Lífið

Hvetur stjörnurnar til þess að aðstoða vegna Harvey

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kevin Hart hvetur vini sína til þess að styrkja björgunarstarf í Houston.
Kevin Hart hvetur vini sína til þess að styrkja björgunarstarf í Houston. Instagram
Leikarinn Kevin Hart setti af stað áskorun í gær þar sem hann hvetur fræga fólkið til þess að styrkja björgunarstarfið vegna fellibylsins Harvey. Hart gaf sjálfur fimm milljónir íslenskra króna og skoraði á stjörnur eins og Nelly, Usher, Ludacris, Chris Brown, Drake, Jay-Z, Beyoncé, Chris Rock, Justin Timberlake, Steve Harvey, Dwane Johnson og alla þá sem eru í aðstöðu til þess að aðstoða. Bað hann þessa einstaklinga til þess að gefa að minnsta kosti 25 þúsund dali og ætlar daglega að skora á fleiri þekkta einstaklinga. Hann hefur nú þegar safnað meira en 20 milljónum íslenskra króna á söfnunarsíðunni sem hann kom af stað í samstarfi við Rauða krossinn í Bandaríkjunum. 

Einhverjir frægir einstaklingar hafa nú þegar lagt söfnuninni lið og sagt frá því á samfélagsmiðlum. Dwane „The Rock“ Johnson tók áskorun Hart og birti í kjölfarið myndband á Instagram þar sem hann sagði að sín fjölskylda hafi lifað af fellibylinn Andrew árið 1992. Góðgerðarfélag Beyoncé hefur einnig aðstoðað mikið í Houston en það er söngkonan fædd.

Að sögn borgarstjóra Houston hefur meira en 3000 manns verið bjargað af svæðinu. Almannavarnir í Bandaríkjunum búast við því að 450.000 einstaklingar sæki um hjálp vegna Harvey en sum svæðin verða ekki íbúðarhæf í marga mánuði. Vitað er að minnst átta eru látnir en óttast er að mörg lík finnist þegar flóðin eru búin.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.