Innlent

Fimmtánfaldaði kostnaðinn með því að hafna sektargreiðslu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri.
Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur
Rútubílstjóri á sextugsaldri var í upphafi mánaðar dæmdur til að greiða 20 þúsund króna sekt í ríkissjóð fyrir að hafa ekið rútu með bilaðan ökurita. Ofan á sektina bætast laun og ferðakostnaður verjanda hans, alls rúmar 295 þúsund krónur. Það að fara með málið fyrir dómstóla fimmtánfaldaði því kostnaðinn sem féll á manninn.

Maðurinn var stöðvaður í lok júlí í fyrra. Sinnti hann ekki boði um að ljúka málinu með greiðslu 20 þúsund króna sektar og var því mál höfðað fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Í málinu lagði maðurinn fram gögn sem sýndu fram á akstur hans þann daginn. Dómari málsins taldi að maðurinn hefði ekki gert tilraun til að leiðrétta brot sitt, líkt og heimilt er, fyrr en seint og um síðir. Var hann því sakfelldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×