Malala fær inngöngu í Oxford Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 11:51 Malala Yousafzai er nú orðin 20 ára gömul. Vísir/Getty Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai hefur hlotið inngöngu í Oxford háskóla. Hún tilkynnti þetta á Twitter síðu sinni og óskaði öllum þeim nemendum til hamingju sem fengu niðurstöður sínar úr A prófum í dag. Malala hyggst nema heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði við hinn sögufræga skóla. Hún er yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels. Malala er fædd í Pakistan þann 12. júlí 1997. Hún ólst upp í héraði Pakistan sem Talíbanar stjórnuðu en þeir bönnuðu stúlkum að sækja nám. Árið 2009 hóf Malala að skrifa á bloggsíðu fyrir BBC undir dulnefni. Þar lýsti hún lífi sínu undir stjórn Talíbana og fjallaði um að auka réttindi stúlkna til menntunnar. Vegna skrifa sinna hótuðu Talíbanar að drepa hana og föður hennar. Þann 9. október 2012 sat hún í skólarútu í heimabæ sínum, Mingora, og var á leið heim úr skólanum sem faðir hennar stofnaði. Þá gekk maður um borð og spurði hana hvort hún héti Malala. Því svaraði hún játandi. Maðurinn dró upp byssu og skaut hana í höfuðið. Hún hefur haldið baráttu sinni áfram og árið 2013 nefndi Time hana sem eina af hundrað áhrifamestu einstaklingum heimsins. Einnig hefur hún gefið út bókina: „Ég er Malala: Stúlkan sem stóð upp fyrir menntun og var skotin af Talíbönum.“So excited to go to Oxford!! Well done to all A-level students - the hardest year. Best wishes for life ahead! pic.twitter.com/miIwK6fNSf— Malala (@Malala) August 17, 2017 Tengdar fréttir Malala Yousafzai og Kailash Satyarti fá friðarverðlaun Nóbels Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. 10. október 2014 08:38 Malala dúxaði Yngsta friðarverðlaunahafa Nóbels gekk einstaklega vel á lokaprófum sínum. 21. ágúst 2015 15:38 Malala segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist börnunum í Sýrlandi. 12. júlí 2015 21:28 Malala gefur verðlaunafé til uppbyggingar á Gaza Malala Yousafzai hyggst gefa 50.000 Bandaríkjadali til Sameinuðu þjóðanna svo byggja megi upp skóla á Gazaströndinni sem eyðilögðust í stríði Ísraels og Palestínu fyrr á árinu. 30. október 2014 07:29 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai hefur hlotið inngöngu í Oxford háskóla. Hún tilkynnti þetta á Twitter síðu sinni og óskaði öllum þeim nemendum til hamingju sem fengu niðurstöður sínar úr A prófum í dag. Malala hyggst nema heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði við hinn sögufræga skóla. Hún er yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels. Malala er fædd í Pakistan þann 12. júlí 1997. Hún ólst upp í héraði Pakistan sem Talíbanar stjórnuðu en þeir bönnuðu stúlkum að sækja nám. Árið 2009 hóf Malala að skrifa á bloggsíðu fyrir BBC undir dulnefni. Þar lýsti hún lífi sínu undir stjórn Talíbana og fjallaði um að auka réttindi stúlkna til menntunnar. Vegna skrifa sinna hótuðu Talíbanar að drepa hana og föður hennar. Þann 9. október 2012 sat hún í skólarútu í heimabæ sínum, Mingora, og var á leið heim úr skólanum sem faðir hennar stofnaði. Þá gekk maður um borð og spurði hana hvort hún héti Malala. Því svaraði hún játandi. Maðurinn dró upp byssu og skaut hana í höfuðið. Hún hefur haldið baráttu sinni áfram og árið 2013 nefndi Time hana sem eina af hundrað áhrifamestu einstaklingum heimsins. Einnig hefur hún gefið út bókina: „Ég er Malala: Stúlkan sem stóð upp fyrir menntun og var skotin af Talíbönum.“So excited to go to Oxford!! Well done to all A-level students - the hardest year. Best wishes for life ahead! pic.twitter.com/miIwK6fNSf— Malala (@Malala) August 17, 2017
Tengdar fréttir Malala Yousafzai og Kailash Satyarti fá friðarverðlaun Nóbels Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. 10. október 2014 08:38 Malala dúxaði Yngsta friðarverðlaunahafa Nóbels gekk einstaklega vel á lokaprófum sínum. 21. ágúst 2015 15:38 Malala segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist börnunum í Sýrlandi. 12. júlí 2015 21:28 Malala gefur verðlaunafé til uppbyggingar á Gaza Malala Yousafzai hyggst gefa 50.000 Bandaríkjadali til Sameinuðu þjóðanna svo byggja megi upp skóla á Gazaströndinni sem eyðilögðust í stríði Ísraels og Palestínu fyrr á árinu. 30. október 2014 07:29 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Malala Yousafzai og Kailash Satyarti fá friðarverðlaun Nóbels Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. 10. október 2014 08:38
Malala dúxaði Yngsta friðarverðlaunahafa Nóbels gekk einstaklega vel á lokaprófum sínum. 21. ágúst 2015 15:38
Malala segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist börnunum í Sýrlandi. 12. júlí 2015 21:28
Malala gefur verðlaunafé til uppbyggingar á Gaza Malala Yousafzai hyggst gefa 50.000 Bandaríkjadali til Sameinuðu þjóðanna svo byggja megi upp skóla á Gazaströndinni sem eyðilögðust í stríði Ísraels og Palestínu fyrr á árinu. 30. október 2014 07:29