Viðskipti innlent

Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman eiga nú um þriðjung í félaginu.
Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman eiga nú um þriðjung í félaginu. alvogen
Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni. Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman eru meðal nýrra hluthafa í gegnum eignarhaldsfélagið Öskjuhlíð ehf. Hafa þeir eignast um þriðjung í félaginu.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Jón Viðar Arnþórsson látið af störfum sem starfandi stjórnarformaður, í það minnsta tímabundið. Jón Viðar er einn af stofnendum og hluthöfum Mjölnis og hefur þjálfað og starfað hjá félaginu frá stofnun. Hann verður áfram í hluthafahópi félagsins og í stjórn.

Haraldur Nelson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Mjölnis, mun áfram leiða uppbyggingu félagsins ásamt þjálfurum og öðrum starfsmönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×