Fraktflugið upp um 40% með styrkingu krónunnar og Costco Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Breiðþotur Icelandair hafa opnað á nýja markaði. VÍSIR/VILHELM Mikil aukning hefur verið á fraktflutningi hjá Icelandair Cargo að undanförnu en aukningin nam rúmum 40 prósentum í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Ástæðurnar eru aukinn innflutningur, koma Costco og stærri flugvélar. „Við erum bara svona ofboðslega dugleg,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og hlær aðspurður um þessa aukningu. Þegar gamninu sleppir rifjar Gunnar það upp að fyrir níu árum hafi orðið hrun í fraktflugi en síðan hafi verið hægur og stöðugur uppgangur milli ára frá þeim tíma. Í upphafi hafi mátt rekja aukninguna til aukins útflutnings á fiski frá landinu en síðar hafi innflutningur tekið við. Haustið 2016 hafi orðið mikill kippur í þessum málum sem enn stendur yfir. „Það eru tveir þættir sem orsaka þetta fyrst og fremst. Í fyrsta lagi hefur innflutningur aukist verulega og er meirihlutinn tilkominn sökum þess,“ segir Gunnar. Sterk staða krónunnar þýði að fólk panti í miklum mæli vörur frá útlöndum og það skili sér til þeirra. Aukinn straumur ferðamanna til landsins þýðir ekki aðeins að flugsæti fyllist heldur séu ferðamennirnir einnig neytendur meðan þeir eru á landinu. Þeir hafi því gífurleg áhrif á neyslu innanlands og er félagið í því að flytja inn vörur til að metta þann markað. „Síðan má ekki gleyma komu Costco fyrr á þessu ári. Það þarf að flytja talsvert magn af vörum þangað.“ Í öðru lagi megi síðan rekja aukninguna til breytinga í flota Icelandair. Nýjar breiðþotur hafi verið keyptar sem þýðir að hægt er að renna vörum á brettum inn í vélarnar. Eldri og mjórri þoturnar hafi þurft að handhlaða og það takmarkaði þjónustu sem hægt var að bjóða upp á. „Með nýju þotunum opnast á markaði og möguleika sem við höfðum ekki áður. Þetta þýðir meðal annars að við gerum meira af því að flytja vörur frá Evrópu til Ameríku, eða öfugt, en áður var,“ segir Gunnar. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Starfsleyfi Fosshótels Mývatns var afturkallað í júlí. Bráðabirgðaleyfi þess rennur út eftir mánuð. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat er beðið. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Sjá meira
Mikil aukning hefur verið á fraktflutningi hjá Icelandair Cargo að undanförnu en aukningin nam rúmum 40 prósentum í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Ástæðurnar eru aukinn innflutningur, koma Costco og stærri flugvélar. „Við erum bara svona ofboðslega dugleg,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og hlær aðspurður um þessa aukningu. Þegar gamninu sleppir rifjar Gunnar það upp að fyrir níu árum hafi orðið hrun í fraktflugi en síðan hafi verið hægur og stöðugur uppgangur milli ára frá þeim tíma. Í upphafi hafi mátt rekja aukninguna til aukins útflutnings á fiski frá landinu en síðar hafi innflutningur tekið við. Haustið 2016 hafi orðið mikill kippur í þessum málum sem enn stendur yfir. „Það eru tveir þættir sem orsaka þetta fyrst og fremst. Í fyrsta lagi hefur innflutningur aukist verulega og er meirihlutinn tilkominn sökum þess,“ segir Gunnar. Sterk staða krónunnar þýði að fólk panti í miklum mæli vörur frá útlöndum og það skili sér til þeirra. Aukinn straumur ferðamanna til landsins þýðir ekki aðeins að flugsæti fyllist heldur séu ferðamennirnir einnig neytendur meðan þeir eru á landinu. Þeir hafi því gífurleg áhrif á neyslu innanlands og er félagið í því að flytja inn vörur til að metta þann markað. „Síðan má ekki gleyma komu Costco fyrr á þessu ári. Það þarf að flytja talsvert magn af vörum þangað.“ Í öðru lagi megi síðan rekja aukninguna til breytinga í flota Icelandair. Nýjar breiðþotur hafi verið keyptar sem þýðir að hægt er að renna vörum á brettum inn í vélarnar. Eldri og mjórri þoturnar hafi þurft að handhlaða og það takmarkaði þjónustu sem hægt var að bjóða upp á. „Með nýju þotunum opnast á markaði og möguleika sem við höfðum ekki áður. Þetta þýðir meðal annars að við gerum meira af því að flytja vörur frá Evrópu til Ameríku, eða öfugt, en áður var,“ segir Gunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Starfsleyfi Fosshótels Mývatns var afturkallað í júlí. Bráðabirgðaleyfi þess rennur út eftir mánuð. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat er beðið. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Sjá meira
Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Starfsleyfi Fosshótels Mývatns var afturkallað í júlí. Bráðabirgðaleyfi þess rennur út eftir mánuð. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat er beðið. 17. ágúst 2017 06:00