Enski boltinn

Neville: Hræðileg ákvörðun hjá Chelsea að selja Nemanja Matic til United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho, Nemanja Matic og Antonio Conte.
Jose Mourinho, Nemanja Matic og Antonio Conte. Vísir/Samsett/Getty
Phil Neville, knattspyrnusérfræðingur og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að í sumar hafi Chelsea hafi hjálpað Manchester United við að koma sér inn í baráttuna um enska meistaratitilinn á komandi tímabili.

Ástæðan er þessi „hræðilega“ ákvörðun Chelsea að selja Nemanja Matic til erkifjenda sinna.  Sky Sports segir frá.

Nemanja Matic er 28 ára miðjumaður sem hefur hefur unnið enska titilinn tvisvar sinnum á síðustu þremur árum með Chelsea. Manchester United borgar líklega í kringum 40 milljónir punda fyrir hann.

„Ég get bara ekki fundið eina ástæðu af hverju Chelsea þurfti að selja hann. Ef annaðhvort Nathaniel Chalobah eða Ruben Loftus-Cheek væru þarna ennþá þá gætu þeir ákveðið að spila yngri leikmanni í þessari stöðu,“ sagði í þættinum The Debate á Sky Sports.

„Það væri hægt að hrósa þeim fyrir slíkt en þessir leikmenn eru bara ekki lengur hjá félaginu. Þeir hafa veikt sitt lið og um leið styrkt lið Manchester United sem á fyrir vikið betri möguleika á því að vinna ensku deildina en Chelsea,“ sagði Phil Neville.

„United gerði dauðaleit að miðjumanni í sama klassa og Nemanja Matic. Hann er sá besti í Englandi ásamt N'Golo Kante. Chelsea hefur brotið upp það samstarf og styrkt erkifjendur sína. Allt í einu er United liðið komið í bílstjórasætið í baráttunni við Chelsea,“ sagði Neville.

„Ég held að þessi sala á Matic muni sjá til þess að Chelsea nær ekki að verja titilinn,“ sagði Neville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×