Telur Robert Downey hafa fengið sérstaka meðferð við umsókn um uppreist æru Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 00:35 Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á. Vísir/Stefán Bergur Þór Ingólfsson, faðir brotaþola í máli Roberts Downey, segir Robert hafa fengið sérstaka meðferð þegar hann sótti um uppreist æru. Þá segir hann nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ekki eiga að „ganga burt af fundi með lokuð augu eins og gerðist í dag.“ Í samtali við Vísi segir Bergur að ólíðandi sé hvernig farið hafi verið með málið. Nýútgefnar tölur um uppreist æru frá 1995-2017, þar sem hann telur sjást að Robert hafi fengið óeðlilega meðferð, auk útgöngu meirihluta nefndarinnar í dag hafi reynst þolendum þungbærar fréttir.Öll mál afgreidd á innan við ári nema mál Roberts Downey Í dag voru fluttar fréttir af því að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem fundaði í dag um reglur um uppreist æru, hefði gengið út áður en meðmælabréf í máli Roberts voru lögð fram í trúnaði. Bergur furðar sig á þessu í færslu sinni og vísar þar í tölulegar upplýsingar sem birtar voru í dag um uppreist æru árin 1995-2017. „Þar sést að öll mál hafa verið afgreidd á innan við ári nema eitt. Mál Roberts Downey. Það var afgreitt á tveimur árum,“ skrifar Bergur á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Málið er frávik frá eðlilegri afgreiðslu. Þess vegna er réttlætanlegt að það mál sé skoðað sérstaklega í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og nefndarmenn ættu ekki að forðast það eins og heitan eldinn og ganga burt af fundi með lokuð augu eins og gerðist í dag.“Sjá einnig: Birta yfirlit yfir þá sem hlotið hafa uppreist æru Þá rekur Bergur ferlið um uppreist æru Roberts Downey í færslu sinni og vísar í þær upplýsingar sem hann hefur nú fengið um málið, sérstaklega hinar nýútgefnu tölulegu upplýsingar um uppreist æru frá árunum 1995-2017. Að lokum skrifar hann að um augljóst frávik sé að ræða. Þá krefst hann þess að foreldrum og aðstandendum verði veittar allar upplýsingar um málið. „Að mati brotaþola Robert(s) Downey og aðstandanda þeirra er um augljóst frávik að ræða sem hvorki dómsmálaráðuneytið né stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa komið auga á. Við höfum upp á eigin spýtur og með hjálp fjölmiðla þurft að raða saman þeim litlu brotum sem mjatlað er í okkur. Það er því óþolandi að upplýsingum sé haldið frá okkur og krefjumst þess að fá allar upplýsingar um málið fram í dagsljósið, þar á meðal umsagnir og nöfn hinna valinkunnu. Ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd telur það brjóta jafnræðisreglu biðjum við um sömu upplýsingar um öll mál af sama toga,“ skrifar Bergur.Ólíðandi að fá ekki að sjá neinar upplýsingarAðspurður segist Bergur ekki viss um það hvort einhver skilaboð til brotaþola séu fólgin í útgöngu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Í samtali við Vísi í kvöld segir hann fyrst og fremst alvarlega vöntun vera á upplýsingum til brotaþola og aðstandenda um mál Roberts Downey. „Ég veit ekki hvort það séu einhver skilaboð í þessu fólgin en allavega höfum við þurft að grufla í þessu og það hefur verið hent í okkur upplýsingum og menn segja etthvað, bæði ráðherrar og nefndarformenn, þeir segja eitthvað sem við fáum síðan engar sannanir fyrir. Við fáum ekki að sjá neinar upplýsingar um þetta mál,“ segir Bergur. „Þetta er bara gjörsamlega ólíðandi hvernig farið er með þetta, því þetta varðar bæði okkur og almannahag. Það er bara ólíðandi að við fáum engar upplýsingar. Þeim er haldið frá okkur.“Sjá einnig: Faðir segir Robert Downey fá uppreist æru eins og eftir umsókn um Costco kortAnnað áfall fyrir stúlkurnarBergur tekur enn fremur sérstaklega fram í samtali við blaðamann að greinilegt sé að málið er ekki flokkspólitískt. Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi hafi sett sig í samband við Berg og fjölskyldu hans og sagst styðja þau í málinu. Þá talar hann fyrir hönd brotaþola Roberts Downey, þar á meðal dóttur sína Nínu, og aðstandenda þeirra þegar hann gerir alvarlegar athugasemdir við meðferð málsins. Hann segir fréttaflutningurinn í dag af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafa verið enn eitt reiðarslagið fyrir þolendurna. „Ég er í sambandi við stúlkurnar sem hann braut á og svo erum við tvö pör af foreldrum í kringum Nínu. Þetta er annað áfall fyrir stúlkurnar, þær eru búnar að vera í áfalli í allt sumar stelpurnar, og hafa misst úr vinnu þegar fréttir hafa komið. Þetta er ekki boðlegt.“Færslu Bergs má sjá í heild sinni hér að neðan. Uppreist æru Tengdar fréttir Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47 Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gekk út af fundi í dag. 14. ágúst 2017 16:07 Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman til að ræða óflekkað mannorð dæmds barnaníðings. Afar sjaldgæft er að fundir séu á þessum árstíma nema þau hreinlega geti ekki beðið. 18. júlí 2017 06:00 Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna Hugtakið „upppreist æru“ um það þegar dæmdir menn fá borgararéttindi aftur hafa ruglað umræðuna, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 13. ágúst 2017 13:44 Svandís Svavars segir framkvæmd beiðna um uppreist æru vera of vélræna Þetta var niðurstaða fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, óskaði sérstaklega eftir og fór fram í dag. 18. júlí 2017 13:21 Birta yfirlit yfir þá sem hlotið hafa uppreist æru Þrjátíu og tveir hafa fengið uppreist æru á síðustu 20 árum, þar af þrír sem dæmdir höfðu verið fyrir morð. 14. ágúst 2017 15:17 Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00 „Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42 Segir æru ráðuneytisins vera í húfi vegna máls Roberts Downey Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri segir æru ráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar vera í húfi. Ráðuneytið þurfi að svara fyrir þá ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook. 17. júlí 2017 22:08 Kynnir gögn um mál Róberts Downey Ákvörðunin hefur sætt mikilli gagnrýni, en Róbert var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum fyrir um áratug. 9. ágúst 2017 06:00 Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00 Faðir segir Robert Downey fá uppreist æru eins og eftir umsókn um Costco kort Faðir einnrar stúlkunnar sem Robert Downey var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að misnota kynferðislega, segir að það sé nánast eins auðvelt að fá uppreist æru og sækja um Costoco kort. 4. ágúst 2017 18:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson, faðir brotaþola í máli Roberts Downey, segir Robert hafa fengið sérstaka meðferð þegar hann sótti um uppreist æru. Þá segir hann nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ekki eiga að „ganga burt af fundi með lokuð augu eins og gerðist í dag.“ Í samtali við Vísi segir Bergur að ólíðandi sé hvernig farið hafi verið með málið. Nýútgefnar tölur um uppreist æru frá 1995-2017, þar sem hann telur sjást að Robert hafi fengið óeðlilega meðferð, auk útgöngu meirihluta nefndarinnar í dag hafi reynst þolendum þungbærar fréttir.Öll mál afgreidd á innan við ári nema mál Roberts Downey Í dag voru fluttar fréttir af því að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem fundaði í dag um reglur um uppreist æru, hefði gengið út áður en meðmælabréf í máli Roberts voru lögð fram í trúnaði. Bergur furðar sig á þessu í færslu sinni og vísar þar í tölulegar upplýsingar sem birtar voru í dag um uppreist æru árin 1995-2017. „Þar sést að öll mál hafa verið afgreidd á innan við ári nema eitt. Mál Roberts Downey. Það var afgreitt á tveimur árum,“ skrifar Bergur á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Málið er frávik frá eðlilegri afgreiðslu. Þess vegna er réttlætanlegt að það mál sé skoðað sérstaklega í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og nefndarmenn ættu ekki að forðast það eins og heitan eldinn og ganga burt af fundi með lokuð augu eins og gerðist í dag.“Sjá einnig: Birta yfirlit yfir þá sem hlotið hafa uppreist æru Þá rekur Bergur ferlið um uppreist æru Roberts Downey í færslu sinni og vísar í þær upplýsingar sem hann hefur nú fengið um málið, sérstaklega hinar nýútgefnu tölulegu upplýsingar um uppreist æru frá árunum 1995-2017. Að lokum skrifar hann að um augljóst frávik sé að ræða. Þá krefst hann þess að foreldrum og aðstandendum verði veittar allar upplýsingar um málið. „Að mati brotaþola Robert(s) Downey og aðstandanda þeirra er um augljóst frávik að ræða sem hvorki dómsmálaráðuneytið né stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa komið auga á. Við höfum upp á eigin spýtur og með hjálp fjölmiðla þurft að raða saman þeim litlu brotum sem mjatlað er í okkur. Það er því óþolandi að upplýsingum sé haldið frá okkur og krefjumst þess að fá allar upplýsingar um málið fram í dagsljósið, þar á meðal umsagnir og nöfn hinna valinkunnu. Ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd telur það brjóta jafnræðisreglu biðjum við um sömu upplýsingar um öll mál af sama toga,“ skrifar Bergur.Ólíðandi að fá ekki að sjá neinar upplýsingarAðspurður segist Bergur ekki viss um það hvort einhver skilaboð til brotaþola séu fólgin í útgöngu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Í samtali við Vísi í kvöld segir hann fyrst og fremst alvarlega vöntun vera á upplýsingum til brotaþola og aðstandenda um mál Roberts Downey. „Ég veit ekki hvort það séu einhver skilaboð í þessu fólgin en allavega höfum við þurft að grufla í þessu og það hefur verið hent í okkur upplýsingum og menn segja etthvað, bæði ráðherrar og nefndarformenn, þeir segja eitthvað sem við fáum síðan engar sannanir fyrir. Við fáum ekki að sjá neinar upplýsingar um þetta mál,“ segir Bergur. „Þetta er bara gjörsamlega ólíðandi hvernig farið er með þetta, því þetta varðar bæði okkur og almannahag. Það er bara ólíðandi að við fáum engar upplýsingar. Þeim er haldið frá okkur.“Sjá einnig: Faðir segir Robert Downey fá uppreist æru eins og eftir umsókn um Costco kortAnnað áfall fyrir stúlkurnarBergur tekur enn fremur sérstaklega fram í samtali við blaðamann að greinilegt sé að málið er ekki flokkspólitískt. Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi hafi sett sig í samband við Berg og fjölskyldu hans og sagst styðja þau í málinu. Þá talar hann fyrir hönd brotaþola Roberts Downey, þar á meðal dóttur sína Nínu, og aðstandenda þeirra þegar hann gerir alvarlegar athugasemdir við meðferð málsins. Hann segir fréttaflutningurinn í dag af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafa verið enn eitt reiðarslagið fyrir þolendurna. „Ég er í sambandi við stúlkurnar sem hann braut á og svo erum við tvö pör af foreldrum í kringum Nínu. Þetta er annað áfall fyrir stúlkurnar, þær eru búnar að vera í áfalli í allt sumar stelpurnar, og hafa misst úr vinnu þegar fréttir hafa komið. Þetta er ekki boðlegt.“Færslu Bergs má sjá í heild sinni hér að neðan.
Uppreist æru Tengdar fréttir Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47 Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gekk út af fundi í dag. 14. ágúst 2017 16:07 Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman til að ræða óflekkað mannorð dæmds barnaníðings. Afar sjaldgæft er að fundir séu á þessum árstíma nema þau hreinlega geti ekki beðið. 18. júlí 2017 06:00 Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna Hugtakið „upppreist æru“ um það þegar dæmdir menn fá borgararéttindi aftur hafa ruglað umræðuna, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 13. ágúst 2017 13:44 Svandís Svavars segir framkvæmd beiðna um uppreist æru vera of vélræna Þetta var niðurstaða fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, óskaði sérstaklega eftir og fór fram í dag. 18. júlí 2017 13:21 Birta yfirlit yfir þá sem hlotið hafa uppreist æru Þrjátíu og tveir hafa fengið uppreist æru á síðustu 20 árum, þar af þrír sem dæmdir höfðu verið fyrir morð. 14. ágúst 2017 15:17 Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00 „Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42 Segir æru ráðuneytisins vera í húfi vegna máls Roberts Downey Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri segir æru ráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar vera í húfi. Ráðuneytið þurfi að svara fyrir þá ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook. 17. júlí 2017 22:08 Kynnir gögn um mál Róberts Downey Ákvörðunin hefur sætt mikilli gagnrýni, en Róbert var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum fyrir um áratug. 9. ágúst 2017 06:00 Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00 Faðir segir Robert Downey fá uppreist æru eins og eftir umsókn um Costco kort Faðir einnrar stúlkunnar sem Robert Downey var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að misnota kynferðislega, segir að það sé nánast eins auðvelt að fá uppreist æru og sækja um Costoco kort. 4. ágúst 2017 18:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47
Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gekk út af fundi í dag. 14. ágúst 2017 16:07
Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman til að ræða óflekkað mannorð dæmds barnaníðings. Afar sjaldgæft er að fundir séu á þessum árstíma nema þau hreinlega geti ekki beðið. 18. júlí 2017 06:00
Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna Hugtakið „upppreist æru“ um það þegar dæmdir menn fá borgararéttindi aftur hafa ruglað umræðuna, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 13. ágúst 2017 13:44
Svandís Svavars segir framkvæmd beiðna um uppreist æru vera of vélræna Þetta var niðurstaða fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, óskaði sérstaklega eftir og fór fram í dag. 18. júlí 2017 13:21
Birta yfirlit yfir þá sem hlotið hafa uppreist æru Þrjátíu og tveir hafa fengið uppreist æru á síðustu 20 árum, þar af þrír sem dæmdir höfðu verið fyrir morð. 14. ágúst 2017 15:17
Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00
„Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42
Segir æru ráðuneytisins vera í húfi vegna máls Roberts Downey Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri segir æru ráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar vera í húfi. Ráðuneytið þurfi að svara fyrir þá ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook. 17. júlí 2017 22:08
Kynnir gögn um mál Róberts Downey Ákvörðunin hefur sætt mikilli gagnrýni, en Róbert var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum fyrir um áratug. 9. ágúst 2017 06:00
Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00
Faðir segir Robert Downey fá uppreist æru eins og eftir umsókn um Costco kort Faðir einnrar stúlkunnar sem Robert Downey var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að misnota kynferðislega, segir að það sé nánast eins auðvelt að fá uppreist æru og sækja um Costoco kort. 4. ágúst 2017 18:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent