Kársnesskóli rifinn vegna myglu og rakaskemmda um áramótin Baldur Hrafnkell Jónsson, Helga María Guðmundsdóttir og Ingvar Þór Björnsson skrifa 27. ágúst 2017 13:26 Kársnesskóli í Kópavogi. Vísir/hörður Byrjað verður að rífa Kársnesskóli um áramótin sökum myglu og rakaskemmda. Skólastarf mun ekki skerðast á meðan á framkvæmdum stendur að sögn skólastjóra. Byggingin er orðin sextíu ára gömul og uppfyllir ekki lengur staðla fyrir skólahald segir Björg Baldursdóttir skólastjóri Kársnesskóla í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Hann er mjög illa farinn af raka og svo komu upp mygluskemmdir þarna líka. Þá er líka breytt reglugerð varðandi aðkomu fatlaðra." Þá segir hún jafnframt að reglugerð fyrir loftræstingu og hljóðvist hafi breyst. Ekki er komin nákvæm dagsetning á framkvæmdirnar en ljóst er að annar skóli verður byggður á sama stað. „Þessi starfshópur sem verður stofnaður núna á næstu vikum fer í það að skoða þessi mál og undirbúa tillögur þannig að hægt sé að fara í það að leggja fyrir verktaka og þá sem koma til með að taka við verkinu,“ segir Björg. Aðspurð hvað eigi að koma í staðinn fyrir skólann sem er núna segir hún að það verði alltaf þannig að það komi nýr skóli en hvernig skóli, hvernig hann er samsettur eða hvernig hann lítur út eigi allt eftir að ráðast á næstu vikum og mánuðum.Skólastarfsemi á ekki að skerðast á meðan á framkvæmdum stendur Ákveðið hefur verið að stofna sérstakan starfshóp sem mun fara yfir hvernig skóli verður byggður. „Starfshópurinn verður væntanlega skipaður fulltrúum frá meirihluta og minnihluta hérna í bæjarstjórn Kópavogs. Ég kem til með að sitja í starfshópnum, fulltrúar frá mennta-, umhverfis- og framkvæmdasviði, fulltrúar foreldra, fulltrúar nemenda og kennarar í skólanum þannig að þetta er stór hópur.“ Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um þrjú ár og á skólastarfsemin ekki að skerðast á meðan. „Það er búið að hugsa til þess að við verðum með allt að tuttugu lausar kennslustofur þarna á malarvellinum sem er við hliðina á skólanum. Við sjáum ekki fyrir okkur að neitt skólastarf muni riðlast. Við erum náttúrulega að kenna núna áttunda til tíunda bekk þar sem bæjarskrifstofur voru áður til húsa þannig það fer ekki illa um okkur,“ segir Björg. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Byrjað verður að rífa Kársnesskóli um áramótin sökum myglu og rakaskemmda. Skólastarf mun ekki skerðast á meðan á framkvæmdum stendur að sögn skólastjóra. Byggingin er orðin sextíu ára gömul og uppfyllir ekki lengur staðla fyrir skólahald segir Björg Baldursdóttir skólastjóri Kársnesskóla í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Hann er mjög illa farinn af raka og svo komu upp mygluskemmdir þarna líka. Þá er líka breytt reglugerð varðandi aðkomu fatlaðra." Þá segir hún jafnframt að reglugerð fyrir loftræstingu og hljóðvist hafi breyst. Ekki er komin nákvæm dagsetning á framkvæmdirnar en ljóst er að annar skóli verður byggður á sama stað. „Þessi starfshópur sem verður stofnaður núna á næstu vikum fer í það að skoða þessi mál og undirbúa tillögur þannig að hægt sé að fara í það að leggja fyrir verktaka og þá sem koma til með að taka við verkinu,“ segir Björg. Aðspurð hvað eigi að koma í staðinn fyrir skólann sem er núna segir hún að það verði alltaf þannig að það komi nýr skóli en hvernig skóli, hvernig hann er samsettur eða hvernig hann lítur út eigi allt eftir að ráðast á næstu vikum og mánuðum.Skólastarfsemi á ekki að skerðast á meðan á framkvæmdum stendur Ákveðið hefur verið að stofna sérstakan starfshóp sem mun fara yfir hvernig skóli verður byggður. „Starfshópurinn verður væntanlega skipaður fulltrúum frá meirihluta og minnihluta hérna í bæjarstjórn Kópavogs. Ég kem til með að sitja í starfshópnum, fulltrúar frá mennta-, umhverfis- og framkvæmdasviði, fulltrúar foreldra, fulltrúar nemenda og kennarar í skólanum þannig að þetta er stór hópur.“ Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um þrjú ár og á skólastarfsemin ekki að skerðast á meðan. „Það er búið að hugsa til þess að við verðum með allt að tuttugu lausar kennslustofur þarna á malarvellinum sem er við hliðina á skólanum. Við sjáum ekki fyrir okkur að neitt skólastarf muni riðlast. Við erum náttúrulega að kenna núna áttunda til tíunda bekk þar sem bæjarskrifstofur voru áður til húsa þannig það fer ekki illa um okkur,“ segir Björg.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira