Ragga Nagli: „Matvæli sem þú ættir að forðast eins og Svarta Dauða ef þú vilt ná árangri“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 13:21 Ragga nagli er þekkt fyrir hreinskilna pistla um heilsu og lífsstíl. Úr einkasafni „Það er svo mikið af mismunandi skilaboðum þarna úti sem eru einungis til þess fallin að rugla fólk í ríminu um hvað sé hollt og hvað ekki. Hvað "má" borða og hvað "má ekki". Nýjasta dæmið er kókosolían sem allt í einu er uppspretta alls ills. Meira að segja bananar hafa verið settir út í kuldann,“ segir sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir í samtali við Vísi. Ragnhildur sem er betur þekkt sem Ragga Nagli birti pistil á Facebook síðu sinni um matvæli á bannlista fólks. Hún telur að bannlistar í mataræði gæti valdið því að fólk þrói óheilbrigt samband við mat. Hennar skoðun er að maturinn sem fólk ætti að forðast þegar það er að reyna að ná árangri sé matur sem því þykir vondur og matur sem fer illa í skrokkinn, til dæmis vegna ofnæmis eða óþols. Ragga segir lesendum sínum að borða frekar mat sem er góður á bragðið, nærir skrokkinn og fer vel í maga.Getur aldrei orðið að lífsstíl „Mataræði sem einkennist af miklum reglum, boðum og bönnum hefur alltaf síðasta söludag. Bannlistar gefa matnum vald yfir þér sem veldur pervertískum löngunum og þú borðar alltof mikið. Allt sem er bannað verður spennandi, og þú upplifir þig sem fórnarlamb sem má ekki taka þátt í gleðinni með hinum. Að lokum gefurðu skít í allt saman og borðar vélindað stútfullt af þessu bannaða. Þá er hvort sem er "allt ónýtt" og þú þarft ekki að fylgja reglunum lengur,“ segir Ragga í samtali við Vísi. Hún segir að fólk fái í kjölfarið samviskubit og til þess að bæta upp fyrir ákvarðanir sínar byrji það aftur í öfgum og bannlistum. „Með langan lista af mat sem "má" og "má ekki" borða vefur þannig snöru um hálsinn á okkur og við jó-jóum frá einum öfgum yfir í aðra. Frá því að borða það aldrei og yfir í að borða yfir okkur af því. Slík nálgun getur aldrei orðið að lífsstíl.“ Hér að neðan má lesa pistil Röggu í heild sinni: Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Sjá meira
„Það er svo mikið af mismunandi skilaboðum þarna úti sem eru einungis til þess fallin að rugla fólk í ríminu um hvað sé hollt og hvað ekki. Hvað "má" borða og hvað "má ekki". Nýjasta dæmið er kókosolían sem allt í einu er uppspretta alls ills. Meira að segja bananar hafa verið settir út í kuldann,“ segir sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir í samtali við Vísi. Ragnhildur sem er betur þekkt sem Ragga Nagli birti pistil á Facebook síðu sinni um matvæli á bannlista fólks. Hún telur að bannlistar í mataræði gæti valdið því að fólk þrói óheilbrigt samband við mat. Hennar skoðun er að maturinn sem fólk ætti að forðast þegar það er að reyna að ná árangri sé matur sem því þykir vondur og matur sem fer illa í skrokkinn, til dæmis vegna ofnæmis eða óþols. Ragga segir lesendum sínum að borða frekar mat sem er góður á bragðið, nærir skrokkinn og fer vel í maga.Getur aldrei orðið að lífsstíl „Mataræði sem einkennist af miklum reglum, boðum og bönnum hefur alltaf síðasta söludag. Bannlistar gefa matnum vald yfir þér sem veldur pervertískum löngunum og þú borðar alltof mikið. Allt sem er bannað verður spennandi, og þú upplifir þig sem fórnarlamb sem má ekki taka þátt í gleðinni með hinum. Að lokum gefurðu skít í allt saman og borðar vélindað stútfullt af þessu bannaða. Þá er hvort sem er "allt ónýtt" og þú þarft ekki að fylgja reglunum lengur,“ segir Ragga í samtali við Vísi. Hún segir að fólk fái í kjölfarið samviskubit og til þess að bæta upp fyrir ákvarðanir sínar byrji það aftur í öfgum og bannlistum. „Með langan lista af mat sem "má" og "má ekki" borða vefur þannig snöru um hálsinn á okkur og við jó-jóum frá einum öfgum yfir í aðra. Frá því að borða það aldrei og yfir í að borða yfir okkur af því. Slík nálgun getur aldrei orðið að lífsstíl.“ Hér að neðan má lesa pistil Röggu í heild sinni:
Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Sjá meira