Spennuspillir, eins og alltaf. Ekki lesa þetta ef þú ert ekki búinn að sjá sjöunda og lokaþátt sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. Bara alls ekki og hananú. Hér að neðan verður farið yfir hvað gerðist, af hverju, hvað gerist næst og allt á milli himins og jarðar. Ekkert gif að þessu sinni, heldur tónlist. Fínt að setja þetta í gang fyrir lesturinn og mér finnst þetta fanga stemninguna ágætlega. Jæja. Það var nú ansi margt sem gekk á í þessum þætti. Cersei Lannister spilaði á Tyrion og félaga eins og fiðlu, innrásin sem við höfum átt von á frá því fyrsta þætti er hafin og Veggurinn sjálfur er hruninn. Mikill hasar það. Þá fengum við frekari upplýsingar um uppruna Jon Snow/Aegon Targaryen og margt fleira. Sjöundi þátturinn setti áhorfsmet, eins og virðist hafa gerst oft í sumar. Ekkert er vitað um hvenær næsta og síðasta þáttaröðin verður sýnd. Tökur hefjast ekki fyrr en í október, sem er seint, og gera má ráð fyrir mikilli eftirvinnu varðandi tæknibrellur og annað. Sérstaklega þar sem drekarnir verða væntanlega mjög sýnilegir og þá kannski sérstaklega hinir dauðu. Líklega munum við ekki fá næstu þáttaröð fyrr en seinni part næsta árs, eða jafnvel eftir áramót 2019. Þörfin fyrir góða tímavél hefur aldrei verið meiri.Við þurfum að styðja við bakið á hvoru öðru næsta árið og jafnvel lengur. Veturinn sem við erum að fara að ganga í gegnum verður langur, kaldur og erfiður. Hugsið um nágranna ykkar, stappið stálinu í hvort annað og standið saman. Stakir úlfar lifa veturinn ekki af á meðan úlfahjörðin þrífst. Eða eitthvað... Fyrst vil ég taka fyrir það allra, og þá meina ég ALLRA, besta. Petyr Baelish, aka Littlefinger, er dauður og guði sé lof.Littlefinger féll á eigin bragði Ég ætlaði að ganga af göflunum þegar Arya var kölluð fyrir Sönsu og hún las upp ákærur sem náðu yfir morð og landráð. Aldrei hef ég fagnað orðunum „Lord Baelish“ áður. Nokkrum sekúndum áður var ég sannfærður um að Sansa væri snarvitlaus en þær systur virðast loksins hafa tekið samtalið sem ég talaði um í síðustu viku. Littlefinger kenndi Sönsu ákveðinn „leik“ sem hann sagðist nota til að átta sig á því hvað andstæðingar sínar ætluðu sér. Hann ímyndaði sér það versta sem þeir gætu gert og af hverju. Þannig vildi hann snúa Sönsu gegn Aryu en hún virðist hafa spilað leikinn betur en hann og tók saman allt það hræðilega sem hún veit að hann hefur gert og fattaði loksins að hann væri algjör fáviti.Framleiðendur Game of Thrones hafa kynnt undir þessi örlög Littlefinger alla þáttaröðina og gert það vísvitandi. Þeir eru búnir að láta áhorfendur trúa því að Sansa og Arya séu að verða óvinir, eingöngu til þess að gera þetta atriði gott. Það virkaði eiginlega. Ég var ansi hræddur um að ég hefði vakið nágranna mína.Rosalega var líka gaman að sjá Bran stinga aftur upp í Littlefinger. Svo virðist sem að hann hafi hjálpað Sönsu og Aryu að púsla saman því sem Littlefinger hefur tekið til bragðs á þeim árum sem hafa liðið í Westeros. Littlefinger stóð í raun að baki dauða Eddard Stark og til átaka kom á milli úlfanna og ljónanna vegna hans. Nánast allt slæmt sem hefur gerst í Westeros er honum að kenna. Smá ýkjur en ekki svo miklar. Allt frá upphafi hefur hann aukið völd sín og umsvif með því að etja öðrum saman. Með því að skapa óreiðu og læti. Óreiða er nefnilega stigi. Það er erfitt að koma orðum að því hvað það er gott að hann sé dauður. Hann sveik alla sem hann umgekst og ráðabrugg hans leiddu til dauða fjölda manna. Ég hef samt átt erfitt með að átta mig hver tilgangurinn var hjá Littlefinger að hanga svona í Norðrinu. Það virðist úr karakter að hann hafi verið þarna í allan þennan tíma og hafi ekkert verið að plotta í millitíðinni. Sansa sagði að hana grunaði að hann hefði elskað sig á sinn undarlega hátt. Kannski var það bara ástæðan.En hvað gerðist fyrir sunnan? Það var aðallega eitt. Cersei lék enn eina ferðina á alla og meira að segja Jaime. Fyrir fundinn mikla sem haldinn var í The Dragonpit var hún þegar búin að skipuleggja að hafna beiðni Daenerys um vopnahlé og láta svo sem að Tyrion hefði fengið hana til að skipta um skoðun. Euron Greyjoy þóttist ætla aftur heim til Járneyjanna en þess í stað fór hann til Essos til að sækja Gullnu herdeildina. Stærsta og besta málaliðahóp heimsins. Hópurinn var stofnaður af Aegor Rivers, einum af bastörðum Aegon IV Targaryen. Hann stofnaði hópinn eftir að vera gerður útlægur frá Westeros eftir misheppnaða uppreisn og í honum eru um tíu þúsund atvinnuhermenn (í bókunum. Cersei sagði þá vera um tuttugu þúsund) sem þekktir eru fyrir að hafa aldrei rofið samning. Meðlimir herdeildarinnar eru að mestu menn frá Westeros sem hafa verið gerðir útlægir og synir þeirra, yngri synir lávarða sem sjá ekki fram á að erfa neitt og fleiri.Það er samt ákveðin spurning hvað yfirmenn herdeildarinnar gera þegar þeir komast að því að hinir dauðu herja á Westeros. Ef þeir komast til Westeros yfir höfuð. Það hefur nefnilega verið tekið fram í bókunum að þeir hafi aldrei rofið samning. Öfugt við alla aðra málaliðahópa. Það held ég að sé ákveðin vísbending um að nú sé komið að fyrsta skiptinu. Jaime mun án efa segja Tyrion að Cersei hafi ráðið herdeildina og jafnvel munu þau reyna að stöðva hana. Skipum vegnar til dæmis ekki vel gegn drekum. Kannski Fara Dany og Jon/Aegon saman á sitthvorum drekanum. Eða þau reyna að ráða herdeildina sjálf.Tyrion klúðrar enn eina ferðina Staða Cersei er því mun sterkari en Dany og félagar halda. Hún ætlar ekki að senda heri sína norður og ætlar þess að stað að styrkja stöðu sína í suðrinu á meðan hinir berjast gegn Hvítgenglunum og hinum dauðu. Tyrion þarf að hætta að reyna að spila með báðum liðum og þau hefðu átt að hertaka Kings Landing. Það hefði verið eina vitið. Hann hefur gert hver mistökin á fætur öðru af því að hann hefur verið fyrirsjáanlegur. Cersei lét hann „fatta“ að hún væri ólétt og spilaði algjörlega með hann. Ef ég las þetta rétt, var aldrei hætta á að Fjallið myndi drepa hann. Cersei þurfti á honum að halda fyrir þetta leikrit hennar.Jaime var þó alls ekki sáttur með ákvörðun Cersei og virðist loksins hafa gefist upp á henni enda kominn tími til. Það er ljóst að hún treystir honum ekki og er jafnvel farinn að hata hann. „Ertu svikari eða fífl?“ Það voru orðin sem hún beindi að honum þegar hún tók eftir því að hann var að skipuleggja að flytja heri krúnunnar norður til Winterfell. Hún var þó ekki búin að segja honum frá ætlunum sínum sem er til marks um þá gjá sem hefur myndast á milli þeirra.Hún treystir honum ekki og hann veit að hún er morðóð tussa. Cersei er hræðileg drottning. Hún er grimm og í rauninni bara ill. Það eina sem Cersei hugsar um er Cersei og fjölskylda hennar. Nú eru öll börnin hennar dauð, pabbi hennar er dauður og hún ein og ólétt. Ég hugsa að hún hafi aldrei verið hættulegri. Hún mun gera allt og fórna öllum til að vernda barnið sitt.Dauðadæmt samband systkina Allt frá því að Joffrey, sonur hennar, var myrtur hefur ástand Cersei versnað og versnað. Hún hefur einangrast sífellt meira og meira og grimmdin aukist í takt við það. Á sama tíma hefur Jaime séð ljósið og orðið betri og betri, ef svo má að orði komast. Minna og minna dick er kannski betra.Talandi um það. Ætti hún ekki að vera komin með smá bumbu? Nú hljóta einhverjir mánuðir að hafa liðið. Annað. Af hverju er hún enn með stutt hár? Það er þó ólíklegt að Cersei muni fæða annað barn. Þegar hún var ung spáði norn því að hún myndi bara eignast þrjú börn og þau myndu öll deyja. Nornin spáði ýmsu öðru sem einnig hefur ræst en einu sem hefur ekki ræst. Það er að yngri bróðir hennar myndi ganga af henni dauðri. Þar koma bæði Tyrion og Jaime til greina. Jaime er líklegast á leið norður til Tyrion, en hann virtist fara einn. Hann hefur skilið heri krúnunnar eftir í suðrinu og fór einn til að standa við orð sín. Hann virtist ekki einu sinni taka Bron með sér, sem var svolítið skrítið. Bron er ekki óhultur einn í Kings Landing. Við vitum þegar að Cersei hatar hann, eins og alla aðra.Ég er enn á því að Cersei muni láta fjallið drepa Bron og það muni gera útslagið. Jaime mun drepa systur sína. Útlit var fyrir að Cersei myndi láta Fjallið drepa Jaime, en hún gerði það þó ekki. Það virtist þó vera tæpt. Henni er mjög illa við að vera yfirgefin.Þegar Jaime lagði af stað náði veturinn loksins til Kings Landing og það fór að snjóa.Í smá stund var ég sannfærður um að Næturkonungurinn væri mættur til Kings Landing á baki Viserion. Það var nýbúið að tala um hvað íbúar Kings Landing væru margir mér fannst það vera undirbúningur fyrir eitthvað. Það hefði verið sniðugt hjá Næturkonunginum að búa til nýjan her í suðri. Það hefði líka verið gott á Cersei.Það að Jaime sé á leiðinni norður þýðir líka að öll sverð úr stáli frá Valyriu sem við vitum um eru þar. Sem er gott. Þau munu nýtast vel. Þá verður einnig mjög gaman að sjá hvernig Jaime mun pluma sig meðal allra hinna persónanna og þá sérstaklega Daenerys. Hann myrti pabba hennar, þó hún viti að hann hafði góða ástæðu.Já, Jon getur fengið standpínuNú liggur það fyrir að fullu. Jon heitir í rauninni Aegon Targaryen og er réttmætur erfingi Westeros. Bran/Hrafninn með þrjú augu og Samwell Tarly komust sameiginlega að þeirri niðurstöðu. Bran vissi þó ekki að Jon, höldum áfram að kalla hann það í bili, væri réttmætur sonur Rhaegar Targaryen. Hann hélt að Jon væri bastarður. Þó Bran muni allt sem hefur gerst og eigi að vita allt þarf hann að leita sérstaklega að upplýsingum í minningum sínum. Kraftar hans eru enn verulega takmarkaðir.Djöfull call-aði ég þetta fyrir löngu síðan. Þetta var nákvæmlega eina ástæðan fyrir því að Samwell var sendur suður. Til að finna einhverja sönnun um foreldra Jon og að hann væri ekki bastarður.Já og meðan ég man: Bran er ekki Næturkonungurinn. Sú kenning er einhver sú heimskulegasta.Við fengum svar við spurningu sem ég varpaði fram í síðustu viku. Jon getur „flaggað í fulla stöng“, eins og það er orðað. Það gefur ákveðna vísbendingu um líkamlegt ástand hans og segir okkur að hann sé ekki ódauður. Þess í stað var hann lífgaður við að fullu. Eða ég vona það allavega. Sama hvað okkur finnst um sifjaspell, þá er ekki kúl að sofa hjá dauðum gaur.Á sama tíma og við fengum staðfest að Jon væri frændi Daenerys fengum við að sjá þau sofa saman. Það var einstaklega krúttlegt og mjög Game of Thrones. Eitt samband systkina rennur út um þúfur (Cersei og Jaime) og við fáum samband frændsystkina í staðinn. Sifjaspell og Game of Thrones. Þetta helst í hendur. Það eina sem Jon þurfti var gott bank. Sannkallað „U up?“ Westeros. Spurningin er samt. Hvað var Tyrion að gera fyrir utan káetuna hennar Daenerys?Í fyrstu taldi ég að hann væri að perrast eitthvað, sem mér þótti skrítið. það hefur ekkert komið fram sem gefur í skyn að hann sé skotinn í Daenerys. En hún Hulda vinkona mín kom með skýringu sem mér þykir líklegri. Hann hafi í raun bara verið að velta fyrir sér að þetta gæti ekki boðað neitt gott. Sem er líklegt. Það verður spennandi að sjá hvað Daenerys mun finnast um það að Jon sé sonur Rhaegar. Krafa hans á hásætið sé í raun sterkari en hennar.Var köku hent í ofninn? Ef ég ætti að giska þá myndi ég segja að Jon muni ekki sýna því neinn áhuga. Hann er þarna til þess að sigra Næturkonunginn og einskis annars. Hann mun allavega ekki reyna að stíga á tærnar á Daenerys, en þó verður þetta vesen fyrir hana. Íbúar Westeros sjá hana sem vondan útlending sem er þarna kominn til að fremja glæpi og taka frá þeim peninga. Jon verður þó líklega ekki sama um að hann hafi verið að gera það við frænku sína. Enn og aftur var komið að því að Daenerys gæti ekki eignast börn. Jon gaf í skyn að nornin sem bölvaði Daenerys og drap eiginlega Khal Drogo hefði mögulega bara verið að ljúga og hún gæti alveg eignast börn. Það gæti svo sem vel verið, en þeir eru að byggja eitthvað upp þarna. Mögulega verður bölvunin brotin í næstu þáttaröð. Hver veit, kannski varð hún ólétt eftir Jon. En þar sem Jon virðist geta gert sitt, er ekkert víst að Targaryenættin sé í vandræðum. Jon gæti byggt hana upp að nýju án aðkomu Dany, ef hún getur ekki eignast börn.Annar Aegon? Við fengum einnig að sjá Rhaegar Targaryen, sem var skemmtilegt. Fyrir utan það að hann var lygilega líkur Viserys, sem var harðkjarna drullusokkur. Fyrst hélt ég að þeir hefðu fengið sama leikarann til að taka að sér hlutverk Rhaegar en svo var þó ekki. Leikarinn sem lék Rhaegar heitir Wilf Scolding. Já ég las það þrisvar til að vera viss.Það að Rhaegar og Lyanna hafi skírt barnið sitt Aegon er hálf skrítið. Því Rhaegar átti fyrir barn með Eliu Martell sem hét Aegon. Rhaegar átti því tvo syni sem hétu Aegon. Sem meikar ekkert sens. En, þegar þú ert prins máttu væntanlega gera það sem þér sýnist. Nafngiftin gæti þó verið ákveðin vísbending. Smá úr síðustu grein:Þá komum við að svolitlu merkilegu. Þegar Daenerys var í Qarth fór hún inn í hús sem kallast House of the Undying og þar bjuggu galdrakarlar. Í bókunum og þáttunum sá Dany ýmsar sýnir en þær voru fleiri í bókunum.Þar sá hún Rhaegar og Eliu tala um Aegon. Rhaegar sagði: „Konungur gæti ekki borið betra nafn.“ Elia spurði hvort Rhaegar ætlaði að semja lag fyrir Aegon og hann svaraði: „Hann á lag. Hann er prinsinn sem var lofað (ömurleg þýðing) og lag hans er lag íss og elds (A song of ice and fire). Það verður að vera einn enn. Drekinn hefur þrjú höfuð.“Þarna virtist Rhaegar handviss um að Aegon eldri ætti að verða Azor Ahai. Mögulega var hann orðinn sannfærður um að Jon væri Azor Ahai og gaf honum þess vegna nafnið Aegon.Forvitnir geta lesið mjög góða samantekt um hver Rhaegar var hér á Watchers On The Wall. Sömuleiðis er gott yfirlit yfir hver komi til greina sem Azor Ahai hér á vef Vulture.Eddard sagði öllum að hann héti Jon. Hann var sá eini sem vissi nafnið. Ned vissi að ef vinur sinn Robert Baratheon kæmist að því hverra manna hann væri þá yrði allt vitlaust og að hann myndi drepa Jon. Þrátt fyrir að margir lávarðar og jafnvel Rhaegar sjálfur voru orðnir þreyttir á óða konunginum Aerys Targaryen hóst bylting Robert út af hvarfi Lyönnu, sem þá var trúlofuð/heitbundin Robert. Bróðir hennar, Brandon Stark, fór til Kings Landing og krafðist þess að Rhaegar skilaði Lyönnu. Bræður hennar og faðir héldu að Rhaegar höfðu rænt henni. Aerys var þó ekki eðlilegur maður og fangaði Brandon. Því næst skipaði hann Rickard Stark að koma suður og svara fyrir hegðun sonar síns. Aerys brenndi Rickard og kyrkti Brandon. Eftir það skipaði hann Jon Arryn að afhenda sér þá Eddard Stark og Robert Baratheon. Jon neitaði og safnaði her í staðinn. Uppreisnin hófst.Langt, en ítarlegt, útskýringarmyndaband varðandi byltinguna. Þarna er líka farið yfir hvernig Lyanna og Rhaegar urðu ástfangin. Ég mæli með þessu.Virkið Eastwatch by the sea er ekki lengur til eftir að Næturkonungurinn braut Vegginn með drekanum dauða, Viserion. Innrás hinna dauðu er því hafin og herinn streymdi í gegnum Vegginn í lok þáttarins. Fyrr í þættinum hafði Daenerys giskað á að um hundrað þúsund uppvakningar væru í hernum. Í gegnum tíðina hafa ýmsar kenningar litið dagsins ljós sem fjalla um það hvernig hinir dauðu myndu komast í gegnum vegginn. Töfralúðrar og brennimerktur Bran hafa þótt líklegir til þess að leiða til hruns Veggjarins en auðvitað varð ekkert úr því. Hvaða fífl þarf töfralúður þegar hann er með ódauðan töfradreka?Hverju spúði Viserion? Það þykir mér nokkuð forvitnilegt að vita. Ég þykist reyndar vita að þetta sé einhvers konar blár eldur, en ég get ekki verið viss. Af einhverri ástæðu var það nóg til þess að fella Vegginn og gera galdrana sem áttu að halda hinum dauðu fyrir norðan Vegginn ónýta. Þarna held ég að við komum aftur að svolitlu sem ég var að tala um í síðustu viku. Það eru andstæðurnar sem þessi barátta virðist snúast um. Eldur og ís. Allt dreka-eitthvað virkar á hina dauðu og Hvítgengla og kannski öfugt. Vopn Hvítgengla virka einkar vel á hina lifandi. Það er spurning hvað það þýðir þegar þessu tvennu hefur verið blandað saman. Drekar eru kynngimagnaðar skepnur og mjög gáfaðar. Auðvitað er auðvelda svarið alltaf: Galdrar!. Við viljum samt eitthvað meira en það. Við höfum í raun ekki hugmynd um hvað Viserion er núna. Er hann dauður, eða einhvers staðar þarna á milli? Er hann ísdreki? Af hverju getur hann spúð eldi þegar eldur virkar svona vel á hina dauðu? Heldur hann áfram að rotna? Ef Viserion er að spúa eldi, þá brennir hann lík þeirra sem hann drepur. Næturkonungurinn getur ekki vakið ösku aftur til lífsins þannig að það borgar sig lítið fyrir hann að beita Viserion gegn hinum lifandi. Her hans stækkar ekki þannig.Takið sérstaklega eftir 2:15 og næstu sekúndum. Ef þetta er ekki einhverskonar eldur þá veit ég ekki hvað.Í myndbandinu hér að neðan segja þeir DB Weiss og David Benioff þó að Viserion sé „nógu stór“ til að brjóta Vegginn. Það finnst mér svolítið ódýrt reyndar og jafnvel smá pirrandi. Það hefur sérstaklega verið tekið fram að Veggurinn hafi verið byggður með einhverjum göldrum sem komi í veg fyrir að hinir dauðu geti farið suður fyrir hann. Nú virðist það samt ekki skipta neinu máli. Lame.Nokkur/mörg atriði sem sitja eftir: --- Hvernig gátu áttatíu mínútur liðið svona hratt? Hvernig gátu sjö vikur liðið svona hratt? --- Ég átti von á því að einhverjir myndu deyja, en Littlefinger var ekki einn af þeim. Tormund og Beric Dondarrion virtust hafa sloppið frá hruni Veggsins og enginn annar dó. Sem mér þykir skrítið. --- Við vorum illa svikinn í þættinum þegar ekkert varð úr #Cleganebowl. Ég var reiður. --- Forgangsröðun Cersei var nokkuð áhugaverð. Ef allt færi í rugl á fundinum skipaði hún Fjallinu að drepa Daenerys fyrst, Tyrion númer tvö og Jon númer þrjú. Það vakti þó athygli mína að það var áður en hún vissi að Jon hefði lýst yfir hollustu við Daenerys. --- Ef Tormund er ekki dauður þá á hann eftir að verða reiður. Hann er kominn með heljarinnar samkeppni um hjarta Brienne frá Tarth þar sem Jaime er á leiðinni norður. Þá á Sandor Clegane jafnvel séns þar sem þau virtust ná vel saman í The Dragonpit. --- Það verður fróðlegt að sjá hvað Samwell gerir þegar hann hittir Daenerys og kemst að því að hún drap pabba hans, Randyll, og bróðir, Dickon, tíhí. --- Mikið hrikalega eru hjálmarnir í Queensguard ljótir. --- Jon gat ekki logið að Cersei. Svolítill Eddard í honum. Eddard var samt í rauninni bölvaður lygari. Hann laug því hver Jon væri í mörg ár, en það var svo sem skiljanlegt. Það sem verra er þá laug hann því að hann hefði einn drepið Ser Arthur Dayne, aka Sword of the Morning. Þegar hið sanna er að Howland Reed stakk hann í bakið. Eddard forðaðist það í mörg ár að berjast svo að ekki kæmist upp um lygina og að allir héldu að hann væri mega skylmingakarl og harðjaxl. --- Síðast þegar við sáum þá, þá voru Grey Worm og hinir Unsullied fastir í Casterly Rock án matar og alls. Nú voru þeir allt í einu mættir til Kings Landing og það sem meira er eiga þeir að ganga alla leið norður til Winterfell. Hvernig eiga þeir að geta það ekki með neinn mat og án vetrarfatnaðar? --- Hvað varð eiginlega um Gendry? --- Nei. Skítt með hann. Hvar er Ghost? Við fengum ekkert að sjá hann í þáttaröðinni. Þeir höfðu efni á því að gera ísbjarnaruppvakning en ekki að láta Ghost bregða fyrir. Skamm! --- Theon ætlar að bjarga Yöru, systur sinni. Euron er ekki heima þannig að það gæti gengið. Hann var ekki lengi að fá mennina með sér í lið. Í ríki pungsparkara er sá punglausi konungur. --- Næturkonungurinn er kannski einkar óhugnanlegur á baki Viserion, en ég hugsa að það geri hann í raun að auðveldara skotmarki. Sama hve herinn hans er stór virðist sem að nóg sé að drepa hann til að ganga frá hernum. Á baki Viserion er hann einangraður frá her hinna dauðu og er jafnvel auðveldara að ganga frá honum. Hægt væri að ná þeim með einhverjum örvum eða pílum eða jafnvel gæti Drogon eða Rhaegal drepið hann. Einhvern veginn verður hann að deyja. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Bastarðar og erfið verkefni Þrátt fyrir að lítið hafi verið um hasar vörpuðu framleiðendurnir þó nokkrum stórum sprengjum. 16. ágúst 2017 08:45 Game of Thrones: Er erfitt að drepa dreka? Hve kröftugir eru drekarnir í söguheimi Game of Thrones. 28. júlí 2017 13:00 Game of Thrones: Taflmennirnir fara að detta af borðinu Fyrstu tveir þættirnir virðast snúa að því að undirbúa fyrir það sem koma skal í næstu fimm. 26. júlí 2017 08:45 Game of Thrones: Norðrið man! Sjöunda þáttaröð Game of Thrones rúllar af stað. 19. júlí 2017 08:45 Game of Thrones: Allt í bál og brand Það er allt að komast á fullt. 9. ágúst 2017 08:45 Game of Thrones: Nú er það svart Hlaupið yfir helstu vendingar. 2. ágúst 2017 08:45 Game of Thrones: Kúkur mætir viftu Kafað í sjötta þátt sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. 23. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól
Spennuspillir, eins og alltaf. Ekki lesa þetta ef þú ert ekki búinn að sjá sjöunda og lokaþátt sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. Bara alls ekki og hananú. Hér að neðan verður farið yfir hvað gerðist, af hverju, hvað gerist næst og allt á milli himins og jarðar. Ekkert gif að þessu sinni, heldur tónlist. Fínt að setja þetta í gang fyrir lesturinn og mér finnst þetta fanga stemninguna ágætlega. Jæja. Það var nú ansi margt sem gekk á í þessum þætti. Cersei Lannister spilaði á Tyrion og félaga eins og fiðlu, innrásin sem við höfum átt von á frá því fyrsta þætti er hafin og Veggurinn sjálfur er hruninn. Mikill hasar það. Þá fengum við frekari upplýsingar um uppruna Jon Snow/Aegon Targaryen og margt fleira. Sjöundi þátturinn setti áhorfsmet, eins og virðist hafa gerst oft í sumar. Ekkert er vitað um hvenær næsta og síðasta þáttaröðin verður sýnd. Tökur hefjast ekki fyrr en í október, sem er seint, og gera má ráð fyrir mikilli eftirvinnu varðandi tæknibrellur og annað. Sérstaklega þar sem drekarnir verða væntanlega mjög sýnilegir og þá kannski sérstaklega hinir dauðu. Líklega munum við ekki fá næstu þáttaröð fyrr en seinni part næsta árs, eða jafnvel eftir áramót 2019. Þörfin fyrir góða tímavél hefur aldrei verið meiri.Við þurfum að styðja við bakið á hvoru öðru næsta árið og jafnvel lengur. Veturinn sem við erum að fara að ganga í gegnum verður langur, kaldur og erfiður. Hugsið um nágranna ykkar, stappið stálinu í hvort annað og standið saman. Stakir úlfar lifa veturinn ekki af á meðan úlfahjörðin þrífst. Eða eitthvað... Fyrst vil ég taka fyrir það allra, og þá meina ég ALLRA, besta. Petyr Baelish, aka Littlefinger, er dauður og guði sé lof.Littlefinger féll á eigin bragði Ég ætlaði að ganga af göflunum þegar Arya var kölluð fyrir Sönsu og hún las upp ákærur sem náðu yfir morð og landráð. Aldrei hef ég fagnað orðunum „Lord Baelish“ áður. Nokkrum sekúndum áður var ég sannfærður um að Sansa væri snarvitlaus en þær systur virðast loksins hafa tekið samtalið sem ég talaði um í síðustu viku. Littlefinger kenndi Sönsu ákveðinn „leik“ sem hann sagðist nota til að átta sig á því hvað andstæðingar sínar ætluðu sér. Hann ímyndaði sér það versta sem þeir gætu gert og af hverju. Þannig vildi hann snúa Sönsu gegn Aryu en hún virðist hafa spilað leikinn betur en hann og tók saman allt það hræðilega sem hún veit að hann hefur gert og fattaði loksins að hann væri algjör fáviti.Framleiðendur Game of Thrones hafa kynnt undir þessi örlög Littlefinger alla þáttaröðina og gert það vísvitandi. Þeir eru búnir að láta áhorfendur trúa því að Sansa og Arya séu að verða óvinir, eingöngu til þess að gera þetta atriði gott. Það virkaði eiginlega. Ég var ansi hræddur um að ég hefði vakið nágranna mína.Rosalega var líka gaman að sjá Bran stinga aftur upp í Littlefinger. Svo virðist sem að hann hafi hjálpað Sönsu og Aryu að púsla saman því sem Littlefinger hefur tekið til bragðs á þeim árum sem hafa liðið í Westeros. Littlefinger stóð í raun að baki dauða Eddard Stark og til átaka kom á milli úlfanna og ljónanna vegna hans. Nánast allt slæmt sem hefur gerst í Westeros er honum að kenna. Smá ýkjur en ekki svo miklar. Allt frá upphafi hefur hann aukið völd sín og umsvif með því að etja öðrum saman. Með því að skapa óreiðu og læti. Óreiða er nefnilega stigi. Það er erfitt að koma orðum að því hvað það er gott að hann sé dauður. Hann sveik alla sem hann umgekst og ráðabrugg hans leiddu til dauða fjölda manna. Ég hef samt átt erfitt með að átta mig hver tilgangurinn var hjá Littlefinger að hanga svona í Norðrinu. Það virðist úr karakter að hann hafi verið þarna í allan þennan tíma og hafi ekkert verið að plotta í millitíðinni. Sansa sagði að hana grunaði að hann hefði elskað sig á sinn undarlega hátt. Kannski var það bara ástæðan.En hvað gerðist fyrir sunnan? Það var aðallega eitt. Cersei lék enn eina ferðina á alla og meira að segja Jaime. Fyrir fundinn mikla sem haldinn var í The Dragonpit var hún þegar búin að skipuleggja að hafna beiðni Daenerys um vopnahlé og láta svo sem að Tyrion hefði fengið hana til að skipta um skoðun. Euron Greyjoy þóttist ætla aftur heim til Járneyjanna en þess í stað fór hann til Essos til að sækja Gullnu herdeildina. Stærsta og besta málaliðahóp heimsins. Hópurinn var stofnaður af Aegor Rivers, einum af bastörðum Aegon IV Targaryen. Hann stofnaði hópinn eftir að vera gerður útlægur frá Westeros eftir misheppnaða uppreisn og í honum eru um tíu þúsund atvinnuhermenn (í bókunum. Cersei sagði þá vera um tuttugu þúsund) sem þekktir eru fyrir að hafa aldrei rofið samning. Meðlimir herdeildarinnar eru að mestu menn frá Westeros sem hafa verið gerðir útlægir og synir þeirra, yngri synir lávarða sem sjá ekki fram á að erfa neitt og fleiri.Það er samt ákveðin spurning hvað yfirmenn herdeildarinnar gera þegar þeir komast að því að hinir dauðu herja á Westeros. Ef þeir komast til Westeros yfir höfuð. Það hefur nefnilega verið tekið fram í bókunum að þeir hafi aldrei rofið samning. Öfugt við alla aðra málaliðahópa. Það held ég að sé ákveðin vísbending um að nú sé komið að fyrsta skiptinu. Jaime mun án efa segja Tyrion að Cersei hafi ráðið herdeildina og jafnvel munu þau reyna að stöðva hana. Skipum vegnar til dæmis ekki vel gegn drekum. Kannski Fara Dany og Jon/Aegon saman á sitthvorum drekanum. Eða þau reyna að ráða herdeildina sjálf.Tyrion klúðrar enn eina ferðina Staða Cersei er því mun sterkari en Dany og félagar halda. Hún ætlar ekki að senda heri sína norður og ætlar þess að stað að styrkja stöðu sína í suðrinu á meðan hinir berjast gegn Hvítgenglunum og hinum dauðu. Tyrion þarf að hætta að reyna að spila með báðum liðum og þau hefðu átt að hertaka Kings Landing. Það hefði verið eina vitið. Hann hefur gert hver mistökin á fætur öðru af því að hann hefur verið fyrirsjáanlegur. Cersei lét hann „fatta“ að hún væri ólétt og spilaði algjörlega með hann. Ef ég las þetta rétt, var aldrei hætta á að Fjallið myndi drepa hann. Cersei þurfti á honum að halda fyrir þetta leikrit hennar.Jaime var þó alls ekki sáttur með ákvörðun Cersei og virðist loksins hafa gefist upp á henni enda kominn tími til. Það er ljóst að hún treystir honum ekki og er jafnvel farinn að hata hann. „Ertu svikari eða fífl?“ Það voru orðin sem hún beindi að honum þegar hún tók eftir því að hann var að skipuleggja að flytja heri krúnunnar norður til Winterfell. Hún var þó ekki búin að segja honum frá ætlunum sínum sem er til marks um þá gjá sem hefur myndast á milli þeirra.Hún treystir honum ekki og hann veit að hún er morðóð tussa. Cersei er hræðileg drottning. Hún er grimm og í rauninni bara ill. Það eina sem Cersei hugsar um er Cersei og fjölskylda hennar. Nú eru öll börnin hennar dauð, pabbi hennar er dauður og hún ein og ólétt. Ég hugsa að hún hafi aldrei verið hættulegri. Hún mun gera allt og fórna öllum til að vernda barnið sitt.Dauðadæmt samband systkina Allt frá því að Joffrey, sonur hennar, var myrtur hefur ástand Cersei versnað og versnað. Hún hefur einangrast sífellt meira og meira og grimmdin aukist í takt við það. Á sama tíma hefur Jaime séð ljósið og orðið betri og betri, ef svo má að orði komast. Minna og minna dick er kannski betra.Talandi um það. Ætti hún ekki að vera komin með smá bumbu? Nú hljóta einhverjir mánuðir að hafa liðið. Annað. Af hverju er hún enn með stutt hár? Það er þó ólíklegt að Cersei muni fæða annað barn. Þegar hún var ung spáði norn því að hún myndi bara eignast þrjú börn og þau myndu öll deyja. Nornin spáði ýmsu öðru sem einnig hefur ræst en einu sem hefur ekki ræst. Það er að yngri bróðir hennar myndi ganga af henni dauðri. Þar koma bæði Tyrion og Jaime til greina. Jaime er líklegast á leið norður til Tyrion, en hann virtist fara einn. Hann hefur skilið heri krúnunnar eftir í suðrinu og fór einn til að standa við orð sín. Hann virtist ekki einu sinni taka Bron með sér, sem var svolítið skrítið. Bron er ekki óhultur einn í Kings Landing. Við vitum þegar að Cersei hatar hann, eins og alla aðra.Ég er enn á því að Cersei muni láta fjallið drepa Bron og það muni gera útslagið. Jaime mun drepa systur sína. Útlit var fyrir að Cersei myndi láta Fjallið drepa Jaime, en hún gerði það þó ekki. Það virtist þó vera tæpt. Henni er mjög illa við að vera yfirgefin.Þegar Jaime lagði af stað náði veturinn loksins til Kings Landing og það fór að snjóa.Í smá stund var ég sannfærður um að Næturkonungurinn væri mættur til Kings Landing á baki Viserion. Það var nýbúið að tala um hvað íbúar Kings Landing væru margir mér fannst það vera undirbúningur fyrir eitthvað. Það hefði verið sniðugt hjá Næturkonunginum að búa til nýjan her í suðri. Það hefði líka verið gott á Cersei.Það að Jaime sé á leiðinni norður þýðir líka að öll sverð úr stáli frá Valyriu sem við vitum um eru þar. Sem er gott. Þau munu nýtast vel. Þá verður einnig mjög gaman að sjá hvernig Jaime mun pluma sig meðal allra hinna persónanna og þá sérstaklega Daenerys. Hann myrti pabba hennar, þó hún viti að hann hafði góða ástæðu.Já, Jon getur fengið standpínuNú liggur það fyrir að fullu. Jon heitir í rauninni Aegon Targaryen og er réttmætur erfingi Westeros. Bran/Hrafninn með þrjú augu og Samwell Tarly komust sameiginlega að þeirri niðurstöðu. Bran vissi þó ekki að Jon, höldum áfram að kalla hann það í bili, væri réttmætur sonur Rhaegar Targaryen. Hann hélt að Jon væri bastarður. Þó Bran muni allt sem hefur gerst og eigi að vita allt þarf hann að leita sérstaklega að upplýsingum í minningum sínum. Kraftar hans eru enn verulega takmarkaðir.Djöfull call-aði ég þetta fyrir löngu síðan. Þetta var nákvæmlega eina ástæðan fyrir því að Samwell var sendur suður. Til að finna einhverja sönnun um foreldra Jon og að hann væri ekki bastarður.Já og meðan ég man: Bran er ekki Næturkonungurinn. Sú kenning er einhver sú heimskulegasta.Við fengum svar við spurningu sem ég varpaði fram í síðustu viku. Jon getur „flaggað í fulla stöng“, eins og það er orðað. Það gefur ákveðna vísbendingu um líkamlegt ástand hans og segir okkur að hann sé ekki ódauður. Þess í stað var hann lífgaður við að fullu. Eða ég vona það allavega. Sama hvað okkur finnst um sifjaspell, þá er ekki kúl að sofa hjá dauðum gaur.Á sama tíma og við fengum staðfest að Jon væri frændi Daenerys fengum við að sjá þau sofa saman. Það var einstaklega krúttlegt og mjög Game of Thrones. Eitt samband systkina rennur út um þúfur (Cersei og Jaime) og við fáum samband frændsystkina í staðinn. Sifjaspell og Game of Thrones. Þetta helst í hendur. Það eina sem Jon þurfti var gott bank. Sannkallað „U up?“ Westeros. Spurningin er samt. Hvað var Tyrion að gera fyrir utan káetuna hennar Daenerys?Í fyrstu taldi ég að hann væri að perrast eitthvað, sem mér þótti skrítið. það hefur ekkert komið fram sem gefur í skyn að hann sé skotinn í Daenerys. En hún Hulda vinkona mín kom með skýringu sem mér þykir líklegri. Hann hafi í raun bara verið að velta fyrir sér að þetta gæti ekki boðað neitt gott. Sem er líklegt. Það verður spennandi að sjá hvað Daenerys mun finnast um það að Jon sé sonur Rhaegar. Krafa hans á hásætið sé í raun sterkari en hennar.Var köku hent í ofninn? Ef ég ætti að giska þá myndi ég segja að Jon muni ekki sýna því neinn áhuga. Hann er þarna til þess að sigra Næturkonunginn og einskis annars. Hann mun allavega ekki reyna að stíga á tærnar á Daenerys, en þó verður þetta vesen fyrir hana. Íbúar Westeros sjá hana sem vondan útlending sem er þarna kominn til að fremja glæpi og taka frá þeim peninga. Jon verður þó líklega ekki sama um að hann hafi verið að gera það við frænku sína. Enn og aftur var komið að því að Daenerys gæti ekki eignast börn. Jon gaf í skyn að nornin sem bölvaði Daenerys og drap eiginlega Khal Drogo hefði mögulega bara verið að ljúga og hún gæti alveg eignast börn. Það gæti svo sem vel verið, en þeir eru að byggja eitthvað upp þarna. Mögulega verður bölvunin brotin í næstu þáttaröð. Hver veit, kannski varð hún ólétt eftir Jon. En þar sem Jon virðist geta gert sitt, er ekkert víst að Targaryenættin sé í vandræðum. Jon gæti byggt hana upp að nýju án aðkomu Dany, ef hún getur ekki eignast börn.Annar Aegon? Við fengum einnig að sjá Rhaegar Targaryen, sem var skemmtilegt. Fyrir utan það að hann var lygilega líkur Viserys, sem var harðkjarna drullusokkur. Fyrst hélt ég að þeir hefðu fengið sama leikarann til að taka að sér hlutverk Rhaegar en svo var þó ekki. Leikarinn sem lék Rhaegar heitir Wilf Scolding. Já ég las það þrisvar til að vera viss.Það að Rhaegar og Lyanna hafi skírt barnið sitt Aegon er hálf skrítið. Því Rhaegar átti fyrir barn með Eliu Martell sem hét Aegon. Rhaegar átti því tvo syni sem hétu Aegon. Sem meikar ekkert sens. En, þegar þú ert prins máttu væntanlega gera það sem þér sýnist. Nafngiftin gæti þó verið ákveðin vísbending. Smá úr síðustu grein:Þá komum við að svolitlu merkilegu. Þegar Daenerys var í Qarth fór hún inn í hús sem kallast House of the Undying og þar bjuggu galdrakarlar. Í bókunum og þáttunum sá Dany ýmsar sýnir en þær voru fleiri í bókunum.Þar sá hún Rhaegar og Eliu tala um Aegon. Rhaegar sagði: „Konungur gæti ekki borið betra nafn.“ Elia spurði hvort Rhaegar ætlaði að semja lag fyrir Aegon og hann svaraði: „Hann á lag. Hann er prinsinn sem var lofað (ömurleg þýðing) og lag hans er lag íss og elds (A song of ice and fire). Það verður að vera einn enn. Drekinn hefur þrjú höfuð.“Þarna virtist Rhaegar handviss um að Aegon eldri ætti að verða Azor Ahai. Mögulega var hann orðinn sannfærður um að Jon væri Azor Ahai og gaf honum þess vegna nafnið Aegon.Forvitnir geta lesið mjög góða samantekt um hver Rhaegar var hér á Watchers On The Wall. Sömuleiðis er gott yfirlit yfir hver komi til greina sem Azor Ahai hér á vef Vulture.Eddard sagði öllum að hann héti Jon. Hann var sá eini sem vissi nafnið. Ned vissi að ef vinur sinn Robert Baratheon kæmist að því hverra manna hann væri þá yrði allt vitlaust og að hann myndi drepa Jon. Þrátt fyrir að margir lávarðar og jafnvel Rhaegar sjálfur voru orðnir þreyttir á óða konunginum Aerys Targaryen hóst bylting Robert út af hvarfi Lyönnu, sem þá var trúlofuð/heitbundin Robert. Bróðir hennar, Brandon Stark, fór til Kings Landing og krafðist þess að Rhaegar skilaði Lyönnu. Bræður hennar og faðir héldu að Rhaegar höfðu rænt henni. Aerys var þó ekki eðlilegur maður og fangaði Brandon. Því næst skipaði hann Rickard Stark að koma suður og svara fyrir hegðun sonar síns. Aerys brenndi Rickard og kyrkti Brandon. Eftir það skipaði hann Jon Arryn að afhenda sér þá Eddard Stark og Robert Baratheon. Jon neitaði og safnaði her í staðinn. Uppreisnin hófst.Langt, en ítarlegt, útskýringarmyndaband varðandi byltinguna. Þarna er líka farið yfir hvernig Lyanna og Rhaegar urðu ástfangin. Ég mæli með þessu.Virkið Eastwatch by the sea er ekki lengur til eftir að Næturkonungurinn braut Vegginn með drekanum dauða, Viserion. Innrás hinna dauðu er því hafin og herinn streymdi í gegnum Vegginn í lok þáttarins. Fyrr í þættinum hafði Daenerys giskað á að um hundrað þúsund uppvakningar væru í hernum. Í gegnum tíðina hafa ýmsar kenningar litið dagsins ljós sem fjalla um það hvernig hinir dauðu myndu komast í gegnum vegginn. Töfralúðrar og brennimerktur Bran hafa þótt líklegir til þess að leiða til hruns Veggjarins en auðvitað varð ekkert úr því. Hvaða fífl þarf töfralúður þegar hann er með ódauðan töfradreka?Hverju spúði Viserion? Það þykir mér nokkuð forvitnilegt að vita. Ég þykist reyndar vita að þetta sé einhvers konar blár eldur, en ég get ekki verið viss. Af einhverri ástæðu var það nóg til þess að fella Vegginn og gera galdrana sem áttu að halda hinum dauðu fyrir norðan Vegginn ónýta. Þarna held ég að við komum aftur að svolitlu sem ég var að tala um í síðustu viku. Það eru andstæðurnar sem þessi barátta virðist snúast um. Eldur og ís. Allt dreka-eitthvað virkar á hina dauðu og Hvítgengla og kannski öfugt. Vopn Hvítgengla virka einkar vel á hina lifandi. Það er spurning hvað það þýðir þegar þessu tvennu hefur verið blandað saman. Drekar eru kynngimagnaðar skepnur og mjög gáfaðar. Auðvitað er auðvelda svarið alltaf: Galdrar!. Við viljum samt eitthvað meira en það. Við höfum í raun ekki hugmynd um hvað Viserion er núna. Er hann dauður, eða einhvers staðar þarna á milli? Er hann ísdreki? Af hverju getur hann spúð eldi þegar eldur virkar svona vel á hina dauðu? Heldur hann áfram að rotna? Ef Viserion er að spúa eldi, þá brennir hann lík þeirra sem hann drepur. Næturkonungurinn getur ekki vakið ösku aftur til lífsins þannig að það borgar sig lítið fyrir hann að beita Viserion gegn hinum lifandi. Her hans stækkar ekki þannig.Takið sérstaklega eftir 2:15 og næstu sekúndum. Ef þetta er ekki einhverskonar eldur þá veit ég ekki hvað.Í myndbandinu hér að neðan segja þeir DB Weiss og David Benioff þó að Viserion sé „nógu stór“ til að brjóta Vegginn. Það finnst mér svolítið ódýrt reyndar og jafnvel smá pirrandi. Það hefur sérstaklega verið tekið fram að Veggurinn hafi verið byggður með einhverjum göldrum sem komi í veg fyrir að hinir dauðu geti farið suður fyrir hann. Nú virðist það samt ekki skipta neinu máli. Lame.Nokkur/mörg atriði sem sitja eftir: --- Hvernig gátu áttatíu mínútur liðið svona hratt? Hvernig gátu sjö vikur liðið svona hratt? --- Ég átti von á því að einhverjir myndu deyja, en Littlefinger var ekki einn af þeim. Tormund og Beric Dondarrion virtust hafa sloppið frá hruni Veggsins og enginn annar dó. Sem mér þykir skrítið. --- Við vorum illa svikinn í þættinum þegar ekkert varð úr #Cleganebowl. Ég var reiður. --- Forgangsröðun Cersei var nokkuð áhugaverð. Ef allt færi í rugl á fundinum skipaði hún Fjallinu að drepa Daenerys fyrst, Tyrion númer tvö og Jon númer þrjú. Það vakti þó athygli mína að það var áður en hún vissi að Jon hefði lýst yfir hollustu við Daenerys. --- Ef Tormund er ekki dauður þá á hann eftir að verða reiður. Hann er kominn með heljarinnar samkeppni um hjarta Brienne frá Tarth þar sem Jaime er á leiðinni norður. Þá á Sandor Clegane jafnvel séns þar sem þau virtust ná vel saman í The Dragonpit. --- Það verður fróðlegt að sjá hvað Samwell gerir þegar hann hittir Daenerys og kemst að því að hún drap pabba hans, Randyll, og bróðir, Dickon, tíhí. --- Mikið hrikalega eru hjálmarnir í Queensguard ljótir. --- Jon gat ekki logið að Cersei. Svolítill Eddard í honum. Eddard var samt í rauninni bölvaður lygari. Hann laug því hver Jon væri í mörg ár, en það var svo sem skiljanlegt. Það sem verra er þá laug hann því að hann hefði einn drepið Ser Arthur Dayne, aka Sword of the Morning. Þegar hið sanna er að Howland Reed stakk hann í bakið. Eddard forðaðist það í mörg ár að berjast svo að ekki kæmist upp um lygina og að allir héldu að hann væri mega skylmingakarl og harðjaxl. --- Síðast þegar við sáum þá, þá voru Grey Worm og hinir Unsullied fastir í Casterly Rock án matar og alls. Nú voru þeir allt í einu mættir til Kings Landing og það sem meira er eiga þeir að ganga alla leið norður til Winterfell. Hvernig eiga þeir að geta það ekki með neinn mat og án vetrarfatnaðar? --- Hvað varð eiginlega um Gendry? --- Nei. Skítt með hann. Hvar er Ghost? Við fengum ekkert að sjá hann í þáttaröðinni. Þeir höfðu efni á því að gera ísbjarnaruppvakning en ekki að láta Ghost bregða fyrir. Skamm! --- Theon ætlar að bjarga Yöru, systur sinni. Euron er ekki heima þannig að það gæti gengið. Hann var ekki lengi að fá mennina með sér í lið. Í ríki pungsparkara er sá punglausi konungur. --- Næturkonungurinn er kannski einkar óhugnanlegur á baki Viserion, en ég hugsa að það geri hann í raun að auðveldara skotmarki. Sama hve herinn hans er stór virðist sem að nóg sé að drepa hann til að ganga frá hernum. Á baki Viserion er hann einangraður frá her hinna dauðu og er jafnvel auðveldara að ganga frá honum. Hægt væri að ná þeim með einhverjum örvum eða pílum eða jafnvel gæti Drogon eða Rhaegal drepið hann. Einhvern veginn verður hann að deyja.
Game of Thrones: Bastarðar og erfið verkefni Þrátt fyrir að lítið hafi verið um hasar vörpuðu framleiðendurnir þó nokkrum stórum sprengjum. 16. ágúst 2017 08:45
Game of Thrones: Er erfitt að drepa dreka? Hve kröftugir eru drekarnir í söguheimi Game of Thrones. 28. júlí 2017 13:00
Game of Thrones: Taflmennirnir fara að detta af borðinu Fyrstu tveir þættirnir virðast snúa að því að undirbúa fyrir það sem koma skal í næstu fimm. 26. júlí 2017 08:45
Game of Thrones: Kúkur mætir viftu Kafað í sjötta þátt sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. 23. ágúst 2017 08:45