Erlent

Ellefu látnir í óeirðum eftir kosningarnar í Kenía

Kjartan Kjartansson skrifar
Stuðningsmenn Odinga kveikja eld á götu í fátækrahverfinu Kibera.
Stuðningsmenn Odinga kveikja eld á götu í fátækrahverfinu Kibera. Vísir/AFP
Lögreglumenn í Kenía hafa drepið að minnsta kosti ellefu mótmælendur í óeirðum eftir forsetakosningarnar í landinu í vikunni. Sitjandi forseti hafði sigur en frambjóðandi stjórnarandstöðunnar segir brögð hafa verið í tafli.

Óeirðirnar hafa að mestu verið bundnar við borgina Kisumu í vesturhluta Kenía og fátækrahverfi höfuðborgarinnar Naíróbí.

Níu ungir menn voru skotnir til bana í höfuðborginni í nótt þegar lögreglumenn reyndu að stöðva gripdeildir, að sögn embættismanns sem Reuters-fréttastofan ræddi við. Þá lést ung stúlka þegar skotum var hleypt af og einn féll í óeirðum í Kisumu.

Raila Odinga, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, fullyrti í vikunni að hakkarar hefðu hugrætt úrslitum kosninganna. Alþjóðlegir kosningaeftirlitsmenn segja að kosningarnar hafi hins vegar að mestu farið vel fram.

Uhuru Kenyatta náði endurkjöri sem forseti með 54% akvæða. Það þýðir að ekki þarf að halda aðra umferð í forsetakosningunum.


Tengdar fréttir

Mótmæli eftir ásakanir um kosningasvindl

Mótmæli og óeirðir brutust út í Kenía í dag eftir að leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar sagði að átt hefði verið við niðurstöður forsetakosninganna þar í landi.

Engar vísbendingar um svik í kosningunum í Kenía

Yfirmaður kosningaeftirlitsnefndar ESB segir engin merki um að úrslitum forsetakosninganna í Kenía hafi verið hagrætt eins og frambjóðandi stjórnarandstöðunnar heldur fram.

Árás á tölvukerfið vegna kosninganna í Kenía mistókst

Erlendir eftirlitsaðilar hafa lýst því yfir að ekki hafi verið brögð í tafli í kenísku kosningunum í vikunni. Nærri öll atkvæði höfðu verið talin í gærkvöldi og féllu rúm 54 prósent talinna atkvæða í forsetakosningunum í skaut sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta. Alls kusu 45 prósent Raila Odinga en enginn annar fékk meira en hálft prósent atkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×