Lífið

Skelfilegar aðstæður í Houston: Veiddi fisk inni í stofu með berum höndum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegt að sjá inn í hús fólks.
Rosalegt að sjá inn í hús fólks.
Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur.

Allt að þrjátíu þúsund gætu þurft að hafast við í neyðarskýlum og það versta virðist ekki yfirstaðið.

Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna og eru heilu hverfin á floti.

Ástandið í Houston er skelfilegt og hefur eitt myndband vakið gríðarlega mikla athygli en þar má sjá mann veiða fisk inni í stofunni hjá sér.

Það var Viviana Saldana sem tók myndbandið upp af eiginmanni sínum og sýnir það við hvaða aðstæður fólk þarf að lifa við eftir hitabeltisstorminn Harvey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.