Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fráfarandi þingflokssformaður Bjartrar framtíðar, segir þingmenn á Alþingi valdalitla og að erfitt sé að koma málum í gegnum þingið. Undir þetta tekur Óttarr Proppé, formaður flokksins, en rætt verður við þau í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar tölum við líka við Íslending sem býr nálægt miðborg Houston í Texas, en þar er búist við að um hálf milljón manna þurfi að leita sér hjálpar vegna fellibylsins Harvey.

Í fréttunum verðum við líka í beinni frá Reykjavíkurflugvelli þar sem tveir þristar á áttræðisaldri hefja sig saman á loft og heyrum þrettán ára gítarsmið taka lagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×