Margir bíða spenntir eftir því að sjá vöruúrvalið og einhverjir velta því fyrir sér hvort koma H&M muni hafa áhrif á verð annarra fataverslana. Við skoðuðum verðlagninguna á nokkrum flíkum og fylgihlutum í íslenskum krónum en verðin má sjá á myndunum hér að neðan.
Sjá einnig:H&M boðskortið sent á ranga Mörtu Maríu
„Við erum ótrúlega spennt að opna dyrnar á verslun H&M í Smáralind og bjóða viðskiptavinina velkomna. Við höfum nú þegar orðið vör við mikinn spenning í kringum opnunina okkar og hlökkum til þess að standast væntingarnar. Okkar markmið er alltaf að viðskiptavinirnir geti gert góð kaup í H&M, útfrá hugmynd okkar um að bjóða tísku og gæði á góðu verði og á sjálfbæran hátt,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir markaðs- og upplýsingafulltrúi H&M á Íslandi í samtali við Vísi.
Nokkrir útvaldir fengu í vikunni boð í opnunarhóf H&M þar sem þeim gefst kostur á að versla vörur á 20 prósent afslætti, áður en verslunin í Smáralind verður opnuð almenningi.
Þeir fyrstu sem mæta á sjálfan opnunardaginn geta átt möguleika á að fá gjafabréf sem gildir í verslanir H&M. Má því búast við því að röð muni myndast fyrir utan verslunina.
Við tókum saman verð á nokkrum vinsælum vörum úr því vöruúrvali sem H&M mun bjóða upp á í sínum verslunum hér á landi.
Dömur

Herrar

Börn
