Innlent

Körfubolti í miklu uppáhaldi hjá nunnunum í Stykkishólmi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Eitt af því skemmtilegasta sem nunnurnar í nunnuklaustrinu á Stykkishólmi gera er að spila körfubolta við börnin í bænum. Þá gera þær mikið af því að syngja og spila á gítar á milli þess sem þær biðja bænir.

Þrjár nunnur eru í Stykkishólmi en þær tilheyra Maríureglunni – „Bláu systurnar“ eins og þær eru kallaðar.

Systurnar hafa það hlutverk að sinna safnaðarlífi kaþólskra á Snæfellsnesi. „Dagurinn okkar er byggður á bæn. Við vöknum klukkan sex og byrjum strax á að biðja,“ segir Systir Porta Coeli.

Nunnurnar gera mikið af því að syngja saman og spila á gítar. Þær hafa sömuleiðis mikinn áhuga á körfubolta og leika sér oft sjálfar á vellinum eða með börnunum í Stykkishólmi, að sjálfsögðu í nunnubúningnum.

Sjá má brot úr innslaginu um nunnurnar í spilaranum að ofan en innslagið var sýnt í heild sinni í þættinum Feðgar á ferð sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×