Segir skammarlega tekið á málinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 19:30 Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, flutti erindi á aðalfundi Pírata í dag þar sem hún setti reglur um uppreist æru í samhengi við vöntun á nýrri stjórnarskrá. Hún telur að tryggja þurfi rétt almennings til upplýsinga. „Þetta er einhvers konar klukk leikur hjá stjórnkerfinu. Þú ert hann eða þú ert hann og enginn tekur ábygð á málinu. Mér finnst það virkilega slæmt og ég setti það í samhengi við stjórnarskrána okkar þar sem réttur almennings til upplýsinga um ákvarðanatöku sem hann varðar er tryggður," segir Þórhildur Sunna. Þórhildur óskaði eftir opnum fundi með dómsmálaráðherra í allsherjar- og menntamálanefnd um málið og er hann á dagskrá á miðvikudag. Óljóst er þó hvort mál Róberts Downey, sem fékk uppreist æru í fyrra, verði til umfjöllunar. „Það hefur komið fram frá formanni nefndarinnar að hún telji að ráðherra geti ekki rætt þetta einstaka mál vegna þess að þetta sé opinn fundur," segir Þórhildur. „Ég hef óskað formlegs rökstuðnings og hans er að vænta. En ég á erfitt með að sjá hvaða rök eru fyrir hendi að þora ekki að ræða þetta mál fyrir opnum dyrum. Ræða það við almenning," segir hún. Þórhildur telur aðkallandi að taka umræðuna til þess að hægt verði að læra af málsmeðferðinni. „Mér finnst mjög mikilvægt að við fáum að ræða það og mér finnst eiginlega skammarlegt hversu dónalegur meirihlutinn hefur verið gagnvart brotaþolum og aðstandendum í þessu máli. Með því að labba út af nefndarfundum og neita því að líta á gögn tengd þessu máli. Með því að lýsa því yfir að það séu nú til verri brot en þetta. Að smætta þetta hræðilega ofbeldi niður í þetta; að það séu nú til verri menn sem geri verri hluti," segir Þórhildur. Dómsmálaráðherra hefur boðað endurskoðun reglna um uppreist æru og að hugtakið verði mögulega fjarlægt úr lögum. Þórhildur telur nauðsynlegt að ráðherra skýri fyrirhugaðar breytingar betur. „Mér finnst mikilvægt ef við ætlum að gera það, að það verði gert í opnu og gagnsæu ferli. Þannig að almenningur geti skilið hvernig að þessu er staðið," segir Þórhildur Sunna. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, flutti erindi á aðalfundi Pírata í dag þar sem hún setti reglur um uppreist æru í samhengi við vöntun á nýrri stjórnarskrá. Hún telur að tryggja þurfi rétt almennings til upplýsinga. „Þetta er einhvers konar klukk leikur hjá stjórnkerfinu. Þú ert hann eða þú ert hann og enginn tekur ábygð á málinu. Mér finnst það virkilega slæmt og ég setti það í samhengi við stjórnarskrána okkar þar sem réttur almennings til upplýsinga um ákvarðanatöku sem hann varðar er tryggður," segir Þórhildur Sunna. Þórhildur óskaði eftir opnum fundi með dómsmálaráðherra í allsherjar- og menntamálanefnd um málið og er hann á dagskrá á miðvikudag. Óljóst er þó hvort mál Róberts Downey, sem fékk uppreist æru í fyrra, verði til umfjöllunar. „Það hefur komið fram frá formanni nefndarinnar að hún telji að ráðherra geti ekki rætt þetta einstaka mál vegna þess að þetta sé opinn fundur," segir Þórhildur. „Ég hef óskað formlegs rökstuðnings og hans er að vænta. En ég á erfitt með að sjá hvaða rök eru fyrir hendi að þora ekki að ræða þetta mál fyrir opnum dyrum. Ræða það við almenning," segir hún. Þórhildur telur aðkallandi að taka umræðuna til þess að hægt verði að læra af málsmeðferðinni. „Mér finnst mjög mikilvægt að við fáum að ræða það og mér finnst eiginlega skammarlegt hversu dónalegur meirihlutinn hefur verið gagnvart brotaþolum og aðstandendum í þessu máli. Með því að labba út af nefndarfundum og neita því að líta á gögn tengd þessu máli. Með því að lýsa því yfir að það séu nú til verri brot en þetta. Að smætta þetta hræðilega ofbeldi niður í þetta; að það séu nú til verri menn sem geri verri hluti," segir Þórhildur. Dómsmálaráðherra hefur boðað endurskoðun reglna um uppreist æru og að hugtakið verði mögulega fjarlægt úr lögum. Þórhildur telur nauðsynlegt að ráðherra skýri fyrirhugaðar breytingar betur. „Mér finnst mikilvægt ef við ætlum að gera það, að það verði gert í opnu og gagnsæu ferli. Þannig að almenningur geti skilið hvernig að þessu er staðið," segir Þórhildur Sunna.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira