Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Fosshótel Mývatn starfar á grundvelli bráðabirgðaleyfis sem rennur út 1. september. Mynd/Hilda Kristjánsdóttir Skipulagsstofnun skoðar nú hvort fleiri hótel á verndarsvæði Mývatns þurfi að fara í umhverfismat. Fosshótel Mývatn starfar nú á grundvelli bráðabirgðaleyfis heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra, sem gildir til 15. september en langtímaleyfi til hótelsins var afturkallað í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vegna úrskurðarins þarf Skipulagsstofnun að taka nýja ákvörðun um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat. Þeirrar ákvörðunar er að vænta eftir um það bil mánuð, að sögn Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur forstjóra Skipulagsstofnunar. Þá er í athugun hjá stofnuninni hvort önnur hótel á verndarsvæðinu skuli einnig fara í umhverfismat en stofnunin aflar nú upplýsinga hjá öðrum hótelum á svæðinu, einkum um fráveitumál. „Það var ekki gert á sínum tíma, sem helgast líka af því að löggjöfin hefur breyst frá því þau voru byggð,“ segir Ásdís og bætir við: „En hins vegar höfum við fengið fyrirspurnir vegna annarra hótela á verndarsvæðinu og við erum að afla upplýsinga um hvort það krefjist einhverrar skoðunar.“Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.„Við höfum gert fjölda athugasemda við fjölgun gistirýma á þessu svæði enda er þetta galin þróun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Landverndar, og bætir við „þetta gerist ekki af sjálfu sér, heldur með vilja sveitarstjórnar og Umhverfisstofnunar og enginn virðist ætla að grípa hér í taumana.“ Þótt Fosshótel Mývatn hafi aðeins verið opið í sex vikur er saga verkefnisins orðin nokkuð löng. Framkvæmdir við byggingu þess hófust vorið 2016 en voru stöðvaðar að kröfu Umhverfisstofnunar í október sama ár þar sem leyfis stofnunarinnar hafði ekki verið aflað og Skipulagsstofnun hafði ekki tekið ákvörðun um hvort framkvæmdin þyrfti umhverfismat. Ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir mánuði síðar og Umhverfisstofnun veitti leyfi fyrir framkvæmdinni í kjölfarið og framkvæmdir fóru aftur á fullt skrið. Hótelið var svo opnað 1. júlí síðastliðinn. Sex dögum eftir opnunina kvað Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð sem ógilti ákvörðun Skipulagsstofnunar og stofnunin þarf því að taka nýja ákvörðun um hvort hótelið þurfi í umhverfismat. Aðspurður segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, ansi skrítið að reka hótel undir þessum kringumstæðum. „Við fengum upphaflega langtímaleyfi frá heilbrigðisnefndinni sem gilti til 2022 en það var afturkallað þegar úrskurðurinn kom núna í sumar og nú erum við bara á þessu bráðabirgðaleyfi á meðan við bíðum eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Skipulagsstofnun skoðar nú hvort fleiri hótel á verndarsvæði Mývatns þurfi að fara í umhverfismat. Fosshótel Mývatn starfar nú á grundvelli bráðabirgðaleyfis heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra, sem gildir til 15. september en langtímaleyfi til hótelsins var afturkallað í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vegna úrskurðarins þarf Skipulagsstofnun að taka nýja ákvörðun um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat. Þeirrar ákvörðunar er að vænta eftir um það bil mánuð, að sögn Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur forstjóra Skipulagsstofnunar. Þá er í athugun hjá stofnuninni hvort önnur hótel á verndarsvæðinu skuli einnig fara í umhverfismat en stofnunin aflar nú upplýsinga hjá öðrum hótelum á svæðinu, einkum um fráveitumál. „Það var ekki gert á sínum tíma, sem helgast líka af því að löggjöfin hefur breyst frá því þau voru byggð,“ segir Ásdís og bætir við: „En hins vegar höfum við fengið fyrirspurnir vegna annarra hótela á verndarsvæðinu og við erum að afla upplýsinga um hvort það krefjist einhverrar skoðunar.“Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.„Við höfum gert fjölda athugasemda við fjölgun gistirýma á þessu svæði enda er þetta galin þróun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Landverndar, og bætir við „þetta gerist ekki af sjálfu sér, heldur með vilja sveitarstjórnar og Umhverfisstofnunar og enginn virðist ætla að grípa hér í taumana.“ Þótt Fosshótel Mývatn hafi aðeins verið opið í sex vikur er saga verkefnisins orðin nokkuð löng. Framkvæmdir við byggingu þess hófust vorið 2016 en voru stöðvaðar að kröfu Umhverfisstofnunar í október sama ár þar sem leyfis stofnunarinnar hafði ekki verið aflað og Skipulagsstofnun hafði ekki tekið ákvörðun um hvort framkvæmdin þyrfti umhverfismat. Ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir mánuði síðar og Umhverfisstofnun veitti leyfi fyrir framkvæmdinni í kjölfarið og framkvæmdir fóru aftur á fullt skrið. Hótelið var svo opnað 1. júlí síðastliðinn. Sex dögum eftir opnunina kvað Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð sem ógilti ákvörðun Skipulagsstofnunar og stofnunin þarf því að taka nýja ákvörðun um hvort hótelið þurfi í umhverfismat. Aðspurður segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, ansi skrítið að reka hótel undir þessum kringumstæðum. „Við fengum upphaflega langtímaleyfi frá heilbrigðisnefndinni sem gilti til 2022 en það var afturkallað þegar úrskurðurinn kom núna í sumar og nú erum við bara á þessu bráðabirgðaleyfi á meðan við bíðum eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira