar sem kennarar hafi leitað í auknu mæli að vinnu í ferðaþjónustu. „Við erum bara svolítið að missa unga fólkið frá okkur í ferðaþjónustu,“ segir Þórgunnur Torfadóttir, skólastjóri Hornafjarðar, í samtali við Vísi. Hjá henni starfa tíu leiðbeinendur í kennarastöðum. „Ég er búin að full manna og flestir þessi leiðbeinendur eru með BS próf en eru ekki búnir að ljúka Master. Það er bara mikil samkeppni um fólk hérna hjá okkur,“ segir Þórgunnur jafnframt. Fá betri laun annars staðar Hún nefnir að ástandið sé að vera svipað og það var fyrir hrun en þá hafði ástandið aldrei verið verra. „Á síðustu tveimur árum er ég búin að missa sex unga kennara sem eru allir farnir að vinna við sín eigin fyrirtæki í ferðaþjónustu,“ segir Þórgunnur í samtali við Vísi. Þá segir hún að leiðbeinendum vanti jafnvel reynslu líka. Hún segir launamálin vera rót vandans. „Ég held að launakjör kennara hafi verulega mikið að segja. Eins og þær sögðu þessir kennarar sem fóru frá mér núna: Þórgunnur ég hef ekki efni á þessu, ég fæ bara miklu betri laun í hinni vinnunni,“ segir Þórgunnur en segist vona það besta.Helgi Arnarsson, sviðsstjóri Fræðslusviðs hjá Reykjanesbæ, segist telja að ástandið sé upp á við.ReykjanesbæFlugvöllurinn sogar til sín fólk Ástandið hefur einnig verið slæmt á Reykjanesi. „Við höfum alveg fundið fyrir þessum kennaraskorti undanfarin ár. Með bættu atvinnuástandi sérstaklega eins og hjá okkur hér. Við erum með stóryðju í flugvellinum sem sogar til sín fólk. En þess vegna kemur það mér á óvart að okkur gekk betur að ráða fyrir þetta haust heldur en í fyrra,“ segir Helgi Arnarson, sviðsstjóri Fræðslusviðs hjá Reykjanesbæ. Helgi segir þó að svo virðst sem ástandið sé þó að skána þar sem betur hafi gengið að ráða kennaramenntaða í störf fyrir þetta haust heldur en í fyrra. Helgi segir þó að hann sé ekki kominn með nýjustu tölulegar upplýsingar varðandi fjölda leiðbeinenda í kennarastöðum.Leiðbeinendur með háskólamenntun Hjá Ísafjarðarbæ eru einhverjir leiðbeinendur að vinna í öllum grunnskólum að undanskildum grunnskólanum á Þingeyri. Það er allt fólk með háskólamenntun og koma þeir í staðinn fyrir fólk sem til að mynda hefur sest í helgan stein eða flutt. Margrét Halldórsdóttir sviðstjóri skóla og frístundasviðs staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við erum bara að dekka það sem upp á vantar. Fólk er að hætta vegna aldurs og það er aðeins byrjað að fjölga hjá okkur aftur í grunnskólanum á Ísafirði. Við erum ekki að missa kennarana okkar, ekki þetta árið allavega, í önnur störf,“ segir Margrét. Ekki er ástandið slæmt alls staðar og segir Berglind Axelsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi, að þau séu með enga leiðbeinendur í kennarastöðum eins og staðan er núna að undanskildum tveimur sem eru að klára nám í haust. Hins vegar sé erfiðara fyrir þau að fá fólk í störf skólaliða þar sem þeir séu meira að sækja í ferðaþjónustuna.Rósa Ingvarsdóttir, kennari og formaður Kennarafélags Reykjavíkur.RósaBeiðnum hefur fjölgað Rósa Ingvarsdóttir, kennari og fulltrúi Kennarasambands Íslands í undanþágunefnd grunnskóla, segir að beiðnum um að ráða fólk í stöðu kennara án kennsluréttinda, hafi fjölgað. Segir hún kennaraskort vera ástæðu þess að illa gengur að manna fólk með réttindi í stöður. Rósa segir að ástandið hafi verið hvað verst fyrir efnahagskreppuna á árunum 2003 til 2009. Síðan hafi dregist smám saman úr umsóknunum en þær hafi aftur farið að aukast um 2012.Neyðarúrræði „Sums staðar næst ekki að manna skólanna með réttindakennurum. Börnin þurfa að vera í skóla og þá er þetta neyðarúrræði. Við eigum nóg af menntuðum kennurum út í samfélaginu. Við þurfum 4500 til 5000 kennara í grunnskólana en það eru um 10 þúsund manns þarna einhvers staðar út í atvinnulífinu sem eru með menntun þannig að helmingur kennara með menntun og leyfisbréf er ekki að kenna,“ segir Rósa í samtali við Vísi. Hún segir að samfélagið þurfi að skoða hvernig skólasamfélag það vilji bjóða upp á; hvort vilji sé til að hafa fagmenn í kennarastöðunum eða ekki. Þá þurfi margt að koma til líkt og bætt laun og vinnuumhverfi. „Við skoðum feril þeirra sem eru að sækja um og þeir sem eru með annað háskólanám eru samþykktir. En ef við erum með fólk sem er ekki neitt háskólanám og hefur engan námslegan grunn til að kenna þá er þeim hafnað. Þá hafa skólastjórar stundum skotið málinu til ráðherra sem hefur endanlegt ákvörðunarvald um það hvort hann fer á skjön við það sem undanþágunefnd gerir eða ekki,“ segir Rósa.Batnaði eftir aukið framboð náms „Ástandið út á landi batnaði á sumum stöðum eftir að fjarnámið frá Háskólanum á Akureyri og fleiri stöðum kom inn og fólk fór að geta tekið þetta með vinnu. Það lagaði dálítið vel stöðuna fyrir hrun en núna er staðan til dæmis á Reykjanesi mjög slæm. Þeir eru að missa sitt fólk allt upp á flugstöð og í ferðamannabransann,“ segir Rósa.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Fréttablaðið/StefánTelja ástandið fremur slæmt Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að þeir séu ekki með tölur á hreinu varðandi kennaraskort á landsbyggðinni. Hann segir samt sem áður að þeirra tilfinning sé sú að ástandið sé fremur slæmt og erfitt sé að manna stöður. „Ráðningar fara ekki í gegnum okkur. Við vitum ekki hvað margar stöður eru lausar eða hversu margir eru að sækja um. Hins vegar er það sterk tilfinning að þetta hafi breyst og að út á landi sé farið að vanta fleiri kennara heldur en hér á árum áður. Þetta hefur aðeins verið í bylgjum,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Ólafur segir jafnframt að kennarastarfið sé ekki samkeppnishæft í launum við önnur störf. Kjaramál Tengdar fréttir Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00 Formaður Félags framhaldsskólakennara gagnrýnir hugmyndir um einkarekna skóla og árangurstengd laun Guðríður gagnrýnir hugmyndir Áslaugar um árangurstengd laun. Hún segir að erfitt sé að meta frammistöðu kennara. Hún segir hugmyndina vera hættulega og líkir þessu við að bæta við launatengdu hvatakerfi fyrir lækna. 15. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Talsvert hefur verið fjallað um kennaraskort í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Ástandið á landsbyggðinni er ansi misjafnt. Nokkuð er um að leiðbeinendur séu ráðnir í störf kennara. Kallast þeir leiðbeinendur sem ekki eru með leyfisbréf til kennslu í grunnskólum frá menntamálaráðherra. Undanþágunefnd grunnskólana sér um að fara yfir umsóknir skóla um að ráða leiðbeinendur í kennarastörf. Samkvæmt tölum frá undanþágunefnd, sem Vísir hefur undir höndum, má sjá að á síðasta skólaári 2016 til 2017, hafi heildarfjöldi umsókna á landinu verið 313 og nú er staðan sú að fyrir skólaárið 2017 til 2018 eru komnar inn 197 umsóknir og árið er rétt rúmlega hálfnað.Þórgunnur Torfadóttir, skólastjóri grunnskóla Hornafjarðar, segist vera með 10 leiðbeinendur í vinnu hjá sér.Grunnskóli HornafjarðarFæra sig í ferðaþjónustuna Á Reykjanesi sem og á Höfn í Hornafirði hefur staðan ekki verið góð þar sem kennarar hafi leitað í auknu mæli að vinnu í ferðaþjónustu. „Við erum bara svolítið að missa unga fólkið frá okkur í ferðaþjónustu,“ segir Þórgunnur Torfadóttir, skólastjóri Hornafjarðar, í samtali við Vísi. Hjá henni starfa tíu leiðbeinendur í kennarastöðum. „Ég er búin að full manna og flestir þessi leiðbeinendur eru með BS próf en eru ekki búnir að ljúka Master. Það er bara mikil samkeppni um fólk hérna hjá okkur,“ segir Þórgunnur jafnframt. Fá betri laun annars staðar Hún nefnir að ástandið sé að vera svipað og það var fyrir hrun en þá hafði ástandið aldrei verið verra. „Á síðustu tveimur árum er ég búin að missa sex unga kennara sem eru allir farnir að vinna við sín eigin fyrirtæki í ferðaþjónustu,“ segir Þórgunnur í samtali við Vísi. Þá segir hún að leiðbeinendum vanti jafnvel reynslu líka. Hún segir launamálin vera rót vandans. „Ég held að launakjör kennara hafi verulega mikið að segja. Eins og þær sögðu þessir kennarar sem fóru frá mér núna: Þórgunnur ég hef ekki efni á þessu, ég fæ bara miklu betri laun í hinni vinnunni,“ segir Þórgunnur en segist vona það besta.Helgi Arnarsson, sviðsstjóri Fræðslusviðs hjá Reykjanesbæ, segist telja að ástandið sé upp á við.ReykjanesbæFlugvöllurinn sogar til sín fólk Ástandið hefur einnig verið slæmt á Reykjanesi. „Við höfum alveg fundið fyrir þessum kennaraskorti undanfarin ár. Með bættu atvinnuástandi sérstaklega eins og hjá okkur hér. Við erum með stóryðju í flugvellinum sem sogar til sín fólk. En þess vegna kemur það mér á óvart að okkur gekk betur að ráða fyrir þetta haust heldur en í fyrra,“ segir Helgi Arnarson, sviðsstjóri Fræðslusviðs hjá Reykjanesbæ. Helgi segir þó að svo virðst sem ástandið sé þó að skána þar sem betur hafi gengið að ráða kennaramenntaða í störf fyrir þetta haust heldur en í fyrra. Helgi segir þó að hann sé ekki kominn með nýjustu tölulegar upplýsingar varðandi fjölda leiðbeinenda í kennarastöðum.Leiðbeinendur með háskólamenntun Hjá Ísafjarðarbæ eru einhverjir leiðbeinendur að vinna í öllum grunnskólum að undanskildum grunnskólanum á Þingeyri. Það er allt fólk með háskólamenntun og koma þeir í staðinn fyrir fólk sem til að mynda hefur sest í helgan stein eða flutt. Margrét Halldórsdóttir sviðstjóri skóla og frístundasviðs staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við erum bara að dekka það sem upp á vantar. Fólk er að hætta vegna aldurs og það er aðeins byrjað að fjölga hjá okkur aftur í grunnskólanum á Ísafirði. Við erum ekki að missa kennarana okkar, ekki þetta árið allavega, í önnur störf,“ segir Margrét. Ekki er ástandið slæmt alls staðar og segir Berglind Axelsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi, að þau séu með enga leiðbeinendur í kennarastöðum eins og staðan er núna að undanskildum tveimur sem eru að klára nám í haust. Hins vegar sé erfiðara fyrir þau að fá fólk í störf skólaliða þar sem þeir séu meira að sækja í ferðaþjónustuna.Rósa Ingvarsdóttir, kennari og formaður Kennarafélags Reykjavíkur.RósaBeiðnum hefur fjölgað Rósa Ingvarsdóttir, kennari og fulltrúi Kennarasambands Íslands í undanþágunefnd grunnskóla, segir að beiðnum um að ráða fólk í stöðu kennara án kennsluréttinda, hafi fjölgað. Segir hún kennaraskort vera ástæðu þess að illa gengur að manna fólk með réttindi í stöður. Rósa segir að ástandið hafi verið hvað verst fyrir efnahagskreppuna á árunum 2003 til 2009. Síðan hafi dregist smám saman úr umsóknunum en þær hafi aftur farið að aukast um 2012.Neyðarúrræði „Sums staðar næst ekki að manna skólanna með réttindakennurum. Börnin þurfa að vera í skóla og þá er þetta neyðarúrræði. Við eigum nóg af menntuðum kennurum út í samfélaginu. Við þurfum 4500 til 5000 kennara í grunnskólana en það eru um 10 þúsund manns þarna einhvers staðar út í atvinnulífinu sem eru með menntun þannig að helmingur kennara með menntun og leyfisbréf er ekki að kenna,“ segir Rósa í samtali við Vísi. Hún segir að samfélagið þurfi að skoða hvernig skólasamfélag það vilji bjóða upp á; hvort vilji sé til að hafa fagmenn í kennarastöðunum eða ekki. Þá þurfi margt að koma til líkt og bætt laun og vinnuumhverfi. „Við skoðum feril þeirra sem eru að sækja um og þeir sem eru með annað háskólanám eru samþykktir. En ef við erum með fólk sem er ekki neitt háskólanám og hefur engan námslegan grunn til að kenna þá er þeim hafnað. Þá hafa skólastjórar stundum skotið málinu til ráðherra sem hefur endanlegt ákvörðunarvald um það hvort hann fer á skjön við það sem undanþágunefnd gerir eða ekki,“ segir Rósa.Batnaði eftir aukið framboð náms „Ástandið út á landi batnaði á sumum stöðum eftir að fjarnámið frá Háskólanum á Akureyri og fleiri stöðum kom inn og fólk fór að geta tekið þetta með vinnu. Það lagaði dálítið vel stöðuna fyrir hrun en núna er staðan til dæmis á Reykjanesi mjög slæm. Þeir eru að missa sitt fólk allt upp á flugstöð og í ferðamannabransann,“ segir Rósa.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Fréttablaðið/StefánTelja ástandið fremur slæmt Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að þeir séu ekki með tölur á hreinu varðandi kennaraskort á landsbyggðinni. Hann segir samt sem áður að þeirra tilfinning sé sú að ástandið sé fremur slæmt og erfitt sé að manna stöður. „Ráðningar fara ekki í gegnum okkur. Við vitum ekki hvað margar stöður eru lausar eða hversu margir eru að sækja um. Hins vegar er það sterk tilfinning að þetta hafi breyst og að út á landi sé farið að vanta fleiri kennara heldur en hér á árum áður. Þetta hefur aðeins verið í bylgjum,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Ólafur segir jafnframt að kennarastarfið sé ekki samkeppnishæft í launum við önnur störf.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00 Formaður Félags framhaldsskólakennara gagnrýnir hugmyndir um einkarekna skóla og árangurstengd laun Guðríður gagnrýnir hugmyndir Áslaugar um árangurstengd laun. Hún segir að erfitt sé að meta frammistöðu kennara. Hún segir hugmyndina vera hættulega og líkir þessu við að bæta við launatengdu hvatakerfi fyrir lækna. 15. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00
Formaður Félags framhaldsskólakennara gagnrýnir hugmyndir um einkarekna skóla og árangurstengd laun Guðríður gagnrýnir hugmyndir Áslaugar um árangurstengd laun. Hún segir að erfitt sé að meta frammistöðu kennara. Hún segir hugmyndina vera hættulega og líkir þessu við að bæta við launatengdu hvatakerfi fyrir lækna. 15. ágúst 2017 15:55