Er Wenger loksins komin á endastöð? Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2017 06:00 Arsene Wenger. vísir/getty Frammistaða Arsenal-manna í gær á Anfield er sennilega ein sú slakasta sem Arsenal hefur sýnt undir Arsene Wenger á þeim 21. árum sen hann hefur stýrt Lundúnarliðinu. Aðeins nokkrir mánuðir eru síðan Liverpool rétt hafði Meistaradeildarsæti af Arsenal í lokaumferðinni með eins stigs mun en leikur gærdagsins var leikur kattarins að músinni. „Úrslitin endurspegluðu frammistöðuna. Þetta var hrikalegt, við urðum undir á öllum sviðum og þegar litið er til baka gerðum við þeim auðvelt fyrir,“ sagði Wenger niðurlútur að leikslokum.Undarlegt liðsval Wenger styrkti liðið á báðum endum vallarins í sumar, fékk til sín öflugan bakvörð ásamt heitasta framherja frönsku deildarinnar undanfarin ár í Alexandre Lacazette. Var þeim ætlað að skjóta liðinu aftur inn í Meistaradeildina og aftur í baráttu um toppsæti. Þeir tóku sér hins vegar báðir sæti á bekknum í gær þrátt fyrir fínar frammistöður fyrstu vikurnar. Þess í stað kallaði hann á gamalkunnug nöfn, Alexis Sanchez lék fyrsta leik sinn á tímabilinu og virtist ekki í stakk búinn til að koma inn og gera útslagið í stórleik sem þessum. „Ég er vonsvikinn yfir því hvernig strákarnir spiluðu þennan leik en það þýðir ekki að gleyma sér í svekkelsinu. Við höfum yfirleitt leikið vel í stórleikjum eins og þessum og núna munum við nýta fríið á meðan landsleikjahléið er til þess að finna út hvað það var sem fór svona úrskeiðis.“Hvert er framhaldið? Framundan er tæplega tveggja vikna frí áður en liðið mætir stigalausum Bournemouth-mönnum á heimavelli þar sem Skytturnar ættu ef allt er eðlilegt að komast aftur á sigurbraut. Það eru hinsvegar stór spurningarmerki þegar litið er yfir leikmannahóp liðsins. Þegar stutt er eftir af félagsskiptaglugganum er ljóst að styrkja þarf leikmannahópinn á fleiri stöðum ef Arsenal ætlar að gera atlögu að toppnum á nýjan leik miðað við spilamennsku keppinautanna undanfarnar vikur. Wenger og stjórn Arsenal verða þar að auki að finna lausn á framhaldinu hjá eigin leikmönnum, lykilpóstar á borð við Alexis Sanchez og Mesut Özil ásamt Alex Oxlade-Chamberlain og Shkodran Mustafi eru allir þrálátlega orðaðir við önnur félög þessa dagana.Mesut Özil svekktur í leikslok.Vísir/GettySamningsstaða Sanchez, Chamberlain og Özil sem eiga aðeins ár eftir af samningi sínum þýðir að lausn verður að finnast á þeirra málum sem fyrst en þeir virtust vera hálf áhugalausir í leik gærdagsins. Gæti því farið svo að nóg verði að gera hjá Arsenal á næstu dögum við að styrkja liðið til að halda í við toppliðin en fyrst þurfa þeir að leysa vandamálin innanbúðar áður en áfram er haldið. Þrátt fyrir það er Wenger brattur þegar litið er á framhaldið. „ Sjálfstraustið minnkar þegar þú tapar leikjum eins og þessum en við verðum að halda trúnni og einbeitingunni. Eina leiðin okkar til að svara er að mæta í næsta leik og svara fyrir þetta.“Wenger í sviðsljósinu Wenger sem var dýrkaður og dáður fyrstu árin af stuðningsmönnum Arsenal er enn og aftur kominn í sviðsljósið í upphafi ársins. Tveggja ára framlengingin á samningi hans síðasta sumar vakti misjafna lukku hjá stuðningsmönnum liðsins og mun frammistaða eins og í gær ekki vinna marga á sitt band og setur bara meiri pressu á hann. „Það kenna eflaust margir stuðningsmenn mér um vandamál liðsins og ef ég er vandamálið þykir mér það leitt en við viljum stuðningsmenn sem styðja okkur í gegnum súrt og sætt,“ sagði Wenger. Enski boltinn Tengdar fréttir Sanchez vill rúmar 50 milljónir á viku Alexis Sanchez er sagður vilja fá 400 þúsund pund í vikulaun ef hann ætli að vera áfram hjá Arsenal. 26. ágúst 2017 12:00 Liverpool valtaði yfir Arsenal Liverpool valtaði yfir Arsenal 4-0 á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. ágúst 2017 16:45 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Sjá meira
Frammistaða Arsenal-manna í gær á Anfield er sennilega ein sú slakasta sem Arsenal hefur sýnt undir Arsene Wenger á þeim 21. árum sen hann hefur stýrt Lundúnarliðinu. Aðeins nokkrir mánuðir eru síðan Liverpool rétt hafði Meistaradeildarsæti af Arsenal í lokaumferðinni með eins stigs mun en leikur gærdagsins var leikur kattarins að músinni. „Úrslitin endurspegluðu frammistöðuna. Þetta var hrikalegt, við urðum undir á öllum sviðum og þegar litið er til baka gerðum við þeim auðvelt fyrir,“ sagði Wenger niðurlútur að leikslokum.Undarlegt liðsval Wenger styrkti liðið á báðum endum vallarins í sumar, fékk til sín öflugan bakvörð ásamt heitasta framherja frönsku deildarinnar undanfarin ár í Alexandre Lacazette. Var þeim ætlað að skjóta liðinu aftur inn í Meistaradeildina og aftur í baráttu um toppsæti. Þeir tóku sér hins vegar báðir sæti á bekknum í gær þrátt fyrir fínar frammistöður fyrstu vikurnar. Þess í stað kallaði hann á gamalkunnug nöfn, Alexis Sanchez lék fyrsta leik sinn á tímabilinu og virtist ekki í stakk búinn til að koma inn og gera útslagið í stórleik sem þessum. „Ég er vonsvikinn yfir því hvernig strákarnir spiluðu þennan leik en það þýðir ekki að gleyma sér í svekkelsinu. Við höfum yfirleitt leikið vel í stórleikjum eins og þessum og núna munum við nýta fríið á meðan landsleikjahléið er til þess að finna út hvað það var sem fór svona úrskeiðis.“Hvert er framhaldið? Framundan er tæplega tveggja vikna frí áður en liðið mætir stigalausum Bournemouth-mönnum á heimavelli þar sem Skytturnar ættu ef allt er eðlilegt að komast aftur á sigurbraut. Það eru hinsvegar stór spurningarmerki þegar litið er yfir leikmannahóp liðsins. Þegar stutt er eftir af félagsskiptaglugganum er ljóst að styrkja þarf leikmannahópinn á fleiri stöðum ef Arsenal ætlar að gera atlögu að toppnum á nýjan leik miðað við spilamennsku keppinautanna undanfarnar vikur. Wenger og stjórn Arsenal verða þar að auki að finna lausn á framhaldinu hjá eigin leikmönnum, lykilpóstar á borð við Alexis Sanchez og Mesut Özil ásamt Alex Oxlade-Chamberlain og Shkodran Mustafi eru allir þrálátlega orðaðir við önnur félög þessa dagana.Mesut Özil svekktur í leikslok.Vísir/GettySamningsstaða Sanchez, Chamberlain og Özil sem eiga aðeins ár eftir af samningi sínum þýðir að lausn verður að finnast á þeirra málum sem fyrst en þeir virtust vera hálf áhugalausir í leik gærdagsins. Gæti því farið svo að nóg verði að gera hjá Arsenal á næstu dögum við að styrkja liðið til að halda í við toppliðin en fyrst þurfa þeir að leysa vandamálin innanbúðar áður en áfram er haldið. Þrátt fyrir það er Wenger brattur þegar litið er á framhaldið. „ Sjálfstraustið minnkar þegar þú tapar leikjum eins og þessum en við verðum að halda trúnni og einbeitingunni. Eina leiðin okkar til að svara er að mæta í næsta leik og svara fyrir þetta.“Wenger í sviðsljósinu Wenger sem var dýrkaður og dáður fyrstu árin af stuðningsmönnum Arsenal er enn og aftur kominn í sviðsljósið í upphafi ársins. Tveggja ára framlengingin á samningi hans síðasta sumar vakti misjafna lukku hjá stuðningsmönnum liðsins og mun frammistaða eins og í gær ekki vinna marga á sitt band og setur bara meiri pressu á hann. „Það kenna eflaust margir stuðningsmenn mér um vandamál liðsins og ef ég er vandamálið þykir mér það leitt en við viljum stuðningsmenn sem styðja okkur í gegnum súrt og sætt,“ sagði Wenger.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sanchez vill rúmar 50 milljónir á viku Alexis Sanchez er sagður vilja fá 400 þúsund pund í vikulaun ef hann ætli að vera áfram hjá Arsenal. 26. ágúst 2017 12:00 Liverpool valtaði yfir Arsenal Liverpool valtaði yfir Arsenal 4-0 á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. ágúst 2017 16:45 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Sjá meira
Sanchez vill rúmar 50 milljónir á viku Alexis Sanchez er sagður vilja fá 400 þúsund pund í vikulaun ef hann ætli að vera áfram hjá Arsenal. 26. ágúst 2017 12:00
Liverpool valtaði yfir Arsenal Liverpool valtaði yfir Arsenal 4-0 á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. ágúst 2017 16:45