Svo virðist vera sem fljótasti maður allra tíma, Usain Bolt, hafi ekki hagað undirbúningi sínum fyrir lokahlaup ferilsins af mikilli skynsemi.
Breska slúðurblaðið The Sun komst yfir myndir og myndbönd af Bolt að skemmta sér fram á morgun nokkrum dögum áður en lokahlaup hans fór fram.
Samkvæmt heimildum blaðsins þá drakk Bolt bæði romm og koníak í miklu teiti sem stóð fram á morgun.
Teitið var haldið til þess að minnast góðvinar Bolt, Germaine Mason, sem lést í mótorhjólaslysi í apríl. Bolt bar líkkistu hans í jarðarförinni og var með þeim fyrstu sem kom að honum eftir slysið.
Það vita allir hvernig lokahlaupið fór en Bolt meiddist í lokasprettinum og lauk ferli sínum í sárum á hlaupabrautinni.
Bolt fékk sér í glas nokkrum dögum fyrir lokahlaupið

Tengdar fréttir

Glataður endir á glæstum ferli
Síðasta hlaup Usains Bolt, fótfráasta manns sögunnar, fór ekki eftir handritinu.

Bolt tognaði í lokahlaupinu er Bretar báru sigur úr býtum
Usain Bolt tognaði í lokahlaupi sínu á HM á frjálsum í kvöld og þurfti að hætta leik á lokasprettinum er Bretar tóku gullverðlaunin á heimavelli.