Kosningastjóri Trump rekur lögmenn sína Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2017 11:41 Rannsakendur eru byrjaði að þjarma verulega að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Vísir/EPA Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, hefur skipt um lögmenn en hann er nú til rannsóknar vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Washington Post greindi frá því í vikunni að alríkislögreglumenn hefðu gert húsleit á heimili Manafort í Virginíuríki í lok júlí. Þar hafi þeir lagt hald á ýmis gögn. Talsmaður Manafort segir nú að hann sé nú að skipta út lögmönnunum sem hafa komið fram fyrir hans hönd fram að þessu. Í stað þeirra ætli hann að ráða lögmenn frá Miller og Chevalier, stofu sem hann hefur notast við áður, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Stefnir erlendum bönkum um gögn og viðskipti ManafortTímaritið Time greindi frá því í gær að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem fer fyrir rannsókninni á afskiptum Rússa og mögulegu samráði bandamanna Trump við þá hefði stefnt erlendum bönkum til að afhenda upplýsingar um reikninga og viðskipti Manafort og nokkurra fyrirtækja í hans eigu. Mueller er einnig sagður hafa haft samband við viðskiptafélaga Manafort, þar á meðal tengdason hans og úkraínskan auðjöfur, um upplýsingar sem geti hjálpað rannsakendum að þjarma að Manafort. Manafort var kosningastjóri Trump fram í ágúst í fyrra. Hann hætti eftir að greint var frá vísbendingum um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum hliðhollum Rússum í Úkraínu. Hann sat einnig umdeildan fund með rússneskum lögmanni í fyrra ásamt syni og tengdasyni Trump. Rússinn sagðist hafa skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton og það væri liður í herferð Rússa til að hjálpa forsetaframboði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, hefur skipt um lögmenn en hann er nú til rannsóknar vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Washington Post greindi frá því í vikunni að alríkislögreglumenn hefðu gert húsleit á heimili Manafort í Virginíuríki í lok júlí. Þar hafi þeir lagt hald á ýmis gögn. Talsmaður Manafort segir nú að hann sé nú að skipta út lögmönnunum sem hafa komið fram fyrir hans hönd fram að þessu. Í stað þeirra ætli hann að ráða lögmenn frá Miller og Chevalier, stofu sem hann hefur notast við áður, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Stefnir erlendum bönkum um gögn og viðskipti ManafortTímaritið Time greindi frá því í gær að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem fer fyrir rannsókninni á afskiptum Rússa og mögulegu samráði bandamanna Trump við þá hefði stefnt erlendum bönkum til að afhenda upplýsingar um reikninga og viðskipti Manafort og nokkurra fyrirtækja í hans eigu. Mueller er einnig sagður hafa haft samband við viðskiptafélaga Manafort, þar á meðal tengdason hans og úkraínskan auðjöfur, um upplýsingar sem geti hjálpað rannsakendum að þjarma að Manafort. Manafort var kosningastjóri Trump fram í ágúst í fyrra. Hann hætti eftir að greint var frá vísbendingum um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum hliðhollum Rússum í Úkraínu. Hann sat einnig umdeildan fund með rússneskum lögmanni í fyrra ásamt syni og tengdasyni Trump. Rússinn sagðist hafa skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton og það væri liður í herferð Rússa til að hjálpa forsetaframboði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55
Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27