Fræða ferðamenn um berrassaða Íslendinga Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. ágúst 2017 07:00 Hjónin Lora og Eric Newman með börnunum fimm. Fjölskyldan dvaldi á Íslandi í tólf vikur sumarið 2016 og safnaði efni á vefsíðuna. Lora og Eric Newman, bandarísk hjón með fimm börn, eiga vefsíðuna icelandwithkids.com þar sem þau deila reynslu sinni af fjölskylduferðum til Íslands. Vefsíðan nýtur töluverðra vinsælda segir Eric, sem er með ferðahandbók í smíðum um fjölskylduferðir til Íslands. „Þetta er sjálfstætt verkefni hjá okkur og ekki unnið í samstarfi við neina ferðaþjónustuaðila á Íslandi,“ segir Eric en bætir við að Promote Iceland hafi aðstoðað þau aðeins í aðdraganda ferðarinnar sem þau fóru hingað árið 2016. „En að öðru leyti erum við alfarið á eigin vegum með þetta verkefni.“ Newman-fjölskyldan kom fyrst til Íslands árið 2009, þá með þrjú börn og það fjórða á leiðinni. Eric, sem starfar fyrir lítið fjármálafyrirtæki í nágrenni Philadelphiu, átti langt sumarfrí sumarið 2016 og fjölskyldan ákvað að fara í frí til Íslands og vinna í leiðinni að hugmyndinni um vefsíðuna sem kviknað hafði hjá þeim. Fjölskyldan dvaldi á Íslandi í 12 vikur, ferðaðist í tvo mánuði og vann að vefsíðunni síðasta mánuð dvalarinnar. Á síðunni má finna upplýsingar um allt frá undirbúningi fjölskylduferðar til Íslands, hverju á að pakka, hvenær best sé að heimsækja það, áhugaverða áfangastaði, hvað eigi að gera og hvað alls ekki að gera. Þar er einnig orðabanki með hagnýtum orðum og orðasamböndum á íslensku, meðal annars orðin Ófært og Lokað með útskýringunni „Ef þið sjáið skilti með þessum orðum, snúið við, Íslendingar nota ekki þessi orð nema þeim sé alvara.“ Aðspurður segir Eric leiðbeiningar Loru eiginkonu hans, um sturtuklefa íslenskra sundlauga, meðal þess sem er hvað vinsælast. Leiðbeiningarnar varpa ljósi á upplifun erlendra ferðamanna af hreinlætisreglum í íslenskum sundlaugum. „Það sem þið hafið heyrt er satt, þið þurfið að þvo ykkur nakin áður en haldið er til laugar,“ segir þar meðal annars. „Það er bannað að sleppa þessum þætti. Nei, börnin geta ekki sleppt þessu, alveg sama þótt þau vilji ekki vera allsnakin innan um annað fólk.“ Meðal þess sem Lora mælir sérstaklega með er að sundlaugargestir byrji á því þegar komið er í sundklefann að taka svæðið út og átta sig á staðháttum, í stað þess að berhátta sig strax, standa svo ráðvilltur fyrir framan alla og allsnakinn í þokkabót. Fjölskyldan stefnir á enn eina ferð til Íslands næsta sumar, enda þurfi að halda vefnum vel við og ljúka við gerð bókarinnar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Lora og Eric Newman, bandarísk hjón með fimm börn, eiga vefsíðuna icelandwithkids.com þar sem þau deila reynslu sinni af fjölskylduferðum til Íslands. Vefsíðan nýtur töluverðra vinsælda segir Eric, sem er með ferðahandbók í smíðum um fjölskylduferðir til Íslands. „Þetta er sjálfstætt verkefni hjá okkur og ekki unnið í samstarfi við neina ferðaþjónustuaðila á Íslandi,“ segir Eric en bætir við að Promote Iceland hafi aðstoðað þau aðeins í aðdraganda ferðarinnar sem þau fóru hingað árið 2016. „En að öðru leyti erum við alfarið á eigin vegum með þetta verkefni.“ Newman-fjölskyldan kom fyrst til Íslands árið 2009, þá með þrjú börn og það fjórða á leiðinni. Eric, sem starfar fyrir lítið fjármálafyrirtæki í nágrenni Philadelphiu, átti langt sumarfrí sumarið 2016 og fjölskyldan ákvað að fara í frí til Íslands og vinna í leiðinni að hugmyndinni um vefsíðuna sem kviknað hafði hjá þeim. Fjölskyldan dvaldi á Íslandi í 12 vikur, ferðaðist í tvo mánuði og vann að vefsíðunni síðasta mánuð dvalarinnar. Á síðunni má finna upplýsingar um allt frá undirbúningi fjölskylduferðar til Íslands, hverju á að pakka, hvenær best sé að heimsækja það, áhugaverða áfangastaði, hvað eigi að gera og hvað alls ekki að gera. Þar er einnig orðabanki með hagnýtum orðum og orðasamböndum á íslensku, meðal annars orðin Ófært og Lokað með útskýringunni „Ef þið sjáið skilti með þessum orðum, snúið við, Íslendingar nota ekki þessi orð nema þeim sé alvara.“ Aðspurður segir Eric leiðbeiningar Loru eiginkonu hans, um sturtuklefa íslenskra sundlauga, meðal þess sem er hvað vinsælast. Leiðbeiningarnar varpa ljósi á upplifun erlendra ferðamanna af hreinlætisreglum í íslenskum sundlaugum. „Það sem þið hafið heyrt er satt, þið þurfið að þvo ykkur nakin áður en haldið er til laugar,“ segir þar meðal annars. „Það er bannað að sleppa þessum þætti. Nei, börnin geta ekki sleppt þessu, alveg sama þótt þau vilji ekki vera allsnakin innan um annað fólk.“ Meðal þess sem Lora mælir sérstaklega með er að sundlaugargestir byrji á því þegar komið er í sundklefann að taka svæðið út og átta sig á staðháttum, í stað þess að berhátta sig strax, standa svo ráðvilltur fyrir framan alla og allsnakinn í þokkabót. Fjölskyldan stefnir á enn eina ferð til Íslands næsta sumar, enda þurfi að halda vefnum vel við og ljúka við gerð bókarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira