Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2017 23:22 Sjómaðurinn hefur blasað við öllum þeim sem ekið hafa Sæbrautina í vesturátt. Hér má sjá listamannahópinn að störfum árið 2015. Vísir/Vilhelm Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. Myndin, sem prýddi húsið í nærri tvö ár, fór „mikið fyrir brjóstið“ á honum ef marka má tölvupóstsamskipti hans við hina ýmsu embætissmenn sem Ríkisútvarpið greinir frá nú í kvöld.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Hjörleifur hafi verið einn háværasti andstæðingur sjómannsins, sem málaður var á vegg Skúlagötu 4 í tengslum við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves haustið 2015. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Þegar Fréttablaðið reyndi að leita skýringa á hvarfi sjómannsins var fátt um svör. Enginn vildi axla ábyrgð, ráðuneytið benti á borgina og borgin benti á húseigendur.Framkvæmdastjóri Iceland Airwaves vakti máls á hvarfinu á Facebooksíðu sinni á sunnudag.Í tölvupóstsamskiptunum sem Ríkisútvarpið reifar má lesa að Hjörleifur hafi í lok maí á síðasta ári sent byggingarfulltrúanum Nikulási Úlfari Mássyni fyrirspurn í þremur liðum. Vildi hann meðal annars fá að vita hvenær mætti búast við því að „þessi mynd verði fjarlægð af húsinu.“ Tveimur dögum síðar barst honum svar þar sem honum var tjáð að engin tímamörk hafi verið gefin upp á því hvenær sjómaðurinn yrði fjarlægður. Fyrirspurn hans gæfi þó tilefni til að skoða þau mál.Sjá einnig: Búið að mála yfir sjómanninn á Sjávarútvegshúsinu Hjörleifur var farinn að missa þolinmæðina í júlí og sendi þá annað póst á byggingafulltrúann. Þar segist hann hafa samband við húsvörð húsfélags Sjávarútvegshússins og spurst fyrir um myndina. Í póstinum segist Hjörleifur hafa fengið það staðfest, eins og Vísir greindi frá í umfjöllun sinni í gær, að samþykkt hafi verið að mála verkið tímabundið á austurhlið hússins. Upphaflega hafi staðið til að það yrði þar til eins árs. „Vinsamlega staðfestið að við þetta verði staðið,“ skrifar langþreyttur Hjörleifur.Hjörleifur Guttormsson kvartaði ítrekað undir sjómanninum á vegg Sjávarútvegshússins.Vísir/ValgarðurEkkert gerist í málinu, Hjörleifur fær enga staðfestingu og sendir því póst á formann Borgarráðs, S. Björn Blöndal, og krefst þess að fá staðfestingu á því að myndin verði fjarlægð um haustið. Byggingarfulltrúinn svarar Hjörleifi daginn eftir og segist hafa óskað eftir því í samráði við hússtjórn Sjávarútvegshússins verði verkið á gafli hússins fjarlægt.Ríkisútvarpið segist hafa tölvupóstsamskipti byggingarfulltrúans við Iceland Airwaves undir höndum þar sem hann tjáir aðstandendum hátíðarinnar að kvartað hafi verið undan myndinni. Í þeim nafngreinir hann ekki Hjörleif sem kvartarann en gefur ágætis vísbendingu; segir hann vera fyrrverandi ráðherra sem búi í nágrenninu. Starfsmaður hátíðarinnar segir þessa óánægju koma flatt upp á sig í svarpóstinum og segist ætla að undirbúa það að málað verði yfir verkið. Lítil hreyfing á málinu virðist þó fara í taugarnar á Hjörleifi sem sendir byggingafulltrúanum enn einn póstinn í lok nóvember. „Sæll Nikulás. Nú er komið fram á jölaföstu og enn ber ekkert á efndum á fyrirheitinu um að umrædd rismynd á Sjávarútvegshúsinu verði fjarlægð. Hvenær er þess að vænta að við loforð þar að lútandi verði staðið?“ tekur Ríkisútvarpið upp úr póstinum. Byggingafulltrúinn svarar skömmu síðar og segir vera í höndum eigenda hússins að taka ákvörðunina um að fjarlægja myndina. Jafnframt kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins að lögfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar hafi óskað eftir bréfi sem ráðuneytisstjóri atvinnuvegaráðuneytisins vísaði til í frétt Fréttablaðsins í morgun. Fram í því kom að borgin vildi að myndin yrði fjarlægð. „Umrætt bréf var reyndar tölvupóstur enn eins og hann ber með sér fóru einnig einhver símtöl á milli manna þar sem tölvupósturinn er svar til Hjörleifs“ Tengdar fréttir Búið að mála yfir sjómanninn á Sjávarútvegshúsinu Veggmyndin á austuvegg Skúlagötu 4 er nú á bak og burt. 14. ágúst 2017 12:00 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. Myndin, sem prýddi húsið í nærri tvö ár, fór „mikið fyrir brjóstið“ á honum ef marka má tölvupóstsamskipti hans við hina ýmsu embætissmenn sem Ríkisútvarpið greinir frá nú í kvöld.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Hjörleifur hafi verið einn háværasti andstæðingur sjómannsins, sem málaður var á vegg Skúlagötu 4 í tengslum við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves haustið 2015. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Þegar Fréttablaðið reyndi að leita skýringa á hvarfi sjómannsins var fátt um svör. Enginn vildi axla ábyrgð, ráðuneytið benti á borgina og borgin benti á húseigendur.Framkvæmdastjóri Iceland Airwaves vakti máls á hvarfinu á Facebooksíðu sinni á sunnudag.Í tölvupóstsamskiptunum sem Ríkisútvarpið reifar má lesa að Hjörleifur hafi í lok maí á síðasta ári sent byggingarfulltrúanum Nikulási Úlfari Mássyni fyrirspurn í þremur liðum. Vildi hann meðal annars fá að vita hvenær mætti búast við því að „þessi mynd verði fjarlægð af húsinu.“ Tveimur dögum síðar barst honum svar þar sem honum var tjáð að engin tímamörk hafi verið gefin upp á því hvenær sjómaðurinn yrði fjarlægður. Fyrirspurn hans gæfi þó tilefni til að skoða þau mál.Sjá einnig: Búið að mála yfir sjómanninn á Sjávarútvegshúsinu Hjörleifur var farinn að missa þolinmæðina í júlí og sendi þá annað póst á byggingafulltrúann. Þar segist hann hafa samband við húsvörð húsfélags Sjávarútvegshússins og spurst fyrir um myndina. Í póstinum segist Hjörleifur hafa fengið það staðfest, eins og Vísir greindi frá í umfjöllun sinni í gær, að samþykkt hafi verið að mála verkið tímabundið á austurhlið hússins. Upphaflega hafi staðið til að það yrði þar til eins árs. „Vinsamlega staðfestið að við þetta verði staðið,“ skrifar langþreyttur Hjörleifur.Hjörleifur Guttormsson kvartaði ítrekað undir sjómanninum á vegg Sjávarútvegshússins.Vísir/ValgarðurEkkert gerist í málinu, Hjörleifur fær enga staðfestingu og sendir því póst á formann Borgarráðs, S. Björn Blöndal, og krefst þess að fá staðfestingu á því að myndin verði fjarlægð um haustið. Byggingarfulltrúinn svarar Hjörleifi daginn eftir og segist hafa óskað eftir því í samráði við hússtjórn Sjávarútvegshússins verði verkið á gafli hússins fjarlægt.Ríkisútvarpið segist hafa tölvupóstsamskipti byggingarfulltrúans við Iceland Airwaves undir höndum þar sem hann tjáir aðstandendum hátíðarinnar að kvartað hafi verið undan myndinni. Í þeim nafngreinir hann ekki Hjörleif sem kvartarann en gefur ágætis vísbendingu; segir hann vera fyrrverandi ráðherra sem búi í nágrenninu. Starfsmaður hátíðarinnar segir þessa óánægju koma flatt upp á sig í svarpóstinum og segist ætla að undirbúa það að málað verði yfir verkið. Lítil hreyfing á málinu virðist þó fara í taugarnar á Hjörleifi sem sendir byggingafulltrúanum enn einn póstinn í lok nóvember. „Sæll Nikulás. Nú er komið fram á jölaföstu og enn ber ekkert á efndum á fyrirheitinu um að umrædd rismynd á Sjávarútvegshúsinu verði fjarlægð. Hvenær er þess að vænta að við loforð þar að lútandi verði staðið?“ tekur Ríkisútvarpið upp úr póstinum. Byggingafulltrúinn svarar skömmu síðar og segir vera í höndum eigenda hússins að taka ákvörðunina um að fjarlægja myndina. Jafnframt kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins að lögfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar hafi óskað eftir bréfi sem ráðuneytisstjóri atvinnuvegaráðuneytisins vísaði til í frétt Fréttablaðsins í morgun. Fram í því kom að borgin vildi að myndin yrði fjarlægð. „Umrætt bréf var reyndar tölvupóstur enn eins og hann ber með sér fóru einnig einhver símtöl á milli manna þar sem tölvupósturinn er svar til Hjörleifs“
Tengdar fréttir Búið að mála yfir sjómanninn á Sjávarútvegshúsinu Veggmyndin á austuvegg Skúlagötu 4 er nú á bak og burt. 14. ágúst 2017 12:00 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Búið að mála yfir sjómanninn á Sjávarútvegshúsinu Veggmyndin á austuvegg Skúlagötu 4 er nú á bak og burt. 14. ágúst 2017 12:00
Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00