Ekkert barn útundan! Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 10:00 Ég þekki sex ára gamla skottu sem fékk sína fyrstu skólatösku um daginn. Hún er svo heppin að hún fékk töskuna sem hana langaði mest í – eða réttara sagt einu töskuna sem hana langaði í eftir að hafa rekið augun í hana í búðinni með mömmu sinni. Nú sefur stelpuskottið með töskuna uppi í rúmi hjá sér og getur varla beðið eftir því að skólinn byrji. Hjálparstarf kirkjunnar styður heilshugar baráttu Barnaheilla og tekur undir áskorun þeirra til stjórnvalda um að virða réttindi hvers barns til gjaldfrjálsrar grunnskólamenntunar sem og rétt barna á vernd gegn mismunun. Það er mikið gleðiefni hve mörg sveitarfélög í landinu hafa ákveðið að skólar útvegi námsgögn endurgjaldslaust nú í haust. Það er nefnilega svo að í uppsveiflu í efnahagslífinu situr eftir hópur fólks sem býr við efnislegan skort. Fyrir barnafjölskyldur sem þannig er statt um reynist haustið erfiður tími. Skólataska, pennaveski, íþróttaföt, vetrarfatnaður, skór og stígvél, allt kostar þetta peninga svo ekki sé minnst á útgjöld vegna íþrótta- og tómstundastarfs sem falla til í upphafi skólaárs sem og kostnað vegna námsgagna þar sem enn þarf að greiða fyrir þau. Auðvitað endurnýtir fólk skóladót og íþróttabúnað frá fyrra ári og yngri börn fá frá þeim eldri en stundum dugar það ekki til og þá eru góð ráð dýr. Foreldrar grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör leita um þessar mundir stuðnings hjá Hjálparstarfi kirkjunnar til að geta útbúið börnin í upphafi skólaárs. Í fyrrahaust fengu foreldrar um 200 barna aðstoð hjá Hjálparstarfinu og við búumst við að álíka margar fjölskyldur leiti til okkar nú. Hjálparstarfið aðstoðar fjölskyldur sem búa við kröpp kjör í upphafi skólaárs því efnaleysi á ekki að hindra börn í námi eða í íþrótta- og frístundastarfi með jafnöldrum sínum. Öll börn eiga að geta hlakkað til að byrja í skóla!Höfundur er fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Ég þekki sex ára gamla skottu sem fékk sína fyrstu skólatösku um daginn. Hún er svo heppin að hún fékk töskuna sem hana langaði mest í – eða réttara sagt einu töskuna sem hana langaði í eftir að hafa rekið augun í hana í búðinni með mömmu sinni. Nú sefur stelpuskottið með töskuna uppi í rúmi hjá sér og getur varla beðið eftir því að skólinn byrji. Hjálparstarf kirkjunnar styður heilshugar baráttu Barnaheilla og tekur undir áskorun þeirra til stjórnvalda um að virða réttindi hvers barns til gjaldfrjálsrar grunnskólamenntunar sem og rétt barna á vernd gegn mismunun. Það er mikið gleðiefni hve mörg sveitarfélög í landinu hafa ákveðið að skólar útvegi námsgögn endurgjaldslaust nú í haust. Það er nefnilega svo að í uppsveiflu í efnahagslífinu situr eftir hópur fólks sem býr við efnislegan skort. Fyrir barnafjölskyldur sem þannig er statt um reynist haustið erfiður tími. Skólataska, pennaveski, íþróttaföt, vetrarfatnaður, skór og stígvél, allt kostar þetta peninga svo ekki sé minnst á útgjöld vegna íþrótta- og tómstundastarfs sem falla til í upphafi skólaárs sem og kostnað vegna námsgagna þar sem enn þarf að greiða fyrir þau. Auðvitað endurnýtir fólk skóladót og íþróttabúnað frá fyrra ári og yngri börn fá frá þeim eldri en stundum dugar það ekki til og þá eru góð ráð dýr. Foreldrar grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör leita um þessar mundir stuðnings hjá Hjálparstarfi kirkjunnar til að geta útbúið börnin í upphafi skólaárs. Í fyrrahaust fengu foreldrar um 200 barna aðstoð hjá Hjálparstarfinu og við búumst við að álíka margar fjölskyldur leiti til okkar nú. Hjálparstarfið aðstoðar fjölskyldur sem búa við kröpp kjör í upphafi skólaárs því efnaleysi á ekki að hindra börn í námi eða í íþrótta- og frístundastarfi með jafnöldrum sínum. Öll börn eiga að geta hlakkað til að byrja í skóla!Höfundur er fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar