Nýliðarnir lítil fyrirstaða fyrir Manchester City | Sjáðu mörkin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Manchester City vann verðskuldaðan sigur á Brighton 2-0 í lokaleik dagsins í enska boltanum en sigurinn var síst of stór og voru yfirburðir gestanna miklir allt frá fyrstu mínútu.

Gestirnir frá Manchester-borg sóttu af krafti strax frá byrjun en náðu ekki að skora í fyrri hálfleik. Kom Gabriel Jesus boltanum í netið í eitt skipti en markið var réttilega dæmt af þar sem Jesus notaði höndina til að stýra boltanum í netið.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok var enn markalaust en Sergio Aguero kom Manchester City yfir eftir góða skyndisókn.

Vann Kevin De Bruyne boltann ofarlega á vellinum, fann David Silva sem laumaði boltanum inn á Aguero og sá argentínski kláraði vel.

Aðeins fimm mínutum síðar kom annað mark Manchester City þegar Lewis Dunk setti boltann í eigið net af stuttu færi en það reyndist síðasta mark leiksins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira