Búið að mála yfir sjómanninn á Sjávarútvegshúsinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 12:00 Sjómaðurinn hefur blasað við öllum þeim sem ekið hafa Sæbrautina í vesturátt. Hér má sjá listamannahópinn að störfum árið 2015. Vísir/Vilhelm Búið er að mála yfir stærðarinnar veggmynd af sjómanni sem prýddi austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4. Veggurinn er nú skjannahvítur. Myndin var hluti verkefnisins Veggjaskáldskapur sem ýtt var úr vör í aðdraganda Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar árið 2015. Götulistamönnum var úthlutað veggjunum sem þeir skreyttu, innblásnir af lagatextum hljómsveita. Myndin á vegg Sjávarútvegshússins var máluð af hópnum Evoca1 og var innblásin af texta lagsins Gonna Make Time með sveitinni Shaun & Starr. Myndirnar urðu alls tíu. Aðeins hefur verið hróflað við einu öðru verki en það prýddi hús í einkaeigu. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airways, segir í samtali við fréttastofu að hvíti veggurinn hafi komið flatt upp á sig og að ekki hafi verið málað yfir sjómanninn í samráði við aðstandendur tónlistarhátíðarinnar, sem fjármagnaði verkið, eða listamennina. Myndirnar megi vera á húsunum eins lengi og eigendur húsanna vilja. Hér að neðan má sjá færslu sem Grímur birti í gær og sýnir breytinguna á veggnum.Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar, segir í samtali við Vísi að ekki hafi staðið til að sjómaðurinn yrði langlífur. Upphaflega hafi einungis verið gert ráð fyrir því að verkið yrði á veggnum til eins árs. Því hafi þó verið leyft að lifa í eitt ár í viðbót og málað yfir það nú í byrjun ágúst. Aðspurður hvort ekki sé eftirsjá af sjómanninum segir Sigurður svo vera. „Ég sakna hans nú en það er eins og með margt annað í þessum heimi, sumir nágrannanna voru víst ekkert ánægðir með hann,“ segir forstjórinn. Það helst í hendur við heimildir Vísis sem herma að það hafi ekki síst verið vegna óánægju íbúa í Skuggahverfinu með sjómanninn sem ákveðið hafi verið að mála yfir verkið. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Búið er að mála yfir stærðarinnar veggmynd af sjómanni sem prýddi austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4. Veggurinn er nú skjannahvítur. Myndin var hluti verkefnisins Veggjaskáldskapur sem ýtt var úr vör í aðdraganda Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar árið 2015. Götulistamönnum var úthlutað veggjunum sem þeir skreyttu, innblásnir af lagatextum hljómsveita. Myndin á vegg Sjávarútvegshússins var máluð af hópnum Evoca1 og var innblásin af texta lagsins Gonna Make Time með sveitinni Shaun & Starr. Myndirnar urðu alls tíu. Aðeins hefur verið hróflað við einu öðru verki en það prýddi hús í einkaeigu. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airways, segir í samtali við fréttastofu að hvíti veggurinn hafi komið flatt upp á sig og að ekki hafi verið málað yfir sjómanninn í samráði við aðstandendur tónlistarhátíðarinnar, sem fjármagnaði verkið, eða listamennina. Myndirnar megi vera á húsunum eins lengi og eigendur húsanna vilja. Hér að neðan má sjá færslu sem Grímur birti í gær og sýnir breytinguna á veggnum.Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar, segir í samtali við Vísi að ekki hafi staðið til að sjómaðurinn yrði langlífur. Upphaflega hafi einungis verið gert ráð fyrir því að verkið yrði á veggnum til eins árs. Því hafi þó verið leyft að lifa í eitt ár í viðbót og málað yfir það nú í byrjun ágúst. Aðspurður hvort ekki sé eftirsjá af sjómanninum segir Sigurður svo vera. „Ég sakna hans nú en það er eins og með margt annað í þessum heimi, sumir nágrannanna voru víst ekkert ánægðir með hann,“ segir forstjórinn. Það helst í hendur við heimildir Vísis sem herma að það hafi ekki síst verið vegna óánægju íbúa í Skuggahverfinu með sjómanninn sem ákveðið hafi verið að mála yfir verkið.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira