Hryðjuverk í Barselóna: Það sem við vitum í lok dags Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. ágúst 2017 23:35 Lögreglan lokaði miðborg Barselóna í um 6 klukkustundir meðan hún rannsakaði vettvang árásarinnar. Vísir/getty Sendiferðabíl var ekið inn í hóp fólks í miðborg Barselóna um klukkan 15 að íslenskum tíma. Atvikið er rannsakað sem hryðjuverk. Um er að ræða mannskæðustu árás á spænskri grundu síðan 191 lést í sprengingum í Madríd árið 2004. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Katalóníu og haldin verður mínútuþögn á Plaça Catalunya í hádeginu á morgun. Þetta er það sem liggur fyrir um árásina undir lok dags.Hvítum Fiat-sendiferðabíl var ekið niður verslunargötuna Römbluna í miðborg Barselóna.Hið minnsta 13 eru látnir og rúmlega 100 eru slasaðir, þar af 15 alvarlega. Yfirvöld segja fórnarlömbin vera af 18 þjóðernum. Vitað er að einn Belgi og þrír Þjóðverjar létu lífið. Þá særðist ein áströlsk kona lífshættulega.Búið er að handtaka tvo menn í tengslum við málið. Annar mannanna hefur verið nafngreindur sem Driss Oukabir, 28 ára gamall Spánverji af marokkóskum uppruna. Skilríki hans fundust í hvíta sendiferðabílnum og talið er hann hafi tekið bílinn á leigu. Hann hefur neitað allri sök og segir að bróðir sinn hafi stolið skilríkjunum og skilið þau eftir í bílnum. Hann var handtekinn í bænum Ripoll. Lögreglumenn rannska nú bílinn sem notaður var til verksins. Skilríki fundust í framsætinu.Minna er vitað um hinn manninn. Þó hefur komið fram að hann sé frá hafnarborginni Melilla á norðurströnd Afríku. Hann er líka spænskur ríkisborgari og var handtekinn í Alcanar.Hvorugur mannanna sem eru í haldi lögreglu eru sagðir vera ökumenn sendibílsins. Lögreglan telur hann vera ennþá á flótta. Hann hljóp af vettvangi og er ekki talinn vopnaður.Þá lagði lögreglan hald á annan bíl í borginni Vic, sem er í 72 kílómetra fjarlægð frá Römblunni. Talið er að sú bifreið hafi verið notuð til að komast undan.Ekki er vitað hvað árásarmönnunum gekk til með árásinni. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki segir þá þó hafa verið „hermenn“ á þeirra vegum. Því er þó tekið með fyrirvara enda samtökin gjörn á að lýsa ábyrgð á ódæðum á hendur sér þó svo að enginn fótur kunni að vera fyrir því.Árásin á Römblunni er sögð tengjast húsi sem sprakk í Alcanar, bæ um 200 kílómetra sunnan við Barselóna, í gær. Við rannsókn lögreglunnar fundust 20 gaskútar í rústum hússins sem og efni til sprengjugerðar. Einn lést í sprengingunni.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið girt af í rúmlega 6 klukkustundir eftir árásina.Fjöldi Íslendinga er í Barselóna og hafa þeir í samtali við Vísi í dag lýst aðstæðunum í borginni. Viðtöl við þá má nálgast hér, hér og hér. Talið er að sprenging í bænum Alcanar tengist ódæðinu á Römblunni með einhverjum hætti.Þá var ökumaður skotinn til bana í útjaðri Barselóna ekki löngu eftir árásina á Römblunni. Hann hafði ekið á tvo lögreglumenn sem særðust lítillega. Ökumaðurinn er ekki talinn tengjast árásinni í miðborg Barselóna á nokkurn hátt.Skömmu fyrir miðnætti greindi lögreglan frá því að það stæðu yfir aðgerðir í hafnarbænum Cambrils sem er í um 120 kílómetra fjarlægð frá Barselóna. Hún hefur staðfest að aðgerðirnar tengist hryðjuverkum með einhverjum hætti en hefur ekki viljað gefa nánari upplýsingar að svo stöddu. Cambrils er vinsæll ferðamannastaður. Hér að neðan má fræðast um atburðarásinni eins og hún þróaðist í dag.
Sendiferðabíl var ekið inn í hóp fólks í miðborg Barselóna um klukkan 15 að íslenskum tíma. Atvikið er rannsakað sem hryðjuverk. Um er að ræða mannskæðustu árás á spænskri grundu síðan 191 lést í sprengingum í Madríd árið 2004. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Katalóníu og haldin verður mínútuþögn á Plaça Catalunya í hádeginu á morgun. Þetta er það sem liggur fyrir um árásina undir lok dags.Hvítum Fiat-sendiferðabíl var ekið niður verslunargötuna Römbluna í miðborg Barselóna.Hið minnsta 13 eru látnir og rúmlega 100 eru slasaðir, þar af 15 alvarlega. Yfirvöld segja fórnarlömbin vera af 18 þjóðernum. Vitað er að einn Belgi og þrír Þjóðverjar létu lífið. Þá særðist ein áströlsk kona lífshættulega.Búið er að handtaka tvo menn í tengslum við málið. Annar mannanna hefur verið nafngreindur sem Driss Oukabir, 28 ára gamall Spánverji af marokkóskum uppruna. Skilríki hans fundust í hvíta sendiferðabílnum og talið er hann hafi tekið bílinn á leigu. Hann hefur neitað allri sök og segir að bróðir sinn hafi stolið skilríkjunum og skilið þau eftir í bílnum. Hann var handtekinn í bænum Ripoll. Lögreglumenn rannska nú bílinn sem notaður var til verksins. Skilríki fundust í framsætinu.Minna er vitað um hinn manninn. Þó hefur komið fram að hann sé frá hafnarborginni Melilla á norðurströnd Afríku. Hann er líka spænskur ríkisborgari og var handtekinn í Alcanar.Hvorugur mannanna sem eru í haldi lögreglu eru sagðir vera ökumenn sendibílsins. Lögreglan telur hann vera ennþá á flótta. Hann hljóp af vettvangi og er ekki talinn vopnaður.Þá lagði lögreglan hald á annan bíl í borginni Vic, sem er í 72 kílómetra fjarlægð frá Römblunni. Talið er að sú bifreið hafi verið notuð til að komast undan.Ekki er vitað hvað árásarmönnunum gekk til með árásinni. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki segir þá þó hafa verið „hermenn“ á þeirra vegum. Því er þó tekið með fyrirvara enda samtökin gjörn á að lýsa ábyrgð á ódæðum á hendur sér þó svo að enginn fótur kunni að vera fyrir því.Árásin á Römblunni er sögð tengjast húsi sem sprakk í Alcanar, bæ um 200 kílómetra sunnan við Barselóna, í gær. Við rannsókn lögreglunnar fundust 20 gaskútar í rústum hússins sem og efni til sprengjugerðar. Einn lést í sprengingunni.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið girt af í rúmlega 6 klukkustundir eftir árásina.Fjöldi Íslendinga er í Barselóna og hafa þeir í samtali við Vísi í dag lýst aðstæðunum í borginni. Viðtöl við þá má nálgast hér, hér og hér. Talið er að sprenging í bænum Alcanar tengist ódæðinu á Römblunni með einhverjum hætti.Þá var ökumaður skotinn til bana í útjaðri Barselóna ekki löngu eftir árásina á Römblunni. Hann hafði ekið á tvo lögreglumenn sem særðust lítillega. Ökumaðurinn er ekki talinn tengjast árásinni í miðborg Barselóna á nokkurn hátt.Skömmu fyrir miðnætti greindi lögreglan frá því að það stæðu yfir aðgerðir í hafnarbænum Cambrils sem er í um 120 kílómetra fjarlægð frá Barselóna. Hún hefur staðfest að aðgerðirnar tengist hryðjuverkum með einhverjum hætti en hefur ekki viljað gefa nánari upplýsingar að svo stöddu. Cambrils er vinsæll ferðamannastaður. Hér að neðan má fræðast um atburðarásinni eins og hún þróaðist í dag.
Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Kristbjörg lagði í stað þess að fara á staðinn sem hryðjuverkin voru framin í dag. 17. ágúst 2017 17:31 Hrafnhildur heyrði sendiferðabílinn aka á fólkið Hrafnhildur og vinkona hennar flúðu af vettvangi hryðjuverkaárásarinnar í dag. 17. ágúst 2017 19:30 Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Kristbjörg lagði í stað þess að fara á staðinn sem hryðjuverkin voru framin í dag. 17. ágúst 2017 17:31
Hrafnhildur heyrði sendiferðabílinn aka á fólkið Hrafnhildur og vinkona hennar flúðu af vettvangi hryðjuverkaárásarinnar í dag. 17. ágúst 2017 19:30
Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13