Spænski framherjinn Diego Costa er tilbúinn að fara með mál sitt í dómsal til að losna frá Chelsea samkvæmt heimildum bandaríska fjölmiðilsins ESPN.
Costa hefur átt í deilum við Antonio Conte, þjálfara Chelsea og vill ólmur komast frá félaginu en hann var orðaður við félagsskipti til Kína í janúar síðastliðnum.
Chelsea hefur leik í ensku úrvalsdeildinni nú seinna í dag en Costa hefur ekki tekið þátt í undirbúningstímabilinu. Hann hefur eytt því í Brasilíu hjá fjölskyldu sinni.
Conte tilkynnti Costa sem var markahæsti leikmaður ensku meistaranna á síðasta tímabili í sumar að hann gæti fundið sér nýtt félag en hefur fyrrum félag hans Atletico Madrid verið helst nefnt til sögunnar í því samhengi.
Gallinn er hinsvegar sá að Atletico er í miðju félagsskiptabanni og má því ekki ganga frá kaupunum fyrr en í janúar en lögfræðingur Costa segir skjólstæðing sinn tilbúinn að gera hvað sem er til að losna frá ensku meisturunum.
ESPN segir Costa og Chelsea á leiðinni í dómsal
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn