Sjómenn vilja láta mála Hjörleif á vegginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 18:02 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, „er ekki sáttur“ við að myndin af sjómanninum á austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4 sé horfinn. Honum finnist það í stuttu máli „fáránlegt“ og með „hreinum ólíkindum“ að myndin sem honum hafi þótt mikil prýði sé horfin á braut. Um fátt annað sé rætt á kaffistofum sjómanna en um kollega þeirra á veggnum og hvað skuli koma í hans stað. Mikið hefur verið rætt og ritað um hvarf sjómannsins sem málaður var á vegginn í tengslum við Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina árið 2015.Þegar Fréttablaðið reyndi að leita skýringa á hvarfi sjómannsins var fátt um svör. Enginn vildi axla ábyrgð, ráðuneytið benti á borgina og borgin benti á húseigendur. Þá sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðherra, alls ekki vera hress með að málað hefði verið yfir sjómanninn. Í ljós hefur komið að einn maður öðrum fremur rak á eftir því að verkið yrði fjarlægt, fyrrverandi ráðherrann Hjörleifur Guttormsson sem býr á Vatnsstíg, skammt frá Sjávarútvegshúsinu. Í tölvupóstsamskiptum sínum við hina ýmsu embættismenn rak hann á eftir því að staðið yrði við fyrirheit þess efnis að myndin yrði einungis á veggnum til eins árs - eins og upphaflega hafi staðið til. Myndin fékk þó að lifa í tæp tvö ár og var málað yfir hana í sumar.Myndin af sjómanninum fór ekki framhjá neinum sem ók eftir Sæbraut í austurátt. Vísir/VilhelmÍ samtali við Vísi í dag sagðist Hjörleifur þó ekki vera „aðili þessa máls.“ Valmundur segir í samtali við Reykjavík sídegis að honum hafi þótt einkar viðeigandi að mynd af sjómanni prýddi þetta hús. Það sé sannarlega hús sjávarútvegarins enda hýsi það meðal annars Hafrannsóknarstofnun og sjávarútvegsráðuneytið. Hann segir mikinn sjónarsviptir af sjómanninum og segist Valmundur hafa orðið „hálf klumsa“ þegar hann sá fréttir þess efnis að hann væri á bak og burt. Ekkert samráð var haft við Sjómannasambandið eða það látið vita að til stæði að fjarlægja verkið. „Myndin fannst mér alltaf til prýði og ég var alltaf stoltur þegar ég horfði á þessa mynd, að einhver skuli muna eftir íslenska sjómanninum,“ segir Valmundur. Hann segir að á fundum sínum í dag sé fátt annað rætt en hvað skuli koma á vegginn í stað sjómannsins. „Sumir vilja láta mála Hjörleif á vegginn,“ segir Valmundur, jafnvel í sjóstakk, en hann segist nú ekki sammála því. Honum þætti bót í máli að sjómaðurinn, eða einhver önnur falleg mynd af íslenska sjómanninum, kæmi á vegginn. „Það bara veitir ekki af því að minna á hann því þeim fáu sem eru eftir eigum við mikið að þakka,“ segir Valmundur en spjall hans við Reykjavík Sídegis má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22 Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, „er ekki sáttur“ við að myndin af sjómanninum á austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4 sé horfinn. Honum finnist það í stuttu máli „fáránlegt“ og með „hreinum ólíkindum“ að myndin sem honum hafi þótt mikil prýði sé horfin á braut. Um fátt annað sé rætt á kaffistofum sjómanna en um kollega þeirra á veggnum og hvað skuli koma í hans stað. Mikið hefur verið rætt og ritað um hvarf sjómannsins sem málaður var á vegginn í tengslum við Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina árið 2015.Þegar Fréttablaðið reyndi að leita skýringa á hvarfi sjómannsins var fátt um svör. Enginn vildi axla ábyrgð, ráðuneytið benti á borgina og borgin benti á húseigendur. Þá sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðherra, alls ekki vera hress með að málað hefði verið yfir sjómanninn. Í ljós hefur komið að einn maður öðrum fremur rak á eftir því að verkið yrði fjarlægt, fyrrverandi ráðherrann Hjörleifur Guttormsson sem býr á Vatnsstíg, skammt frá Sjávarútvegshúsinu. Í tölvupóstsamskiptum sínum við hina ýmsu embættismenn rak hann á eftir því að staðið yrði við fyrirheit þess efnis að myndin yrði einungis á veggnum til eins árs - eins og upphaflega hafi staðið til. Myndin fékk þó að lifa í tæp tvö ár og var málað yfir hana í sumar.Myndin af sjómanninum fór ekki framhjá neinum sem ók eftir Sæbraut í austurátt. Vísir/VilhelmÍ samtali við Vísi í dag sagðist Hjörleifur þó ekki vera „aðili þessa máls.“ Valmundur segir í samtali við Reykjavík sídegis að honum hafi þótt einkar viðeigandi að mynd af sjómanni prýddi þetta hús. Það sé sannarlega hús sjávarútvegarins enda hýsi það meðal annars Hafrannsóknarstofnun og sjávarútvegsráðuneytið. Hann segir mikinn sjónarsviptir af sjómanninum og segist Valmundur hafa orðið „hálf klumsa“ þegar hann sá fréttir þess efnis að hann væri á bak og burt. Ekkert samráð var haft við Sjómannasambandið eða það látið vita að til stæði að fjarlægja verkið. „Myndin fannst mér alltaf til prýði og ég var alltaf stoltur þegar ég horfði á þessa mynd, að einhver skuli muna eftir íslenska sjómanninum,“ segir Valmundur. Hann segir að á fundum sínum í dag sé fátt annað rætt en hvað skuli koma á vegginn í stað sjómannsins. „Sumir vilja láta mála Hjörleif á vegginn,“ segir Valmundur, jafnvel í sjóstakk, en hann segist nú ekki sammála því. Honum þætti bót í máli að sjómaðurinn, eða einhver önnur falleg mynd af íslenska sjómanninum, kæmi á vegginn. „Það bara veitir ekki af því að minna á hann því þeim fáu sem eru eftir eigum við mikið að þakka,“ segir Valmundur en spjall hans við Reykjavík Sídegis má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22 Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22
Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30
Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00