Hamfaraflóðin í Houston: „Það eru engin fordæmi fyrir þessu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 16:20 Flóðhættuna má sjá vel á þessari mynd frá Bandarísku Veðurstofunni Twitter Áhrif hamfaraflóðanna í Houston í Texas í Bandaríkjunum eru söguleg. „Það eru engin fordæmi fyrir þessu,“ segir í Twitterfærslu frá Bandarísku veðurstofunni. Þar er fólk beðið að tryggja öryggi með því að fylgja fyrirmælum stjórnvalda. Mikil úrkoma hefur fylgt hitabeltisstorminum Harvey og veðurfræðingar spá því að hamfaraflóðin eigi aðeins eftir að versna. Um allt stórborgarsvæðið og víðar á strandsvæðum Texas er viðvörun í gildi vegna hættu á mannskæðum skyndiflóðum. Eins og sjá má á mynd sem veðurstofan birti er hættusvæðið gríðarlega stórt. Samkvæmt frétt BBC hefur verið greint frá fimm dauðsföllum í Houston en aðeins tvö hafa fengist staðfest. Yfir þúsund manns hefur verið bjargað undan vatsnelgnum í borginni. Fellibylurinn gekk á land við suðurströnd Bandaríkjanna um þrjúleytið aðfaranótt laugardags en Texas og nágrannaríki urðu verst úti. Þúsundir heimila voru án vatns og rafmagns. „Þetta eru hamfarir sem fara í sögubækurnar. Þetta er stormur sem Bandaríkin hafa ekki orðið vitni að áður,“ sagði Brock Long, forstjóri Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA), við CNN í dag. Reiknað er með því að tjónið af völdum Harvey komi til með að hlaupa á milljörðum Bandaríkjadala. Talið er að sum svæði verði óíbuðarhæf í fleiri mánuði. This event is unprecedented & all impacts are unknown & beyond anything experienced. Follow orders from officials to ensure safety. #Harvey pic.twitter.com/IjpWLey1h8— NWS (@NWS) August 27, 2017 Tengdar fréttir Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39 Söguleg hamfaraflóð í Houston Fordæmalaus vatnselgur liggur nú yfir Houston og fleiri svæðum nærri ströndum Texas. Flóðin þar eiga enn að versna með áframhaldandi úrhelli. 27. ágúst 2017 14:23 Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Hitabeltisstormurinn Harvey er öflugasti stormurinn sem hefur gengið yfir Texas í hálfa öld. 27. ágúst 2017 07:21 Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Áhrif hamfaraflóðanna í Houston í Texas í Bandaríkjunum eru söguleg. „Það eru engin fordæmi fyrir þessu,“ segir í Twitterfærslu frá Bandarísku veðurstofunni. Þar er fólk beðið að tryggja öryggi með því að fylgja fyrirmælum stjórnvalda. Mikil úrkoma hefur fylgt hitabeltisstorminum Harvey og veðurfræðingar spá því að hamfaraflóðin eigi aðeins eftir að versna. Um allt stórborgarsvæðið og víðar á strandsvæðum Texas er viðvörun í gildi vegna hættu á mannskæðum skyndiflóðum. Eins og sjá má á mynd sem veðurstofan birti er hættusvæðið gríðarlega stórt. Samkvæmt frétt BBC hefur verið greint frá fimm dauðsföllum í Houston en aðeins tvö hafa fengist staðfest. Yfir þúsund manns hefur verið bjargað undan vatsnelgnum í borginni. Fellibylurinn gekk á land við suðurströnd Bandaríkjanna um þrjúleytið aðfaranótt laugardags en Texas og nágrannaríki urðu verst úti. Þúsundir heimila voru án vatns og rafmagns. „Þetta eru hamfarir sem fara í sögubækurnar. Þetta er stormur sem Bandaríkin hafa ekki orðið vitni að áður,“ sagði Brock Long, forstjóri Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA), við CNN í dag. Reiknað er með því að tjónið af völdum Harvey komi til með að hlaupa á milljörðum Bandaríkjadala. Talið er að sum svæði verði óíbuðarhæf í fleiri mánuði. This event is unprecedented & all impacts are unknown & beyond anything experienced. Follow orders from officials to ensure safety. #Harvey pic.twitter.com/IjpWLey1h8— NWS (@NWS) August 27, 2017
Tengdar fréttir Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39 Söguleg hamfaraflóð í Houston Fordæmalaus vatnselgur liggur nú yfir Houston og fleiri svæðum nærri ströndum Texas. Flóðin þar eiga enn að versna með áframhaldandi úrhelli. 27. ágúst 2017 14:23 Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Hitabeltisstormurinn Harvey er öflugasti stormurinn sem hefur gengið yfir Texas í hálfa öld. 27. ágúst 2017 07:21 Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39
Söguleg hamfaraflóð í Houston Fordæmalaus vatnselgur liggur nú yfir Houston og fleiri svæðum nærri ströndum Texas. Flóðin þar eiga enn að versna með áframhaldandi úrhelli. 27. ágúst 2017 14:23
Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Hitabeltisstormurinn Harvey er öflugasti stormurinn sem hefur gengið yfir Texas í hálfa öld. 27. ágúst 2017 07:21
Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31