TAKK #SAS: Íslendingar féllu í hrönnum fyrir Facebook-svindli Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 13:15 Áður en ljóst var að um gabb væri að ræða deildu Íslendingar könnuninni í hrönnum, vongóðir um að geta skellt sér í frí með SAS. Vísir/Skjáskot Facebook-svindl, þar sem notendum var boðið að taka þátt í könnun á vegum flugfélagsins SAS í von um að vinna flugmiða, fór eins og eldur í sinu um vefinn í gær. Íslendingar deildu könnuninni í hrönnum en SAS sendi frá sér sérstaka yfirlýsingu um málið þar sem ítrekað var að um gabb væri að ræða. Facebook-notendum var boðið að taka þátt í könnun á starfsemi flugfélagsins SAS. Þegar svörin höfðu verið „send til SAS“ og „greind“ var notandanum tilkynnt um að hann hefði unnið tvo flugmiða með flugfélaginu. Til þess að innheimta miðana þurfti að því búnu að deila könnuninni á Facebook og skrifa Takk #SAS við deilinguna en öll umgjörð þótti nokkuð sannfærandi. Þá virðist sambærilegt svindl, sem gert er út fyrir að vera á vegum norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian, einnig vera í gangi. Fyrirtæki notast gjarnan við gjafaleiki af þessu tagi til að auka við fylgjendafjölda sinn á samfélagsmiðlum og vekja athygli á vörumerki sínu. Oft getur verið erfitt að greina á milli leikja, sem bjóða upp á raunveruleg verðlaun, og leikja sem eru aðeins til þess gerðir að villa um fyrir notendum.Notendum var tilkynnt um að þeir hefðu unnið tvo flugmiða að lokinni könnuninni. Miðarnir voru þó skilyrðum háðir.SkjáskotFjölmargir hugsuðu sér gott til glóðarinnar Áður en ljóst var að um gabb væri að ræða deildu Íslendingar könnuninni í hrönnum, vongóðir um að geta skellt sér í frí með SAS. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, deildi til að mynda umbeðnu myllumerki, Takk #SAS, á Facebook-síðu sinni. Honum var þó fljótlega bent á að könnunin væri svindl.Skarphéðni var fljótlega bent á að um svindl væri að ræða.SkjáskotÞá deildu Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, og Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogs, könnuninni í von um að vinna flugmiða - auk fjölmargra annarra.Þórður Snær Júlíusson sá sér gott til góðarinnar.SkjáskotVigdís Hauksdóttir lét einnig freistast.SkjáskotÞá var Sigríður Björg Tómasdóttir í ferðastuði.SkjáskotFlugfélagið SAS, skandinavískt flugfélag sem Íslendingar hafa löngum ferðast með, sendi frá sér yfirlýsingu í gærmorgun og ítrekaði að könnunin væri ekki á vegum félagsins og ekki stæði til að útdeila ókeypis flugmiðum. Þá voru Facebook-notendur vinsamlegast beðnir um að hætta að deila og taka þátt í könnuninni. Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira
Facebook-svindl, þar sem notendum var boðið að taka þátt í könnun á vegum flugfélagsins SAS í von um að vinna flugmiða, fór eins og eldur í sinu um vefinn í gær. Íslendingar deildu könnuninni í hrönnum en SAS sendi frá sér sérstaka yfirlýsingu um málið þar sem ítrekað var að um gabb væri að ræða. Facebook-notendum var boðið að taka þátt í könnun á starfsemi flugfélagsins SAS. Þegar svörin höfðu verið „send til SAS“ og „greind“ var notandanum tilkynnt um að hann hefði unnið tvo flugmiða með flugfélaginu. Til þess að innheimta miðana þurfti að því búnu að deila könnuninni á Facebook og skrifa Takk #SAS við deilinguna en öll umgjörð þótti nokkuð sannfærandi. Þá virðist sambærilegt svindl, sem gert er út fyrir að vera á vegum norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian, einnig vera í gangi. Fyrirtæki notast gjarnan við gjafaleiki af þessu tagi til að auka við fylgjendafjölda sinn á samfélagsmiðlum og vekja athygli á vörumerki sínu. Oft getur verið erfitt að greina á milli leikja, sem bjóða upp á raunveruleg verðlaun, og leikja sem eru aðeins til þess gerðir að villa um fyrir notendum.Notendum var tilkynnt um að þeir hefðu unnið tvo flugmiða að lokinni könnuninni. Miðarnir voru þó skilyrðum háðir.SkjáskotFjölmargir hugsuðu sér gott til glóðarinnar Áður en ljóst var að um gabb væri að ræða deildu Íslendingar könnuninni í hrönnum, vongóðir um að geta skellt sér í frí með SAS. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, deildi til að mynda umbeðnu myllumerki, Takk #SAS, á Facebook-síðu sinni. Honum var þó fljótlega bent á að könnunin væri svindl.Skarphéðni var fljótlega bent á að um svindl væri að ræða.SkjáskotÞá deildu Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, og Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogs, könnuninni í von um að vinna flugmiða - auk fjölmargra annarra.Þórður Snær Júlíusson sá sér gott til góðarinnar.SkjáskotVigdís Hauksdóttir lét einnig freistast.SkjáskotÞá var Sigríður Björg Tómasdóttir í ferðastuði.SkjáskotFlugfélagið SAS, skandinavískt flugfélag sem Íslendingar hafa löngum ferðast með, sendi frá sér yfirlýsingu í gærmorgun og ítrekaði að könnunin væri ekki á vegum félagsins og ekki stæði til að útdeila ókeypis flugmiðum. Þá voru Facebook-notendur vinsamlegast beðnir um að hætta að deila og taka þátt í könnuninni.
Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira