Stórfelld líkamsárás gegn fyrrverandi kærasta: „Hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 15:19 Hæstiréttur. vísir/gva Hæstiréttur Íslands hefur úrskurðað konu í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. ágúst næstkomandi fyrir tilraun til manndráps eða stófellda líkamsárás. Konunni er gefið að sök að hafa aðfararnótt mánudagsins 5. júní síðastliðinn í félagi við annan einstakling ráðist á fyrrverandi kærasta sinn á heimili hans og slegið hann með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama og stungið hann í hægra brjóstið. Hlaut maðurinn skurð sem náði niður í mjúkvefi og var nærri slagæð vöðva sem sérfræðingur á slysa- og bráðadeild Landspítalaháskólasjúkrahúss telur að hefði getað leitt af sér lífshættulega blæðingu inn á lunga, hefði hnífurinn snert æðina. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að konan hafi hringt ítrekað í sinn fyrrverandi umrætt kvöld en sá ekki nennt að tala við hana. Var hann með þremur vinum sínum og einni konu sem hann lét svara í símann í eitt skipti. Kærastan fyrrverandi brást við með því að skella á og sendi skömmu síðar smáskilaboð í farsíma mannsins þar sem hún sagðist hlakka til að hitta þau. Skömmu síðar var bankað upp á og var konan þá mætt í félagi við annan mann. Höfðu þau klúta fyrir andlitum sínum og konan hélt á kylfu sem hún sló sinn fyrrverandi með.„Ég faldi dótið“ Vitni sem var að ganga eftir götunni umrædda nótt lýsti því í skýrslu hjá lögreglu að hún hafi heyrt einhvern segja „hún stakk hann, hún stakk hann.“ Hún hafi einnig heyrt konuna segja við samverka sinn „hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“ en hann hafi svarað „ég faldi dótið.“Lögregla fann blóðugan hníf og kylfu við leit í garðinum sem talinn er tengjast málinu.vísir/eyþórKonan hefur viðurkennt að hafa farið ásamt vini sínum heim til mannsins og slegið hann með hafnaboltakylfu, en hún neitar að hafa stungið hann með hníf. Í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag og hún var handtekin kvaðst hún hafa farið heim til brotaþola til að skila lyfjum sem hún hafi fengið hjá honum. Hún hafi farið vopnuð hafnaboltakylfu og “teiser” þar sem kona sem hafi svarað í síma brotaþola hafi hótað henni í síma. Í skýrslutöku þann 26. júní sagðist konan hafa hringt í manninn til að skila honum lyfjum. Þegar önnur kona svaraði hafi hún fundið til mikillar reiði og afbrýðisemi. Hafi hún heyrt í félaga sínum með það að markmiði að fara og hræða sinn fyrrverandi og konuna. Félagi konunnar sem var með í för sagðist í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag hafa farið með konunni að heimili mannsins í því skyni að hræða hann. Hann segist hafa séð þau takast á fyrir utan húsið og kvaðst hann hafa heyrt karlmann hrópa „hnífur“ og hafi hann þá séð að konan hélt á hníf. Hann sagðist hafa losað hnífinn úr hendi hennar með því að slá hendinni utan í vegg en við það hafi hún misst hnífinn. Hann kvaðst þá hafa hent hnífnum og hafnaboltakylfunni út í garð við heimili brotaþola. Lögregla fann blóðugan hníf og kylfu við leit í garðinum sem talinn er tengjast málinu. Héraðsdomur Reykjavíkur hafði þann 4. ágúst síðastliðinn úrskurðað konuna í gæsluvarðhald til 1. september næstkomandi. Hæstiréttur mildar niðurstöðuna úr héraði um þrjá daga, eða til 28. ágúst. Tengdar fréttir Önnur kona svaraði í símann svo fyrrverandi náði í hafnaboltakylfu, setti klút yfir andlitið og mætti í heimsókn Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til 4. ágúst grunuð um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás. 12. júlí 2017 10:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur úrskurðað konu í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. ágúst næstkomandi fyrir tilraun til manndráps eða stófellda líkamsárás. Konunni er gefið að sök að hafa aðfararnótt mánudagsins 5. júní síðastliðinn í félagi við annan einstakling ráðist á fyrrverandi kærasta sinn á heimili hans og slegið hann með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama og stungið hann í hægra brjóstið. Hlaut maðurinn skurð sem náði niður í mjúkvefi og var nærri slagæð vöðva sem sérfræðingur á slysa- og bráðadeild Landspítalaháskólasjúkrahúss telur að hefði getað leitt af sér lífshættulega blæðingu inn á lunga, hefði hnífurinn snert æðina. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að konan hafi hringt ítrekað í sinn fyrrverandi umrætt kvöld en sá ekki nennt að tala við hana. Var hann með þremur vinum sínum og einni konu sem hann lét svara í símann í eitt skipti. Kærastan fyrrverandi brást við með því að skella á og sendi skömmu síðar smáskilaboð í farsíma mannsins þar sem hún sagðist hlakka til að hitta þau. Skömmu síðar var bankað upp á og var konan þá mætt í félagi við annan mann. Höfðu þau klúta fyrir andlitum sínum og konan hélt á kylfu sem hún sló sinn fyrrverandi með.„Ég faldi dótið“ Vitni sem var að ganga eftir götunni umrædda nótt lýsti því í skýrslu hjá lögreglu að hún hafi heyrt einhvern segja „hún stakk hann, hún stakk hann.“ Hún hafi einnig heyrt konuna segja við samverka sinn „hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“ en hann hafi svarað „ég faldi dótið.“Lögregla fann blóðugan hníf og kylfu við leit í garðinum sem talinn er tengjast málinu.vísir/eyþórKonan hefur viðurkennt að hafa farið ásamt vini sínum heim til mannsins og slegið hann með hafnaboltakylfu, en hún neitar að hafa stungið hann með hníf. Í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag og hún var handtekin kvaðst hún hafa farið heim til brotaþola til að skila lyfjum sem hún hafi fengið hjá honum. Hún hafi farið vopnuð hafnaboltakylfu og “teiser” þar sem kona sem hafi svarað í síma brotaþola hafi hótað henni í síma. Í skýrslutöku þann 26. júní sagðist konan hafa hringt í manninn til að skila honum lyfjum. Þegar önnur kona svaraði hafi hún fundið til mikillar reiði og afbrýðisemi. Hafi hún heyrt í félaga sínum með það að markmiði að fara og hræða sinn fyrrverandi og konuna. Félagi konunnar sem var með í för sagðist í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag hafa farið með konunni að heimili mannsins í því skyni að hræða hann. Hann segist hafa séð þau takast á fyrir utan húsið og kvaðst hann hafa heyrt karlmann hrópa „hnífur“ og hafi hann þá séð að konan hélt á hníf. Hann sagðist hafa losað hnífinn úr hendi hennar með því að slá hendinni utan í vegg en við það hafi hún misst hnífinn. Hann kvaðst þá hafa hent hnífnum og hafnaboltakylfunni út í garð við heimili brotaþola. Lögregla fann blóðugan hníf og kylfu við leit í garðinum sem talinn er tengjast málinu. Héraðsdomur Reykjavíkur hafði þann 4. ágúst síðastliðinn úrskurðað konuna í gæsluvarðhald til 1. september næstkomandi. Hæstiréttur mildar niðurstöðuna úr héraði um þrjá daga, eða til 28. ágúst.
Tengdar fréttir Önnur kona svaraði í símann svo fyrrverandi náði í hafnaboltakylfu, setti klút yfir andlitið og mætti í heimsókn Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til 4. ágúst grunuð um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás. 12. júlí 2017 10:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Önnur kona svaraði í símann svo fyrrverandi náði í hafnaboltakylfu, setti klút yfir andlitið og mætti í heimsókn Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til 4. ágúst grunuð um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás. 12. júlí 2017 10:21