Craig var gestur Stephen Colbert í gærkvöldi en nokkrum klukkustundum áður sagðist hann ekki viss um hvort hann tæki að sér hlutverkið. Þó sagði hann að þetta hefði legið fyrir í nokkra mánuði.
Hann sagði þó að þetta yrði í síðasta sinn.
Þá var leikarinn spurður út í gömul ummæli sín um að hann myndi frekar skera sig á púls heldur en að taka að sér hlutverkið aftur.
Hann sagði að hann hefði verið nýbúinn að ljúka við tökur á Spectre. Hann hefði verið þreyttur og svar hans hefði verið heimskulegt.
Craig segir einnig frá því hvernig það kom til að hann lék Stormsveitarmann í Star Wars: The Force Awakens.