Innlent

Þrettán ára og smíðar eigin gítar

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
„Það jafnast ekkert á að spila á gítar sem maður hefur hannað frá grunni og smíðað sjálfur.“

Þetta segja nokkrir íbúar í Rangárvallasýslu sem skráðu sig á námskeið í  gítarsmíði á Hvolsvelli. Þrettán ára strákur á námskeiðinu sem hefur getið sér gott orð fyrir gítarleik var að smíða sinn fyrsta rafmagnsgítarinn sinn.

Gunnar Örn Sigurðsson, gítarsmiður sá um að leiðbeina nemendum námskeiðsins en hann er einn þekktasti gítarsmiður landsins enda búin að smíða gítara fyrir Ómar Guðjónsson og Björgvin Halldórsson svo einhverjir séu nefndir.

Er flókið að smíða gítar? „Já, er ekki allt flókið ef maður kann það ekki?“ segir Gunnar Örn Sigurðsson, gítarsmiður.

Hinn þrettán ára gamli Jón Ágústsson hefur getið sér gott orð fyrir gítarleik.
Þátttakendurnir sem allir spila á gítar voru mjög ánægðir með námskeiðið. Jens Sigurðsson, gítarleikari og nemi, segir þó að gítarsmíðin krefjist mikillar vinnu. Hann segir auk þess að það sé ekki hægt að líkja því saman að eiga gítar sem maður hefur smíðað sjálfur: „Þetta er alveg æðislegt!“

Yngsti þátttakandinn á námskeiðinu var Jón Ágústsson, 13 ára, búsettur á Hvolsvelli. Hann þykir mjög efnilegur gítarleikari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×