Liverpool komst í 2-0 í leiknum og vann á endanum 2-1 sigur eftir að Hoffenheim minnkaði muninn í lokin.
Simon Mignolet er algjör vítabani því belgíski markvörðurinn er núna búinn að verja fjórar af síðustu sjö vítaspyrnum sem hann hefur reynt við í öllum keppnum.
Síðan að Simon Mignolet kom til Liverpool þá hefur hann ennfremur varið 7 af 20 vítum en það gerir 35 prósent vítamarkvörslu.
Ekki slæmt fyrir Liverpool að treysta á þennan markvörð þegar liðið fær dæmt á sig víti.
35% - Simon Mignolet has saved 7 of the 20 penalties he's faced in all competitions since joining Liverpool (excluding shootouts). Safe.
— OptaJoe (@OptaJoe) August 15, 2017