Skóli án aðgreiningar Jón Sigurgeirsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Í þessari viku hef ég talað við tvær mæður sem báðar áttu barn með Asperger heilkenni. Annað barnið er að komast á unglingsaldur og móðirin taldi engan skilning vera á þörfum þess innan skólans. Hún sagði barnið bráðgreint og næði afbragðsárangri á þeim sviðum sem það einbeitir sér að, en félli illa í mótið sem skólinn setti fyrir „meðalnemandann“. Ég starfaði um tíma hjá Blindrafélaginu þegar skóli án aðgreiningar var settur á legg. Ég fór til stuðnings níu ára barni inn í bekk. Engin þekking var á þörfum þess, engin kunnátta í blindraletri og nemandinn sjálfur sagðist kenna kennaranum að kenna sér. Síðan hefur verið sett á stofn þekkingarmiðstöð sem styður við kennara slíkra barna. Mér er ekki kunnugt um að slík stofnun sé til fyrir börn með innhverfu, ofvirkni eða sértæka námsörðugleika, börn sem hafa hæfileika en þurfa sértækan stuðning til geta nýtt þá sér og öðrum til gagns. Ég hef ástæðu til að ætla að skóli án aðgreiningar hafi ekki verið undirbúinn nægjanlega þegar honum var komið á. Það er svo sem ekkert óvanalegt að við Íslendingar stingum hausnum í sandinn og teljum að hlutirnir reddist. Meðal raka fyrir skóla án aðgreiningar á sínum tíma var að öll börn gætu stundað nám í heimabyggð og ekki þyrfti að senda ung börn frá foreldrum sínum. Þetta eru gild rök. Það var hins vegar ekki tekið tillit til þess að þá þyrfti að „senda“ þekkinguna í heimabyggð. Ég tel þjóðfélagslega óhagkvæmt að hvert sveitarfélag komi sér upp þekkingu á öllum sérþörfum sinna nemenda. Ég tel líka að skóli án aðgreiningar sé feilspor þrátt fyrir ofangreind rök ef það leiðir til lakari þjónustu við nemendur með sérþarfir. Ríkið verður því að veita sveitarfélögunum stuðning svipaðan og Þekkingarmiðstöð blindra veitir. Í almennri umræðu er stundum gagnrýnt hve mörg börn hafa greiningar. Menn telja þær ofnotaðar. Ekki er endilega verið að sjúkdómsvæða hlutina heldur að meta hvernig einstaklingur fellur að því móti sem skólakerfið er og hvar viðkomandi þarf stuðning. Það er ekki endilega miklu meira fé sem þarf heldur hagkvæmt skipulag sem skilar sem bestum árangri og skilgreinir hlutverk ríkis og sveitarfélaga svo og einstakra stofnana þeirra. Við hljótum öll að vera sammála því að uppvaxandi kynslóð er það mikilvægasta í lífi okkar. Allt annað er hjóm eitt. Ekki aðeins sumir einstaklingar heldur sérhver einstaklingur í samræmi við manngildishugsun okkar stjórnarskrár. Framtíð Íslands ræðst af því hvernig við nýtum mannauðinn og leyfum sérhverjum einstaklingi að ná þeim árangri sem hæfileikar viðkomandi leyfa. Nýlega var skólakerfið okkar tekið út af erlendum sérfræðingum og má finna úttektina á vef menntamálaráðuneytis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari viku hef ég talað við tvær mæður sem báðar áttu barn með Asperger heilkenni. Annað barnið er að komast á unglingsaldur og móðirin taldi engan skilning vera á þörfum þess innan skólans. Hún sagði barnið bráðgreint og næði afbragðsárangri á þeim sviðum sem það einbeitir sér að, en félli illa í mótið sem skólinn setti fyrir „meðalnemandann“. Ég starfaði um tíma hjá Blindrafélaginu þegar skóli án aðgreiningar var settur á legg. Ég fór til stuðnings níu ára barni inn í bekk. Engin þekking var á þörfum þess, engin kunnátta í blindraletri og nemandinn sjálfur sagðist kenna kennaranum að kenna sér. Síðan hefur verið sett á stofn þekkingarmiðstöð sem styður við kennara slíkra barna. Mér er ekki kunnugt um að slík stofnun sé til fyrir börn með innhverfu, ofvirkni eða sértæka námsörðugleika, börn sem hafa hæfileika en þurfa sértækan stuðning til geta nýtt þá sér og öðrum til gagns. Ég hef ástæðu til að ætla að skóli án aðgreiningar hafi ekki verið undirbúinn nægjanlega þegar honum var komið á. Það er svo sem ekkert óvanalegt að við Íslendingar stingum hausnum í sandinn og teljum að hlutirnir reddist. Meðal raka fyrir skóla án aðgreiningar á sínum tíma var að öll börn gætu stundað nám í heimabyggð og ekki þyrfti að senda ung börn frá foreldrum sínum. Þetta eru gild rök. Það var hins vegar ekki tekið tillit til þess að þá þyrfti að „senda“ þekkinguna í heimabyggð. Ég tel þjóðfélagslega óhagkvæmt að hvert sveitarfélag komi sér upp þekkingu á öllum sérþörfum sinna nemenda. Ég tel líka að skóli án aðgreiningar sé feilspor þrátt fyrir ofangreind rök ef það leiðir til lakari þjónustu við nemendur með sérþarfir. Ríkið verður því að veita sveitarfélögunum stuðning svipaðan og Þekkingarmiðstöð blindra veitir. Í almennri umræðu er stundum gagnrýnt hve mörg börn hafa greiningar. Menn telja þær ofnotaðar. Ekki er endilega verið að sjúkdómsvæða hlutina heldur að meta hvernig einstaklingur fellur að því móti sem skólakerfið er og hvar viðkomandi þarf stuðning. Það er ekki endilega miklu meira fé sem þarf heldur hagkvæmt skipulag sem skilar sem bestum árangri og skilgreinir hlutverk ríkis og sveitarfélaga svo og einstakra stofnana þeirra. Við hljótum öll að vera sammála því að uppvaxandi kynslóð er það mikilvægasta í lífi okkar. Allt annað er hjóm eitt. Ekki aðeins sumir einstaklingar heldur sérhver einstaklingur í samræmi við manngildishugsun okkar stjórnarskrár. Framtíð Íslands ræðst af því hvernig við nýtum mannauðinn og leyfum sérhverjum einstaklingi að ná þeim árangri sem hæfileikar viðkomandi leyfa. Nýlega var skólakerfið okkar tekið út af erlendum sérfræðingum og má finna úttektina á vef menntamálaráðuneytis.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar