Íslenski boltinn

Fanndís á leið til Marseille

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fanndís Friðriksdóttir fagnar hér marki sínu á móti Sviss.
Fanndís Friðriksdóttir fagnar hér marki sínu á móti Sviss. Vísir/Getty
Fanndís Friðriksdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur gengið til liðs við franska félagið Olympique de Marseille. Þetta staðfestir Breiðablik á Facebook-síðu sinni.

Fanndís hefur farið á kostum með Breiðabliki í sumar og skoraði jafnframt eina mark Íslands á Evrópumótinu í Hollandi í sumar.

Marseille endaði í fjórða sæti frönsku deildarinnar á síðasta tímabili. Franska deildinn hefst aftur í september og heldur Fanndís strax út til æfinga með liðinu.

Fann­dís, sem er 27 ára, hef­ur áður reynt fyrir sér í at­vinnu­mennsku í Nor­egi hjá Kol­botn og Arna-Björn­ar.

Fann­dís á að baki 173 leiki með Breiðabliki í efstu deild og hef­ur skorað í þeim 97 mörk. Hún hefur skorað 11 mörk í 87 A-lands­leikj­um fyrir Ísland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×