Ragga Nagli: „Matvæli sem þú ættir að forðast eins og Svarta Dauða ef þú vilt ná árangri“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 13:21 Ragga nagli er þekkt fyrir hreinskilna pistla um heilsu og lífsstíl. Úr einkasafni „Það er svo mikið af mismunandi skilaboðum þarna úti sem eru einungis til þess fallin að rugla fólk í ríminu um hvað sé hollt og hvað ekki. Hvað "má" borða og hvað "má ekki". Nýjasta dæmið er kókosolían sem allt í einu er uppspretta alls ills. Meira að segja bananar hafa verið settir út í kuldann,“ segir sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir í samtali við Vísi. Ragnhildur sem er betur þekkt sem Ragga Nagli birti pistil á Facebook síðu sinni um matvæli á bannlista fólks. Hún telur að bannlistar í mataræði gæti valdið því að fólk þrói óheilbrigt samband við mat. Hennar skoðun er að maturinn sem fólk ætti að forðast þegar það er að reyna að ná árangri sé matur sem því þykir vondur og matur sem fer illa í skrokkinn, til dæmis vegna ofnæmis eða óþols. Ragga segir lesendum sínum að borða frekar mat sem er góður á bragðið, nærir skrokkinn og fer vel í maga.Getur aldrei orðið að lífsstíl „Mataræði sem einkennist af miklum reglum, boðum og bönnum hefur alltaf síðasta söludag. Bannlistar gefa matnum vald yfir þér sem veldur pervertískum löngunum og þú borðar alltof mikið. Allt sem er bannað verður spennandi, og þú upplifir þig sem fórnarlamb sem má ekki taka þátt í gleðinni með hinum. Að lokum gefurðu skít í allt saman og borðar vélindað stútfullt af þessu bannaða. Þá er hvort sem er "allt ónýtt" og þú þarft ekki að fylgja reglunum lengur,“ segir Ragga í samtali við Vísi. Hún segir að fólk fái í kjölfarið samviskubit og til þess að bæta upp fyrir ákvarðanir sínar byrji það aftur í öfgum og bannlistum. „Með langan lista af mat sem "má" og "má ekki" borða vefur þannig snöru um hálsinn á okkur og við jó-jóum frá einum öfgum yfir í aðra. Frá því að borða það aldrei og yfir í að borða yfir okkur af því. Slík nálgun getur aldrei orðið að lífsstíl.“ Hér að neðan má lesa pistil Röggu í heild sinni: Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira
„Það er svo mikið af mismunandi skilaboðum þarna úti sem eru einungis til þess fallin að rugla fólk í ríminu um hvað sé hollt og hvað ekki. Hvað "má" borða og hvað "má ekki". Nýjasta dæmið er kókosolían sem allt í einu er uppspretta alls ills. Meira að segja bananar hafa verið settir út í kuldann,“ segir sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir í samtali við Vísi. Ragnhildur sem er betur þekkt sem Ragga Nagli birti pistil á Facebook síðu sinni um matvæli á bannlista fólks. Hún telur að bannlistar í mataræði gæti valdið því að fólk þrói óheilbrigt samband við mat. Hennar skoðun er að maturinn sem fólk ætti að forðast þegar það er að reyna að ná árangri sé matur sem því þykir vondur og matur sem fer illa í skrokkinn, til dæmis vegna ofnæmis eða óþols. Ragga segir lesendum sínum að borða frekar mat sem er góður á bragðið, nærir skrokkinn og fer vel í maga.Getur aldrei orðið að lífsstíl „Mataræði sem einkennist af miklum reglum, boðum og bönnum hefur alltaf síðasta söludag. Bannlistar gefa matnum vald yfir þér sem veldur pervertískum löngunum og þú borðar alltof mikið. Allt sem er bannað verður spennandi, og þú upplifir þig sem fórnarlamb sem má ekki taka þátt í gleðinni með hinum. Að lokum gefurðu skít í allt saman og borðar vélindað stútfullt af þessu bannaða. Þá er hvort sem er "allt ónýtt" og þú þarft ekki að fylgja reglunum lengur,“ segir Ragga í samtali við Vísi. Hún segir að fólk fái í kjölfarið samviskubit og til þess að bæta upp fyrir ákvarðanir sínar byrji það aftur í öfgum og bannlistum. „Með langan lista af mat sem "má" og "má ekki" borða vefur þannig snöru um hálsinn á okkur og við jó-jóum frá einum öfgum yfir í aðra. Frá því að borða það aldrei og yfir í að borða yfir okkur af því. Slík nálgun getur aldrei orðið að lífsstíl.“ Hér að neðan má lesa pistil Röggu í heild sinni:
Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira