Lífið

Gleðigangan 2017 í allri sinni dýrð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Múgur og margmenni fylgist með göngunni ár hvert.
Múgur og margmenni fylgist með göngunni ár hvert. Vísir/Hanna
Gleðiganga hinsegin fólks á Íslandi verður sýnd í beinni útsendingu á Vísi líkt og í fyrra. Útsendingin hefst klukkan 14.00 en fylgjast má með henni í spilaranum hér að ofan.

Gleðigangan er hápunktur hinsegin daga, sem staðið hafa alla vikuna. Í göngunni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði.

Að vanda verður mikið um dýrðir í göngunni en auk skrautlegra þemavagna, búninga og tónlistar er gleðigangan vettvangur til að minna á þau baráttumál sem skipa hinsegin fólk hvað mestu máli hverju sinni.

Gengið verður öfuga leið í ár. Gangan hefst við Arnarhól þaðan sem gengið verður niður Hverfisgötu, svo Lækjargötu og áfram Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu. Útihátíð fer svo fram í Hljómskálagarðinum. Þetta er í nítjánda skipti sem hátíðin fer fram hér á landi.

Hægt er að sjá útsendinguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×