Fósturgreining talin sjálfsagður hluti af mæðraskoðun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 20:30 Hulda segir að hér á landi þyki það sjálfsagt að ríkið bjóði fram alla heilsuvernd á borð við skimpróf. Vísir/Stefán Karlsson Fósturgreining hefur þótt, af almenningi, sjálfsagður hluti af mæðraskoðun hér á landi sem og í nágrannalöndum. Þetta segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á kvennadeild Landsspítalans sem var gestur í Reykjavík síðdegis.Vísir hefur greint frá því ýmsir nafntogaðir einstaklingar í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt Íslendinga harðlega fyrir að viðhafa tíðar prófanir fyrir litningagallanum eftir umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um málið síðastliðið þriðjudagskvöld. Sumir hafa jafnvel gripið til þeirrar samlíkingar að það, hversu fáir fæðist með Downs-heilkenni, svipi til Þýskalands nasismans.Upplýsingarnar teygðar og togaðar Hulda segir telur að umfjöllun þáttarins hafi ekki að öllu leyti verið sannleikanum samkvæm, til dæmis sé ekki 100% meðgöngurof þegar fóstur með Downs-heilkenni eru annars vegar. „Í þessum fréttaþætti var greinilega ákveðið að taka þá afstöðu að gleyma þessum örfáu konum sem að þó eru til sem að ákveða að ganga með og þetta fólk sem gerði þáttinn fékk upplýsingar um að það væru ekki alveg 100% en það er reyndar nálægt því,“ segir Hulda sem segist ekki endilega telja að það sé neikvætt. „Ef fólk er búið að fá góða fræðslu fyrir prófið og í gegnum þetta ferli sem er að fara í gegnum svona próf að þá séu það bara þeir sem ætla sér að taka ákvörðun um að binda endi á meðgönguna sem fara alla leið í gegnum skimprófið og greiningarprófið sem getur verið áhættusamt,“ segir Hulda.Fræðsla í boði Spurð að því hvort hvort foreldrar fái fræðslu um Downs-heilkenni fái það niðurstöðu um litningagalla segir Hulda að fræðsla sé „fullkomlega í boði fyrir alla,“ sé hennar óskað. Hún segir mikilvægt að meta hvert atvik fyrir sig og þreifa fyrir sér hvort viðkomandi foreldrar viti hvað Downs-heilkenni sé eða hvort það þekki einstaklinga með Downs-heilkenni. Ef fólk er með einhverjum hætti óöruggt og vill upplýsingar er fræðsla í boði. Annars vegar er fólki boðið upp á að hitta lækni sem að sérhæfir sig í að annast börn með Downs-heilkenni og hins vegar að hitta fjölskyldur, foreldra og önnur börn sem eru með heilkennið.Bandaríkjamenn með önnur viðhorf en Vesturlönd „Ég held að Bandaríkin séu bara á allt öðrum stað heldur en afgangurinn af þessum vestræna heimi, sem við köllum. Langflest lönd í Evrópu eru með frjálsar fóstureyðingar og fóstureyðingar þykja bara sjálfsagður hluti af heilsuvernd kvenna að hafa aðgang að tiltölulega frjálsum fóstureyðingum og það þykir ekki neitt óeðlilegt að enda meðgöngu þegar eitthvað er að fóstri,“ segir Hulda sem bendir á að fréttaflutningur í Bandaríkjunum renni stoðum undir þá hugmynd að þeir séu með allt annað viðhorf til meðgöngurofs.Heilsuvernd af hendi ríkisins sjálfsagður hlutur Þáttastjórnendur benda á að umfjöllun þáttarins hafi verið sett fram eins að sé með einhverjum hætti stefna ríkisins að enda meðgöngu þar sem Downs-heilkenni er annars vegar. Hulda tekur undir þetta en bendir á að það þyki sjálfsagður hluti af mæðravernd að ríkið bjóði fram alla heilsuvernd á borð við skimpróf og annað slíkt. „Þetta hefur þótt af almenningi í landinu sjálfsagður hluti af mæðravernd og fósturgreining, eins langt og hún nær, þykir sjálfsagður hluti af mæðraskoðun hér á Íslandi og víðast hvar í Evrópu,“ segir Hulda. Í viðtalinu útskýrir Hulda ferlið. Hún segir að í fyrstu sé foreldrum boðið upp á svokallað skimpróf þar sem athugað er hvort það séu auknar líkur á litningagalla. Í kringum 15-20% kvenna afþakka boðið og þá eru um 15-20% kenna sem velja að fara í gegnum skimprófið. Af þeim 80-85% kvenna sem það kjósa fá hugsanlega að vita að auknar líkur séu á litningargalla þá er tekin umræða á ný og þær spurðar „hefurðu áhuga á því að fara í fylgju-eða legvatnsástungu til að láta kanna það hvort barnið sé með litningagalla“ og af þeim sem eru spurðar segir Hulda að séu um 20% sem afþakka í því skrefi. Hulda segir að af þeim sem taka ákvörðunina um að fara í ástungu séu langflestir búnir að ákveða að binda endi á meðgönguna ef það liggur fyrir að fóstrið sé með litningagalla.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í fullri lengd. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fósturgreining hefur þótt, af almenningi, sjálfsagður hluti af mæðraskoðun hér á landi sem og í nágrannalöndum. Þetta segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á kvennadeild Landsspítalans sem var gestur í Reykjavík síðdegis.Vísir hefur greint frá því ýmsir nafntogaðir einstaklingar í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt Íslendinga harðlega fyrir að viðhafa tíðar prófanir fyrir litningagallanum eftir umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um málið síðastliðið þriðjudagskvöld. Sumir hafa jafnvel gripið til þeirrar samlíkingar að það, hversu fáir fæðist með Downs-heilkenni, svipi til Þýskalands nasismans.Upplýsingarnar teygðar og togaðar Hulda segir telur að umfjöllun þáttarins hafi ekki að öllu leyti verið sannleikanum samkvæm, til dæmis sé ekki 100% meðgöngurof þegar fóstur með Downs-heilkenni eru annars vegar. „Í þessum fréttaþætti var greinilega ákveðið að taka þá afstöðu að gleyma þessum örfáu konum sem að þó eru til sem að ákveða að ganga með og þetta fólk sem gerði þáttinn fékk upplýsingar um að það væru ekki alveg 100% en það er reyndar nálægt því,“ segir Hulda sem segist ekki endilega telja að það sé neikvætt. „Ef fólk er búið að fá góða fræðslu fyrir prófið og í gegnum þetta ferli sem er að fara í gegnum svona próf að þá séu það bara þeir sem ætla sér að taka ákvörðun um að binda endi á meðgönguna sem fara alla leið í gegnum skimprófið og greiningarprófið sem getur verið áhættusamt,“ segir Hulda.Fræðsla í boði Spurð að því hvort hvort foreldrar fái fræðslu um Downs-heilkenni fái það niðurstöðu um litningagalla segir Hulda að fræðsla sé „fullkomlega í boði fyrir alla,“ sé hennar óskað. Hún segir mikilvægt að meta hvert atvik fyrir sig og þreifa fyrir sér hvort viðkomandi foreldrar viti hvað Downs-heilkenni sé eða hvort það þekki einstaklinga með Downs-heilkenni. Ef fólk er með einhverjum hætti óöruggt og vill upplýsingar er fræðsla í boði. Annars vegar er fólki boðið upp á að hitta lækni sem að sérhæfir sig í að annast börn með Downs-heilkenni og hins vegar að hitta fjölskyldur, foreldra og önnur börn sem eru með heilkennið.Bandaríkjamenn með önnur viðhorf en Vesturlönd „Ég held að Bandaríkin séu bara á allt öðrum stað heldur en afgangurinn af þessum vestræna heimi, sem við köllum. Langflest lönd í Evrópu eru með frjálsar fóstureyðingar og fóstureyðingar þykja bara sjálfsagður hluti af heilsuvernd kvenna að hafa aðgang að tiltölulega frjálsum fóstureyðingum og það þykir ekki neitt óeðlilegt að enda meðgöngu þegar eitthvað er að fóstri,“ segir Hulda sem bendir á að fréttaflutningur í Bandaríkjunum renni stoðum undir þá hugmynd að þeir séu með allt annað viðhorf til meðgöngurofs.Heilsuvernd af hendi ríkisins sjálfsagður hlutur Þáttastjórnendur benda á að umfjöllun þáttarins hafi verið sett fram eins að sé með einhverjum hætti stefna ríkisins að enda meðgöngu þar sem Downs-heilkenni er annars vegar. Hulda tekur undir þetta en bendir á að það þyki sjálfsagður hluti af mæðravernd að ríkið bjóði fram alla heilsuvernd á borð við skimpróf og annað slíkt. „Þetta hefur þótt af almenningi í landinu sjálfsagður hluti af mæðravernd og fósturgreining, eins langt og hún nær, þykir sjálfsagður hluti af mæðraskoðun hér á Íslandi og víðast hvar í Evrópu,“ segir Hulda. Í viðtalinu útskýrir Hulda ferlið. Hún segir að í fyrstu sé foreldrum boðið upp á svokallað skimpróf þar sem athugað er hvort það séu auknar líkur á litningagalla. Í kringum 15-20% kvenna afþakka boðið og þá eru um 15-20% kenna sem velja að fara í gegnum skimprófið. Af þeim 80-85% kvenna sem það kjósa fá hugsanlega að vita að auknar líkur séu á litningargalla þá er tekin umræða á ný og þær spurðar „hefurðu áhuga á því að fara í fylgju-eða legvatnsástungu til að láta kanna það hvort barnið sé með litningagalla“ og af þeim sem eru spurðar segir Hulda að séu um 20% sem afþakka í því skrefi. Hulda segir að af þeim sem taka ákvörðunina um að fara í ástungu séu langflestir búnir að ákveða að binda endi á meðgönguna ef það liggur fyrir að fóstrið sé með litningagalla.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í fullri lengd.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira