„Það mega allir hafa sínar skoðanir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 22:30 Stúlkurnar sem hlutu titil í Ungfrú Ísland keppninni í gær Ungfrú Ísland „Lokakvöldið gekk mjög vel og allir ánægðir,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland keppninnar sem fór fram í Hörpu í gær. Birgitta Líf er einstaklega stolt af því góðgerðarstarfi sem keppendurnir tóku þátt í ár. „Stelpurnar söfnuðu með ýmsum uppákomum í sumar tæplega 400.000 krónur í Styrktarsjóð Ungfrú Ísland. Hann verður notaður í góðgerðarmál fyrir Beauty With A Purpose verkefni Íslands í Miss World. Við erum ótrúlega stoltar af öllum stelpunum og ánægðar með ferlið.“Sigraði hæfileikakeppnina með þverflautuAthygli vakti hvernig tónlist var blandað saman við framkomu keppenda á sviðinu í gær. „DJ Dóra Júlía spilaði undir tískusýningu Another Creation, Herra Hnetusmjör og Joe Frazier komu fram í tískusýningu Nike og Chase ásamt Jóa Pé sáu um tónlistarflutninginn í síðkjólaatriði,“ útskýrir Birgitta Líf. Fimm stúlkur fengu titil í gær en viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) on Aug 26, 2017 at 12:48pm PDT „Ólafía Ósk Finnsdóttir var valin af dómnefnd til að fara út fyrir Íslands hönd til Kína að taka þátt í Miss World og hreppti því titilinn Miss World Iceland. Úrsúla Hanna Karlsdóttir var valin Miss Top Model Iceland af Eskimo módelskrifstofu. Stefanía Tara Þrastardóttir var kosin Miss Peoples Choice Iceland í vefkosninu sem fór fram á Facebook. Hrafnhildur Arnardóttir bar sigur úr býtum í Íþróttakeppni Ungfrú Ísland sem fram fór í sumar og Fanney Sandra Albertsdóttir var valin Miss Talent Iceland af dómnefnd úr innsendum myndböndum þar sem stúlkurnar sýndu hæfileika sína en hún spilaði á þverflautu.“ Þess má geta að stúlkurnar höfðu val um að taka þátt í bæði íþrótta- og hæfileikakeppninni.Segir að stúlkurnar hafi verið vel kynntar á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um gagnrýni á því að keppendur hafi ekki verið kynntar með nafni þegar þær stigu á sviðið í gær. Einn aðstandandi keppanda í Ungfrú Ísland segir í samtali við Vísi að þær einu sem hafi verið almennilega kynntar fyrir áhorfendum á lokakvöldinu hafi verið þær sem hlutu titil.Titilhafar Ungfrú Ísland ásamt framkvæmdastjóra og dómnefnd keppninnar.Ungfrú Ísland„Stelpurnar hafa allar fengið sinn dag á snappinu okkar, eru með ljósmyndir með nöfnum og fleiri upplýsingum á heimasíðunni, Facebook og Instagram og svo voru kynningarmyndbönd fyrir hverja og eina á Facebook og í útsendingunni,“ segir Birgitta Líf við þeirri gagnrýni. Varðandi vangaveltur Ásdísar Ránar um fyrirkomulag keppninnar svarar Birgitta Líf: „Það mega allir hafa sínar skoðanir.“En hvað er framundan hjá nýkrýndri Ungfrú Ísland?„Ólafía Ósk fer á fullt í undirbúning fyrir Miss World en hún flýgur til Kína þann 19. október n.k. og dvelur þar í mánuð. Miss World 2017 verður haldin þann 19. nóvember í Sanya í Kína.“ Tengdar fréttir Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28 Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12 Bein útsending: Fylgstu með Ungfrú Ísland 2017 á Vísi Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland fer fram í Hörpunni í kvöld. 26. ágúst 2017 19:52 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
„Lokakvöldið gekk mjög vel og allir ánægðir,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland keppninnar sem fór fram í Hörpu í gær. Birgitta Líf er einstaklega stolt af því góðgerðarstarfi sem keppendurnir tóku þátt í ár. „Stelpurnar söfnuðu með ýmsum uppákomum í sumar tæplega 400.000 krónur í Styrktarsjóð Ungfrú Ísland. Hann verður notaður í góðgerðarmál fyrir Beauty With A Purpose verkefni Íslands í Miss World. Við erum ótrúlega stoltar af öllum stelpunum og ánægðar með ferlið.“Sigraði hæfileikakeppnina með þverflautuAthygli vakti hvernig tónlist var blandað saman við framkomu keppenda á sviðinu í gær. „DJ Dóra Júlía spilaði undir tískusýningu Another Creation, Herra Hnetusmjör og Joe Frazier komu fram í tískusýningu Nike og Chase ásamt Jóa Pé sáu um tónlistarflutninginn í síðkjólaatriði,“ útskýrir Birgitta Líf. Fimm stúlkur fengu titil í gær en viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) on Aug 26, 2017 at 12:48pm PDT „Ólafía Ósk Finnsdóttir var valin af dómnefnd til að fara út fyrir Íslands hönd til Kína að taka þátt í Miss World og hreppti því titilinn Miss World Iceland. Úrsúla Hanna Karlsdóttir var valin Miss Top Model Iceland af Eskimo módelskrifstofu. Stefanía Tara Þrastardóttir var kosin Miss Peoples Choice Iceland í vefkosninu sem fór fram á Facebook. Hrafnhildur Arnardóttir bar sigur úr býtum í Íþróttakeppni Ungfrú Ísland sem fram fór í sumar og Fanney Sandra Albertsdóttir var valin Miss Talent Iceland af dómnefnd úr innsendum myndböndum þar sem stúlkurnar sýndu hæfileika sína en hún spilaði á þverflautu.“ Þess má geta að stúlkurnar höfðu val um að taka þátt í bæði íþrótta- og hæfileikakeppninni.Segir að stúlkurnar hafi verið vel kynntar á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um gagnrýni á því að keppendur hafi ekki verið kynntar með nafni þegar þær stigu á sviðið í gær. Einn aðstandandi keppanda í Ungfrú Ísland segir í samtali við Vísi að þær einu sem hafi verið almennilega kynntar fyrir áhorfendum á lokakvöldinu hafi verið þær sem hlutu titil.Titilhafar Ungfrú Ísland ásamt framkvæmdastjóra og dómnefnd keppninnar.Ungfrú Ísland„Stelpurnar hafa allar fengið sinn dag á snappinu okkar, eru með ljósmyndir með nöfnum og fleiri upplýsingum á heimasíðunni, Facebook og Instagram og svo voru kynningarmyndbönd fyrir hverja og eina á Facebook og í útsendingunni,“ segir Birgitta Líf við þeirri gagnrýni. Varðandi vangaveltur Ásdísar Ránar um fyrirkomulag keppninnar svarar Birgitta Líf: „Það mega allir hafa sínar skoðanir.“En hvað er framundan hjá nýkrýndri Ungfrú Ísland?„Ólafía Ósk fer á fullt í undirbúning fyrir Miss World en hún flýgur til Kína þann 19. október n.k. og dvelur þar í mánuð. Miss World 2017 verður haldin þann 19. nóvember í Sanya í Kína.“
Tengdar fréttir Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28 Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12 Bein útsending: Fylgstu með Ungfrú Ísland 2017 á Vísi Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland fer fram í Hörpunni í kvöld. 26. ágúst 2017 19:52 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28
Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12
Bein útsending: Fylgstu með Ungfrú Ísland 2017 á Vísi Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland fer fram í Hörpunni í kvöld. 26. ágúst 2017 19:52