Gylfi og Guttagarður heilla alla Íslendinga Benedikt Bóas skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Það má búast við íslendingaflóði á leikjum á Goodison. NordicPhotos/Getty „Það er búið að koma mjög mikið af fyrirspurnum að undanförnu. Það eru greinilega mjög margir sem vilja sjá Gylfa spila og mér sýnist að Guttagarður sé málið,“ segir Þór Bæring hjá Gaman Ferðum en hann býður upp á ferðir til Liverpool-borgar ásamt miðum á Goodison Park, sem stundum hefur verið nefndur Guttagarður. Eftir að Gylfi skrifaði undir hjá Everton hefur sannkallað Everton-æði gripið landann. Samkvæmt svörum hjá knattspyrnuversluninni Jóa útherja var lítið til af Everton-búningum en búðin var með alla anga úti til að tryggja sér fleiri treyjur. Síminn stoppaði varla eftir að Gylfi skrifaði undir og eftirspurnin gríðarleg eftir bláa búningnum. Haraldur Örn Hannesson, formaður Everton-klúbbsins á Íslandi, er staddur á Krít en segir að einhver fjölgun hafi orðið á félagsmönnum. Næsti fundur klúbbsins er eftir leikinn gegn Manchester City á mánudag og býst Haraldur við að Ölver, þar sem klúbburinn hittist til að horfa á leiki, verði kjaftfullt. „Ég geri ráð fyrir að okkar félagsmenn mæti allir á Ölver og stuðningsmenn Gylfa sömuleiðis. Þetta verður trúlega fyrsti leikurinn hans gegn liði sem er spáð góðu gengi. Það má því búast við risamætingu.“ Árgjaldið í klúbbinn er 3.000 krónur en ekki er rukkað fyrir stuðningsmenn yngri en 18 ára. Þór segir að engir aðrir Norðurlandabúar séu í Everton sem skipti máli því Gaman Ferðir séu í samstarfi við norrænar ferðaskrifstofur um miða á leiki í ensku deildinni. „Ég geng í þennan lager og fyrst það eru engir aðrir Norðurlandabúar í liðinu þá er ég nokkuð öruggur um miða á Goodison. Á síðasta tímabili fóru Svíarnir villt og galið á leiki með Manchester United út af Zlatan Ibrahimovic og einokuðu þar með miðana þangað,“ segir hann. Örskömmu síðar hafði 10 manna hópur keypt sér miða á leik Everton og Watford sem er daginn eftir viðureign Manchester City og Arsenal. „Það var erfitt að komast til Swansea og fáir sem fóru þangað en það eru mun betri samgöngur til Liverpool þannig að ég sé fram á skemmtilegan vetur,“ bætir hann við. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Sjá meira
„Það er búið að koma mjög mikið af fyrirspurnum að undanförnu. Það eru greinilega mjög margir sem vilja sjá Gylfa spila og mér sýnist að Guttagarður sé málið,“ segir Þór Bæring hjá Gaman Ferðum en hann býður upp á ferðir til Liverpool-borgar ásamt miðum á Goodison Park, sem stundum hefur verið nefndur Guttagarður. Eftir að Gylfi skrifaði undir hjá Everton hefur sannkallað Everton-æði gripið landann. Samkvæmt svörum hjá knattspyrnuversluninni Jóa útherja var lítið til af Everton-búningum en búðin var með alla anga úti til að tryggja sér fleiri treyjur. Síminn stoppaði varla eftir að Gylfi skrifaði undir og eftirspurnin gríðarleg eftir bláa búningnum. Haraldur Örn Hannesson, formaður Everton-klúbbsins á Íslandi, er staddur á Krít en segir að einhver fjölgun hafi orðið á félagsmönnum. Næsti fundur klúbbsins er eftir leikinn gegn Manchester City á mánudag og býst Haraldur við að Ölver, þar sem klúbburinn hittist til að horfa á leiki, verði kjaftfullt. „Ég geri ráð fyrir að okkar félagsmenn mæti allir á Ölver og stuðningsmenn Gylfa sömuleiðis. Þetta verður trúlega fyrsti leikurinn hans gegn liði sem er spáð góðu gengi. Það má því búast við risamætingu.“ Árgjaldið í klúbbinn er 3.000 krónur en ekki er rukkað fyrir stuðningsmenn yngri en 18 ára. Þór segir að engir aðrir Norðurlandabúar séu í Everton sem skipti máli því Gaman Ferðir séu í samstarfi við norrænar ferðaskrifstofur um miða á leiki í ensku deildinni. „Ég geng í þennan lager og fyrst það eru engir aðrir Norðurlandabúar í liðinu þá er ég nokkuð öruggur um miða á Goodison. Á síðasta tímabili fóru Svíarnir villt og galið á leiki með Manchester United út af Zlatan Ibrahimovic og einokuðu þar með miðana þangað,“ segir hann. Örskömmu síðar hafði 10 manna hópur keypt sér miða á leik Everton og Watford sem er daginn eftir viðureign Manchester City og Arsenal. „Það var erfitt að komast til Swansea og fáir sem fóru þangað en það eru mun betri samgöngur til Liverpool þannig að ég sé fram á skemmtilegan vetur,“ bætir hann við.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Sjá meira