Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ekkert verður af sölu jarðarinnar Neðri-Dals við Geysissvæðið til Kínverja, nema ráðherra veiti undanþágu til sölunnar. Íslensk lög kveða skýrt á um að kaupendur þurfi að vera innan evrópska efnahagssvæðisins og jörðin megi ekki vera stærri en 25 hektarar.

Nánar verður fjallað um þetta í beinni útsendingu frá Neðri-Dal í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar ræðum við líka við yfirlækni á Landspítalanum sem segir misskilning ríkja um afgreiðslutíma geðdeildar, allan sólarhringinn sé tekið sé á móti fólki sem telji sig þurfa aðstoð.

Loks sýnum við frá samflugi tveggja þrista yfir Reykjavík og Vesturland í gærkvöldi, en flugferðin vakti mikla athygli og um tíma voru aðeins um þrjátíu metrar á milli vélanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×