Nágranni óttast kínverskan áhuga Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2017 08:19 Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum.Fréttablaðið greindi frá því í gær að Kínverjar hefðu augastað á jörðinni og væru reiðubúnir að greiða 1.2 milljarða fyrir kaupin. Jörð Neðri-dals er 1.200 hektarar að stærð og er sú næsta við Geysissvæðið í Haukadal. Snæbjörn sagði það sorglegt í samtali við Bítið í morgun hvernig umræðan um kaup kínverskra auðmanna virðist vera að skjóta upp kollinum aftur - og það að hún skuli vera koma fólki á óvart. Þó svo að hann sé almennt á móti kaupum útlendinga á íslenskum jörðum segir hann stöðuna sérstaklega varhugaverða þegar Kínverjar eiga í hlut. „Við þurfum nú ekki annað en að átta okkur á því hveru stórt samfélagið er þarna úti,“ segir Snæbjörn og nefnir í því samhengi að Kínverjar séu nú rúmlega einn og hálfur milljarður talsins.Sjá einnig: Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Upphæðirnar sem þeir geti boðið, í krafti tengsla sinna við þarlend stjórnvöld, séu stjarnfræðilegar og því mjög erfitt fyrir „venjulegt fólk“ að keppa við tilboð frá kínverskum auðmönnum. Þó svo að Snæbjörn óttist ekkert sérstaklega hvað nýir eigendur kunna að gera við jörðina segir hann landsvæði og vatnsupptaka sé sífellt að verða verðmætari. Á jörð Neðri-dals má til að mynda finna nokkurt magn af nýtanlegu heitu vatni sem og kaldavatnslind og á með silungi og laxi. Því vilji hann ekki gera komandi kynslóðir að leiguliðum Kínverja hér á landi. Hann vill grípa til aðgerða. „Við verðum að fara að verja það að Íslendingar geti unnið á landinu sínu,“ segir Snæbjörn. „Ef við viljum endurnýja ábúð á jörðum þarna þá verðum við að gera eitthvað.“ Spjall hans við Bítið má heyra hér að ofan. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum.Fréttablaðið greindi frá því í gær að Kínverjar hefðu augastað á jörðinni og væru reiðubúnir að greiða 1.2 milljarða fyrir kaupin. Jörð Neðri-dals er 1.200 hektarar að stærð og er sú næsta við Geysissvæðið í Haukadal. Snæbjörn sagði það sorglegt í samtali við Bítið í morgun hvernig umræðan um kaup kínverskra auðmanna virðist vera að skjóta upp kollinum aftur - og það að hún skuli vera koma fólki á óvart. Þó svo að hann sé almennt á móti kaupum útlendinga á íslenskum jörðum segir hann stöðuna sérstaklega varhugaverða þegar Kínverjar eiga í hlut. „Við þurfum nú ekki annað en að átta okkur á því hveru stórt samfélagið er þarna úti,“ segir Snæbjörn og nefnir í því samhengi að Kínverjar séu nú rúmlega einn og hálfur milljarður talsins.Sjá einnig: Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Upphæðirnar sem þeir geti boðið, í krafti tengsla sinna við þarlend stjórnvöld, séu stjarnfræðilegar og því mjög erfitt fyrir „venjulegt fólk“ að keppa við tilboð frá kínverskum auðmönnum. Þó svo að Snæbjörn óttist ekkert sérstaklega hvað nýir eigendur kunna að gera við jörðina segir hann landsvæði og vatnsupptaka sé sífellt að verða verðmætari. Á jörð Neðri-dals má til að mynda finna nokkurt magn af nýtanlegu heitu vatni sem og kaldavatnslind og á með silungi og laxi. Því vilji hann ekki gera komandi kynslóðir að leiguliðum Kínverja hér á landi. Hann vill grípa til aðgerða. „Við verðum að fara að verja það að Íslendingar geti unnið á landinu sínu,“ segir Snæbjörn. „Ef við viljum endurnýja ábúð á jörðum þarna þá verðum við að gera eitthvað.“ Spjall hans við Bítið má heyra hér að ofan.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira