Turninn sem féll áður en hann var risinn Tómas Valgeirsson skrifar 17. ágúst 2017 12:00 Hinn tilþrifalausi ungi leikari Tom Taylor í hlutverki Jake ásamt Idris Elba sem leikur hinn eitursvala Roland. Kvikmyndir byggðar á bókum Stephens King eru næstum því heill bíógeiri út af fyrir sig. Útkomurnar hafa verið eins fjölbreyttar og þær hafa verið misjafnar að gæðum en segja má að The Dark Tower sé ótvírætt hans metnaðarfyllsta og umfangsmesta verk. Þessi mikilfenglegi sjö eininga skáldsögubálkur var í bígerð hjá King í þrjátíu ár og snarar saman miklu úr sögum hans, hugmyndum og yfirnáttúrulegum djöflum undir sama hatt. Það er því skiljanlegt að aðdáendur höfundarins taki það aðeins meira nærri sér þegar ekki bara er misst marks í flutningi inngangsins upp á hvíta tjaldið, heldur þegar afraksturinn, með svona botnlaust aðgengi að villtum hugmyndum, verður svona flatur, óeftirminnilegur og ber merki um fullmarga kokka í eldhúsinu. Vandamálið við þessa útkomu er í rauninni margþætt; sem aðlögun (og þá mjög frjálsleg aðlögun sem veiðir nokkra þætti úr fyrstu, þriðju og sjöundu bókinni) er myndin skelþunn, formúlubundin og einkennilega kraftlaus. Ef myndin er metin sem sjálfstæð eining og án allra tenginga eða hugsana um að hér sé reynt að leggja teina fyrir komandi kvikmyndir og tilvonandi sjónvarpsseríu, er erfitt að segja að myndin sé eitthvað átakanlega slæm. En skelfilega mikið „bla“ er hún. Fyrir það fyrsta hvílir The Dark Tower mestmegnis á öxlum heldur tilþrifalauss ungs leikara að nafni Tom Taylor. Hann leikur Jake Chambers, þjáðan dreng með sérstaka hæfileika en hefur ekki enn fullan skilning á því hvað þeir þýða, frekar en sýnir hans um illar verur og heimsendi. Þegar skrímsli í dulargervum reyna að elta Jake uppi uppgötvar hann hlið að öðrum heimi. Þá kynnist hann ljónharða byssumanninum Roland, sem staðið hefur í eilífu stríði við prakkaralegan seiðkarl, betur þekktan sem „maðurinn í svörtu“ (og gengur undir hinu ógnandi heiti Walter), sem hefur það markmið að fella turninn sem heldur heiminum saman og leysa ill öfl úr læðingi. Með gallaðri úrvinnslu myndarinnar sjá hins vegar framleiðendur til þess að fella þennan fræga turn – og alla möguleika á áframhaldi – löngu áður en McConaughey fær tækifærið til þess að klára það verk. Feilspor myndarinnar skrifast ekki alfarið á Taylor, en í burðarhlutverkinu er hann ekki nógu sannfærandi og hefði mátt endurhugsa það að setja Roland og Walter á hliðarlínuna. Það er þó ekki bara leikurinn hjá Taylor sem er vandamálið, heldur hvernig handritið mótar persónuna og gerir afskaplega lítið við hana. Það er ekki mikið sem skilur Jake frá öðrum drengjum með náðargáfu í fantasíusögum sem uppgötva stærri ævintýraveröld og æðri tilgang, til að mynda Bastian úr Sögunni endalausu, Harry Potter, Percy Jackson eða jafnvel Eragon, eða réttar sagt beinagrindinni að slíkum karakterum. Elba er aftur á móti þannig gerður að hann gæti varla verið slakur í hlutverki þótt hann svæfi. Að eðlisfari er hann ákaflega svalur og hleypir þeim töfrum aðeins í gegnum byssumanninn Roland með reiði og stóískum sjarma. McConaughey er lítið að flækja hlutina hjá sér. Maðurinn í svörtu býður ekki upp á mikla dýpt, svo leikarinn reynir í staðinn bara að leika sér að hlutverkinu, nánast eins og hann sé meðvitað að reyna að bjarga vondu handriti með dassi af ofleik og sjálfumglöðum straumum. Í sameiningu bæta reynsluboltarnir tveir einhverju við myndina, í það minnsta nægum púlsi til þess að koma í veg fyrir leiðinlega setu.Sagnabálkurinn er morandi í flottum hugmyndum en innihaldið er ekki upp á marga fiska í þessu tætta, klisjukennda handriti og er hreinlega með ólíkindum hvað góður efniviður virðist vera útþynntur en í senn þvældur að óþörfu. Það kemur líka út í rennslinu eins og fjöldi sena hafi verið klipptar út á síðustu stundu. Framvinda myndarinnar virkar eins og tilþrifalítill „pilot“-þáttur, sérstaklega gerður til þess að stilla upp athyglisverðum stefnum en skilur áhorfandann síðan bara eftir með smjörþefinn. Fjöllaga veröld Kings kemur út eins og algjört aukaatriði og er lítið sem ekkert sem við fáum að kynnast af henni af viti. Þess er gætt að strá nógu af tilvísunum í stærri sarp Stephens King, stórum eða litlum (Christine-bíllinn dúkkar meðal annars þarna upp í leynihlutverki ásamt lúmskri vísun í Shining-tvíburana, svo dæmi sé tekið). Myndin helst á floti með því að vera eins brött og mögulegt er, sem er ákveðinn styrkur í sjálfu sér. Atburðarásin kemur sér beint að efninu (eins lítið af því og er í boði), tefst örsjaldan og myndin er löngu liðin hjá áður en áhorfandinn fær einu sinni tíma til þess að melta heildina. The Dark Tower er nánast eins og lifandi táknmynd bæði auðgleymdrar Hollywood-stórmyndar, þar sem einungis púður og flugeldar ráða öllu, og á sama tíma er þetta eðaldæmi um sóað tækifæri miðað við möguleika. Kannski mun betur ganga með næstu tilraun, hvenær og hvernig sem hún verður.Niðurstaða: Misheppnuð tilraun, en Elba er flottur. Bíó og sjónvarp Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmyndir byggðar á bókum Stephens King eru næstum því heill bíógeiri út af fyrir sig. Útkomurnar hafa verið eins fjölbreyttar og þær hafa verið misjafnar að gæðum en segja má að The Dark Tower sé ótvírætt hans metnaðarfyllsta og umfangsmesta verk. Þessi mikilfenglegi sjö eininga skáldsögubálkur var í bígerð hjá King í þrjátíu ár og snarar saman miklu úr sögum hans, hugmyndum og yfirnáttúrulegum djöflum undir sama hatt. Það er því skiljanlegt að aðdáendur höfundarins taki það aðeins meira nærri sér þegar ekki bara er misst marks í flutningi inngangsins upp á hvíta tjaldið, heldur þegar afraksturinn, með svona botnlaust aðgengi að villtum hugmyndum, verður svona flatur, óeftirminnilegur og ber merki um fullmarga kokka í eldhúsinu. Vandamálið við þessa útkomu er í rauninni margþætt; sem aðlögun (og þá mjög frjálsleg aðlögun sem veiðir nokkra þætti úr fyrstu, þriðju og sjöundu bókinni) er myndin skelþunn, formúlubundin og einkennilega kraftlaus. Ef myndin er metin sem sjálfstæð eining og án allra tenginga eða hugsana um að hér sé reynt að leggja teina fyrir komandi kvikmyndir og tilvonandi sjónvarpsseríu, er erfitt að segja að myndin sé eitthvað átakanlega slæm. En skelfilega mikið „bla“ er hún. Fyrir það fyrsta hvílir The Dark Tower mestmegnis á öxlum heldur tilþrifalauss ungs leikara að nafni Tom Taylor. Hann leikur Jake Chambers, þjáðan dreng með sérstaka hæfileika en hefur ekki enn fullan skilning á því hvað þeir þýða, frekar en sýnir hans um illar verur og heimsendi. Þegar skrímsli í dulargervum reyna að elta Jake uppi uppgötvar hann hlið að öðrum heimi. Þá kynnist hann ljónharða byssumanninum Roland, sem staðið hefur í eilífu stríði við prakkaralegan seiðkarl, betur þekktan sem „maðurinn í svörtu“ (og gengur undir hinu ógnandi heiti Walter), sem hefur það markmið að fella turninn sem heldur heiminum saman og leysa ill öfl úr læðingi. Með gallaðri úrvinnslu myndarinnar sjá hins vegar framleiðendur til þess að fella þennan fræga turn – og alla möguleika á áframhaldi – löngu áður en McConaughey fær tækifærið til þess að klára það verk. Feilspor myndarinnar skrifast ekki alfarið á Taylor, en í burðarhlutverkinu er hann ekki nógu sannfærandi og hefði mátt endurhugsa það að setja Roland og Walter á hliðarlínuna. Það er þó ekki bara leikurinn hjá Taylor sem er vandamálið, heldur hvernig handritið mótar persónuna og gerir afskaplega lítið við hana. Það er ekki mikið sem skilur Jake frá öðrum drengjum með náðargáfu í fantasíusögum sem uppgötva stærri ævintýraveröld og æðri tilgang, til að mynda Bastian úr Sögunni endalausu, Harry Potter, Percy Jackson eða jafnvel Eragon, eða réttar sagt beinagrindinni að slíkum karakterum. Elba er aftur á móti þannig gerður að hann gæti varla verið slakur í hlutverki þótt hann svæfi. Að eðlisfari er hann ákaflega svalur og hleypir þeim töfrum aðeins í gegnum byssumanninn Roland með reiði og stóískum sjarma. McConaughey er lítið að flækja hlutina hjá sér. Maðurinn í svörtu býður ekki upp á mikla dýpt, svo leikarinn reynir í staðinn bara að leika sér að hlutverkinu, nánast eins og hann sé meðvitað að reyna að bjarga vondu handriti með dassi af ofleik og sjálfumglöðum straumum. Í sameiningu bæta reynsluboltarnir tveir einhverju við myndina, í það minnsta nægum púlsi til þess að koma í veg fyrir leiðinlega setu.Sagnabálkurinn er morandi í flottum hugmyndum en innihaldið er ekki upp á marga fiska í þessu tætta, klisjukennda handriti og er hreinlega með ólíkindum hvað góður efniviður virðist vera útþynntur en í senn þvældur að óþörfu. Það kemur líka út í rennslinu eins og fjöldi sena hafi verið klipptar út á síðustu stundu. Framvinda myndarinnar virkar eins og tilþrifalítill „pilot“-þáttur, sérstaklega gerður til þess að stilla upp athyglisverðum stefnum en skilur áhorfandann síðan bara eftir með smjörþefinn. Fjöllaga veröld Kings kemur út eins og algjört aukaatriði og er lítið sem ekkert sem við fáum að kynnast af henni af viti. Þess er gætt að strá nógu af tilvísunum í stærri sarp Stephens King, stórum eða litlum (Christine-bíllinn dúkkar meðal annars þarna upp í leynihlutverki ásamt lúmskri vísun í Shining-tvíburana, svo dæmi sé tekið). Myndin helst á floti með því að vera eins brött og mögulegt er, sem er ákveðinn styrkur í sjálfu sér. Atburðarásin kemur sér beint að efninu (eins lítið af því og er í boði), tefst örsjaldan og myndin er löngu liðin hjá áður en áhorfandinn fær einu sinni tíma til þess að melta heildina. The Dark Tower er nánast eins og lifandi táknmynd bæði auðgleymdrar Hollywood-stórmyndar, þar sem einungis púður og flugeldar ráða öllu, og á sama tíma er þetta eðaldæmi um sóað tækifæri miðað við möguleika. Kannski mun betur ganga með næstu tilraun, hvenær og hvernig sem hún verður.Niðurstaða: Misheppnuð tilraun, en Elba er flottur.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira